Bananar og tár Brynhildur Björnsdóttir skrifar 9. október 2009 06:00 Flestir muna víst hvar þeir voru þegar Geir Haarde flutti Guðsblessunarávarpið í fyrra. Ég sat í hægindastól fyrir framan sjónvarpið heima hjá mér, komin fjörutíu vikur á leið og fór eðlilega að háskæla yfir því hvers konar Ísland það væri sem myndi taka á móti barninu mínu. Aðaláhyggjuefnið var auðvitað framtíð dætra minna, bæði fæddrar og ófæddrar. Yrði einhver heilsugæsla? Menntun? Yrði hægt að kaupa á þær almennilega kuldaskó og gefa þeim hollan mat að borða? Þetta og fjölmargt annað leitaði á hugann. En mestar áhyggjur hafði ég samt af því að ekki yrðu til bananar. Eins og þeir vita sem eiga ung börn eru bananar algjör uppistöðufæðutegund. Þegar þetta var borðaði tveggja ára dóttir mín minnst tvo banana á dag og ég vissi sem er að frá sex mánaða aldri eru bananar afar góð og æskileg fæða. Bananar eru hins vegar innfluttir um langan veg og þar sem ég sat í stólnum með kúluna út í loftið og tárin lekandi niður kinnarnar sá ég fyrir mér að viðskiptaþvinganir, einangrun og fátækt myndu koma í veg fyrir allan innflutning á þessari ofurfæðu allra barna. Á svo til sama tíma sat maður á skrifstofunni sinni, og starði niður í gólfið. Í fjórar klukkustundir gerði hann ekkert annað en að halda aftur af tárunum eftir að hafa verið sakleysislega önnum kafinn í mörg ár við að skipuleggja og fara í laxveiðiferðir, halda rándýrar risaveislur fyrir frægt og ríkt fólk og syngja sæll en illa um Dalílu í kátum hópi milljarðamæringa heimsins um borð í risasnekkju á Miðjarðarhafinu. Við sátum bæði og grétum, ég og bankastjóri Kaupthing Singer & Friedlander í London þegar fjármálakerfið okkar hrundi. Ég grét framtíð barnanna minna eftir að við fjölskyldan vorum svipt æru og auði af Samson án þess að hafa nokkurn tíma einu sinni hummað lagið um Dalílu. Hann grét snilli sína, auð og vald. Hann syrgði fallið heimsveldi, ég ávöxt. Ári síðar er enn hægt að fá banana á Íslandi. Ég er á fullu í uppeldinu og bankastjórinn er búinn að skrifa bók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Flestir muna víst hvar þeir voru þegar Geir Haarde flutti Guðsblessunarávarpið í fyrra. Ég sat í hægindastól fyrir framan sjónvarpið heima hjá mér, komin fjörutíu vikur á leið og fór eðlilega að háskæla yfir því hvers konar Ísland það væri sem myndi taka á móti barninu mínu. Aðaláhyggjuefnið var auðvitað framtíð dætra minna, bæði fæddrar og ófæddrar. Yrði einhver heilsugæsla? Menntun? Yrði hægt að kaupa á þær almennilega kuldaskó og gefa þeim hollan mat að borða? Þetta og fjölmargt annað leitaði á hugann. En mestar áhyggjur hafði ég samt af því að ekki yrðu til bananar. Eins og þeir vita sem eiga ung börn eru bananar algjör uppistöðufæðutegund. Þegar þetta var borðaði tveggja ára dóttir mín minnst tvo banana á dag og ég vissi sem er að frá sex mánaða aldri eru bananar afar góð og æskileg fæða. Bananar eru hins vegar innfluttir um langan veg og þar sem ég sat í stólnum með kúluna út í loftið og tárin lekandi niður kinnarnar sá ég fyrir mér að viðskiptaþvinganir, einangrun og fátækt myndu koma í veg fyrir allan innflutning á þessari ofurfæðu allra barna. Á svo til sama tíma sat maður á skrifstofunni sinni, og starði niður í gólfið. Í fjórar klukkustundir gerði hann ekkert annað en að halda aftur af tárunum eftir að hafa verið sakleysislega önnum kafinn í mörg ár við að skipuleggja og fara í laxveiðiferðir, halda rándýrar risaveislur fyrir frægt og ríkt fólk og syngja sæll en illa um Dalílu í kátum hópi milljarðamæringa heimsins um borð í risasnekkju á Miðjarðarhafinu. Við sátum bæði og grétum, ég og bankastjóri Kaupthing Singer & Friedlander í London þegar fjármálakerfið okkar hrundi. Ég grét framtíð barnanna minna eftir að við fjölskyldan vorum svipt æru og auði af Samson án þess að hafa nokkurn tíma einu sinni hummað lagið um Dalílu. Hann grét snilli sína, auð og vald. Hann syrgði fallið heimsveldi, ég ávöxt. Ári síðar er enn hægt að fá banana á Íslandi. Ég er á fullu í uppeldinu og bankastjórinn er búinn að skrifa bók.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun