Bananar og tár Brynhildur Björnsdóttir skrifar 9. október 2009 06:00 Flestir muna víst hvar þeir voru þegar Geir Haarde flutti Guðsblessunarávarpið í fyrra. Ég sat í hægindastól fyrir framan sjónvarpið heima hjá mér, komin fjörutíu vikur á leið og fór eðlilega að háskæla yfir því hvers konar Ísland það væri sem myndi taka á móti barninu mínu. Aðaláhyggjuefnið var auðvitað framtíð dætra minna, bæði fæddrar og ófæddrar. Yrði einhver heilsugæsla? Menntun? Yrði hægt að kaupa á þær almennilega kuldaskó og gefa þeim hollan mat að borða? Þetta og fjölmargt annað leitaði á hugann. En mestar áhyggjur hafði ég samt af því að ekki yrðu til bananar. Eins og þeir vita sem eiga ung börn eru bananar algjör uppistöðufæðutegund. Þegar þetta var borðaði tveggja ára dóttir mín minnst tvo banana á dag og ég vissi sem er að frá sex mánaða aldri eru bananar afar góð og æskileg fæða. Bananar eru hins vegar innfluttir um langan veg og þar sem ég sat í stólnum með kúluna út í loftið og tárin lekandi niður kinnarnar sá ég fyrir mér að viðskiptaþvinganir, einangrun og fátækt myndu koma í veg fyrir allan innflutning á þessari ofurfæðu allra barna. Á svo til sama tíma sat maður á skrifstofunni sinni, og starði niður í gólfið. Í fjórar klukkustundir gerði hann ekkert annað en að halda aftur af tárunum eftir að hafa verið sakleysislega önnum kafinn í mörg ár við að skipuleggja og fara í laxveiðiferðir, halda rándýrar risaveislur fyrir frægt og ríkt fólk og syngja sæll en illa um Dalílu í kátum hópi milljarðamæringa heimsins um borð í risasnekkju á Miðjarðarhafinu. Við sátum bæði og grétum, ég og bankastjóri Kaupthing Singer & Friedlander í London þegar fjármálakerfið okkar hrundi. Ég grét framtíð barnanna minna eftir að við fjölskyldan vorum svipt æru og auði af Samson án þess að hafa nokkurn tíma einu sinni hummað lagið um Dalílu. Hann grét snilli sína, auð og vald. Hann syrgði fallið heimsveldi, ég ávöxt. Ári síðar er enn hægt að fá banana á Íslandi. Ég er á fullu í uppeldinu og bankastjórinn er búinn að skrifa bók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Flestir muna víst hvar þeir voru þegar Geir Haarde flutti Guðsblessunarávarpið í fyrra. Ég sat í hægindastól fyrir framan sjónvarpið heima hjá mér, komin fjörutíu vikur á leið og fór eðlilega að háskæla yfir því hvers konar Ísland það væri sem myndi taka á móti barninu mínu. Aðaláhyggjuefnið var auðvitað framtíð dætra minna, bæði fæddrar og ófæddrar. Yrði einhver heilsugæsla? Menntun? Yrði hægt að kaupa á þær almennilega kuldaskó og gefa þeim hollan mat að borða? Þetta og fjölmargt annað leitaði á hugann. En mestar áhyggjur hafði ég samt af því að ekki yrðu til bananar. Eins og þeir vita sem eiga ung börn eru bananar algjör uppistöðufæðutegund. Þegar þetta var borðaði tveggja ára dóttir mín minnst tvo banana á dag og ég vissi sem er að frá sex mánaða aldri eru bananar afar góð og æskileg fæða. Bananar eru hins vegar innfluttir um langan veg og þar sem ég sat í stólnum með kúluna út í loftið og tárin lekandi niður kinnarnar sá ég fyrir mér að viðskiptaþvinganir, einangrun og fátækt myndu koma í veg fyrir allan innflutning á þessari ofurfæðu allra barna. Á svo til sama tíma sat maður á skrifstofunni sinni, og starði niður í gólfið. Í fjórar klukkustundir gerði hann ekkert annað en að halda aftur af tárunum eftir að hafa verið sakleysislega önnum kafinn í mörg ár við að skipuleggja og fara í laxveiðiferðir, halda rándýrar risaveislur fyrir frægt og ríkt fólk og syngja sæll en illa um Dalílu í kátum hópi milljarðamæringa heimsins um borð í risasnekkju á Miðjarðarhafinu. Við sátum bæði og grétum, ég og bankastjóri Kaupthing Singer & Friedlander í London þegar fjármálakerfið okkar hrundi. Ég grét framtíð barnanna minna eftir að við fjölskyldan vorum svipt æru og auði af Samson án þess að hafa nokkurn tíma einu sinni hummað lagið um Dalílu. Hann grét snilli sína, auð og vald. Hann syrgði fallið heimsveldi, ég ávöxt. Ári síðar er enn hægt að fá banana á Íslandi. Ég er á fullu í uppeldinu og bankastjórinn er búinn að skrifa bók.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar