Skápurinn sem Michael Jordan notaði þegar hann lék með Chicago Bulls á sínum tíma seldist í gær á þrjár milljónir króna á góðgerðauppboði sem félagið stóð fyrir.
Þessi forláta viðarskápur úr búningsklefa Bulls var einn af þrettán munum tengdum Jordan sem seldust á uppboðinu. Jordan, sem almennt er álitinn besti körfuboltamaður allra tíma, var innvígður í heiðurshöll körfuboltans á dögunum.
Alls fengust nær 15 milljónir króna fyrir hlutina á uppboðinu en þar voru m.a. áritaðar treyjur sem Jordan spilaði í þegar liðið varð meistari á árunum 1996-98.