Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. New Orleans tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með góðum útisigri á Miami í framlengdum leik 93-87.
Chris Paul var allt í öllu hjá New Orleans með 26 stig, 9 stoðsendingar og 9 fráköst, en Dwyane Wade var með 32 stig hjá Miami.
Houston heldur áfram á beinu brautinni og vann 93-83 sigur á Orlando. Rashard Lewis skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Orlando en Yao Ming var með 20 stig og 16 fráköst hjá Houston.
Los Angeles Lakers lagði Sacramento 122-104 þrátt fyrir að vera lengi í gang. Pau Gasol skoraði 26 stig og hirti 12 fráköst hjá Lakers en Spencer Hawes var með 21 stig og 16 fráköst hjá Sacramento.
Úrslitin í nótt:
Miami Heat 87-93 New Orleans Hornets
Memphis Grizzlies 93-96 Portland Trail Blazers
Toronto Raptors 110-118 Atlanta Hawks
Chicago Bulls 110-103 New York Knicks
LA Clippers 77-87 Minnesota Timberwolves
Houston Rockets 93-83 Orlando Magic
Sacramento Kings 104-122 LA Lakers
Oklahoma City 89-99 San Antonio Spurs
Charlotte Bobcats 101-98 Philadelphia 76ers