Ray Allen bætti fyrir fyrsta leikinn og tryggði meisturunum sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2009 09:00 Ray Allen fagnar sigurkörfunni sinni í nótt. Mynd/GettyImages Ray Allen tryggði Boston Celtics 118-115 sigur á Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og er staðan því jöfn í einvíginu, 1-1. Leikurinn fór fram í Boston eins og sá fyrsti en næstu tveir verða spilaðir í Chicago. Ray Allen skoraði sigurkörfuna tveimur sekúndum fyrir leikslok eftir sendingu frá Rajon Rondo. Allen hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum í leiknum þar af komu tvær af þessum þriggja stiga körfum á síðustu 25 mínútunum. Ray Allen hitti aðeins úr 1 af 12 skotum sínum í fyrsta leiknum sem Boston tapaði í framlengingu en í nótt skoraði hann 30 stig en 28 þeirra komu í seinni hálfleik eftir að hann fékk góð ráð frá þjálfara sínum, Doc Rivers. Undir lok leiksins skiptust Ray Allen og Ben Gordon á því að setja niður mikilvæg skot en þeir voru báðir í miklu stuði í nótt. Báðir leikmennirnir koma líka frá UConn. „UConn hefur skilað af sé mörgum frábærum leikmönnum. Þegar þú spilar á móti einhverjum frá UConn þá reynir þú að fara út og gera betur en hann. Það verður einhvers konar leikur innan leiksins," sagði Ben Gordon sem skoraði 42 stig í leiknum og vann því Allen en tapaði leiknum. „Allen-Gordon skotkeppnin virtist vera orðin afar persónuleg og það var eins og þeir ætluðu að útkljá það hver væri besti UConn-leikmaðurinn frá upphafi, sagði Doc Rivers, þjálfari Boston eftir leikinn. Það voru aðrir líka að spila vel hjá Boston. Rajon Rondo var með þrefalda tvennu í leiknum (19 stig, 16 stoðsendingar, 12 fráköst), Glen Davis skoraði 26 stig, Paul Pierce var með 18 strig og Kendrick Perkins var með 16 stig og 12 fráköst. John Salmons skoraði 17 stig fyrir Chicago og Brad Miller var með 16 stig. Boston gekk mun betur að eiga við nýliðann Derrick Rose sem var „aðeins" með 10 stig og 7 stoðsendingar í þessum leik eftir að hafa verið með 36 stig og 11 stoðsendingar í fyrsta leiknum. NBA Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Ray Allen tryggði Boston Celtics 118-115 sigur á Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt og er staðan því jöfn í einvíginu, 1-1. Leikurinn fór fram í Boston eins og sá fyrsti en næstu tveir verða spilaðir í Chicago. Ray Allen skoraði sigurkörfuna tveimur sekúndum fyrir leikslok eftir sendingu frá Rajon Rondo. Allen hitti úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum í leiknum þar af komu tvær af þessum þriggja stiga körfum á síðustu 25 mínútunum. Ray Allen hitti aðeins úr 1 af 12 skotum sínum í fyrsta leiknum sem Boston tapaði í framlengingu en í nótt skoraði hann 30 stig en 28 þeirra komu í seinni hálfleik eftir að hann fékk góð ráð frá þjálfara sínum, Doc Rivers. Undir lok leiksins skiptust Ray Allen og Ben Gordon á því að setja niður mikilvæg skot en þeir voru báðir í miklu stuði í nótt. Báðir leikmennirnir koma líka frá UConn. „UConn hefur skilað af sé mörgum frábærum leikmönnum. Þegar þú spilar á móti einhverjum frá UConn þá reynir þú að fara út og gera betur en hann. Það verður einhvers konar leikur innan leiksins," sagði Ben Gordon sem skoraði 42 stig í leiknum og vann því Allen en tapaði leiknum. „Allen-Gordon skotkeppnin virtist vera orðin afar persónuleg og það var eins og þeir ætluðu að útkljá það hver væri besti UConn-leikmaðurinn frá upphafi, sagði Doc Rivers, þjálfari Boston eftir leikinn. Það voru aðrir líka að spila vel hjá Boston. Rajon Rondo var með þrefalda tvennu í leiknum (19 stig, 16 stoðsendingar, 12 fráköst), Glen Davis skoraði 26 stig, Paul Pierce var með 18 strig og Kendrick Perkins var með 16 stig og 12 fráköst. John Salmons skoraði 17 stig fyrir Chicago og Brad Miller var með 16 stig. Boston gekk mun betur að eiga við nýliðann Derrick Rose sem var „aðeins" með 10 stig og 7 stoðsendingar í þessum leik eftir að hafa verið með 36 stig og 11 stoðsendingar í fyrsta leiknum.
NBA Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira