Handbolti

Makedónar til bjargar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/Pjetur

Makedónía sá til þess að Ísland vann riðilinn sinn í undankeppni EM í handbolta eftir allt saman.

Makedónar lögðu nefnilega Norðmenn, 30-29, í Skopje í dag. Koma úrslitin nokkuð á óvart enda var ekkert undir hjá Makedónum í dag nema stoltið.

Norðmenn geta sjálfum sér um kennt en þeir leiddu í hálfleik, 10-15, og misstu leikinn úr höndum sér í síðari hálfleik.

Stigið sem Ísland fékk í Eistlandi varð því að lokum þess valdandi að Ísland vann riðilinn. Fékk 13 stig á meðan Norðmenn koma næstir með 12 stig.

Makedónar urðu svo í þriðja sæti með 9 stig.

Ísland verður því að öllum líkindum í efsta styrkleikaflokki þegar það verður dregið í riðla fyrir EM í vikunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×