Umfjöllun: Dramatíkin alls ráðandi í Krikanum í kvöld Ómar Þorgeirsson skrifar 26. nóvember 2009 21:05 Bjarki Sigurðsson tryggði FH ótrúlegan 25-24 sigur gegn Fram í N1-deild karla í kvöld. Mynd/Vilhelm FH-ingar blönduðu sér í toppbaráttu N1-deildar karla af fullum þunga í kvöld eftir dramatískan 25-24 sigur gegn Frömurum í vægast sagt kaflaskiptum leik í Kaplakrika í kvöld en staðan var jöfn 14-14 í hálfleik. Heimamenn í FH byrjuðu leikinn af miklum krafti og útlit var fyrir að þeir myndu hreinlega keyra yfir Fram en staðan var orðin 9-3 eftir rúmar tíu mínútur og gestirnir í tómu tjóni. Þá urðu heimamenn hins vegar heldur til of værukærir bæði sóknarlega og varnarlega og héldu greinilega að þeir þyrftu ekki að hafa neitt fyrir hlutunum og gestirnir í Fram kunnu heldur betur að nýta sér það. Fram fór að spila með meira sjálfstrausti og festu en nokkru sinni til þessa í vetur og svaraði með því að skora níu mörk á móti einu marki hjá FH á rúmlega tíu mínútna leikkafla og breytti stöðunni í 10-12. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir FH-inga þá misstu þeir stórskyttuna Ólaf Guðmundsson meiddan að velli og útlitið var því ekki gott. FH náði hins vegar að bíta frá sér á lokamínútum hálfleiksins og staðan var jöfn, 14-14, þegar hálfleiksflautan gall. Sterkur varnarleikur var í fyrirrúmi hjá báðum liðum framan af seinni hálfleiknum og markvarsla öflug en minna fór fyrir sóknartilburðum. Framarar báru sig þó heldur betur að með þá Halldór Jóhann Sigfússon og Magnús Stefánsson í ágætis formi en sóknarleikur FH-inga var hreinlega í molum. Þegar tíu mínútur lifðu leiks var staðan orðin 18-22 Fram í vil og allt útlit fyrir að gestirnir myndu vinna frækinn sigur. En það reyndist heldur betur ekki verða raunin. Á ótrúlegum lokamínútum náði FH að snúa leiknum sér í vil og hirða bæði stigin sem í boði voru. Heimamenn gátu sér í lagi þakkað markverðinum Pálmari Péturssyni, sem varði 25 skot í leiknum, fyrir að stíga upp þegar mest á reyndi en hann varði meðal annars vítakast í stöðunni 23-24 og dauðafæri úr horninu í stöðunni 24-24 á lokamínútunni. Það var við hæfi að gamli refurinn Bjarki Sigurðsson innsiglaði sigurinn fyrir heimamenn úr vítakasti á lokasekúndinni en Bjarki skoraði sex mörk í leiknum og var markahæstur hjá FH ásamt Ólafi Gústafssyni. Sigurinn kom FH upp að hlið Hauka í öðru til þriðja sæti deildarinnar og gefur liðinu sjálfstraust upp á framhaldið að gera enda mikilvægt að hala inn stigin einnig þegar menn er ef til vill ekki að spila sinn besta leik. Hjá Fram var Halldór Jóhann Sigfússon markahæstur með tíu mörk en þrátt fyrir svekkjandi tap var greinilegt batamerki á leik liðsins og leikmenn voru nú að berjast hver fyrir annan. Liðið spilaði ágæta vörn lengst af í leiknum og Magnús Gunnar Erlendsson átti góðan leik í markinu og varði 23 skot.Tölfræðin:FH-Fram 25-24 (14-14) Mörk FH (skot): Bjarki Sigurðsson 6 (7/1), Ólafur Gústafsson 6 (15), Ólafur Guðmundsson 4 (7), Örn Ingi Bjarkason 3 (9), Ari Magnús Þorgeirsson 2 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Benedikt Kristinsson 1 (3), Hermann Björnsson 1 (3), Guðmundur Pedersen 1 (3/1), Pálmar Pétursson 0 (1).Varin skot: Pálmar Pétursson 25/3 (24/4, 51%) Hraðaupphlaup: 2 (Örn Ingi, Ólafur Gústafsson)Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi, Ólafur Gústafsson)Utan vallar: 8 mínúturMörk Fram (skot): Halldór Jóhann Sigfússon 10/4 (16/6), Magnús Stefánsson 6 (9), Jóhann Karl Reynisson 2 (3), Stefán Baldvin Stefánsson 2 (5), Arnar Birki Hálfdansson 2 (7/1), Andri Berg Haraldsson 2 (12).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 23/1 (25/1, 48%)Hraðaupphlaup: 4 (Stefán Baldvin 2, Magnús, Arnar Birkir)Fiskuð víti: 7 (Stefán Baldvin 3, Halldór Jóhann 2, Magnús 2)Utan vallar: 18 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira
FH-ingar blönduðu sér í toppbaráttu N1-deildar karla af fullum þunga í kvöld eftir dramatískan 25-24 sigur gegn Frömurum í vægast sagt kaflaskiptum leik í Kaplakrika í kvöld en staðan var jöfn 14-14 í hálfleik. Heimamenn í FH byrjuðu leikinn af miklum krafti og útlit var fyrir að þeir myndu hreinlega keyra yfir Fram en staðan var orðin 9-3 eftir rúmar tíu mínútur og gestirnir í tómu tjóni. Þá urðu heimamenn hins vegar heldur til of værukærir bæði sóknarlega og varnarlega og héldu greinilega að þeir þyrftu ekki að hafa neitt fyrir hlutunum og gestirnir í Fram kunnu heldur betur að nýta sér það. Fram fór að spila með meira sjálfstrausti og festu en nokkru sinni til þessa í vetur og svaraði með því að skora níu mörk á móti einu marki hjá FH á rúmlega tíu mínútna leikkafla og breytti stöðunni í 10-12. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir FH-inga þá misstu þeir stórskyttuna Ólaf Guðmundsson meiddan að velli og útlitið var því ekki gott. FH náði hins vegar að bíta frá sér á lokamínútum hálfleiksins og staðan var jöfn, 14-14, þegar hálfleiksflautan gall. Sterkur varnarleikur var í fyrirrúmi hjá báðum liðum framan af seinni hálfleiknum og markvarsla öflug en minna fór fyrir sóknartilburðum. Framarar báru sig þó heldur betur að með þá Halldór Jóhann Sigfússon og Magnús Stefánsson í ágætis formi en sóknarleikur FH-inga var hreinlega í molum. Þegar tíu mínútur lifðu leiks var staðan orðin 18-22 Fram í vil og allt útlit fyrir að gestirnir myndu vinna frækinn sigur. En það reyndist heldur betur ekki verða raunin. Á ótrúlegum lokamínútum náði FH að snúa leiknum sér í vil og hirða bæði stigin sem í boði voru. Heimamenn gátu sér í lagi þakkað markverðinum Pálmari Péturssyni, sem varði 25 skot í leiknum, fyrir að stíga upp þegar mest á reyndi en hann varði meðal annars vítakast í stöðunni 23-24 og dauðafæri úr horninu í stöðunni 24-24 á lokamínútunni. Það var við hæfi að gamli refurinn Bjarki Sigurðsson innsiglaði sigurinn fyrir heimamenn úr vítakasti á lokasekúndinni en Bjarki skoraði sex mörk í leiknum og var markahæstur hjá FH ásamt Ólafi Gústafssyni. Sigurinn kom FH upp að hlið Hauka í öðru til þriðja sæti deildarinnar og gefur liðinu sjálfstraust upp á framhaldið að gera enda mikilvægt að hala inn stigin einnig þegar menn er ef til vill ekki að spila sinn besta leik. Hjá Fram var Halldór Jóhann Sigfússon markahæstur með tíu mörk en þrátt fyrir svekkjandi tap var greinilegt batamerki á leik liðsins og leikmenn voru nú að berjast hver fyrir annan. Liðið spilaði ágæta vörn lengst af í leiknum og Magnús Gunnar Erlendsson átti góðan leik í markinu og varði 23 skot.Tölfræðin:FH-Fram 25-24 (14-14) Mörk FH (skot): Bjarki Sigurðsson 6 (7/1), Ólafur Gústafsson 6 (15), Ólafur Guðmundsson 4 (7), Örn Ingi Bjarkason 3 (9), Ari Magnús Þorgeirsson 2 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Benedikt Kristinsson 1 (3), Hermann Björnsson 1 (3), Guðmundur Pedersen 1 (3/1), Pálmar Pétursson 0 (1).Varin skot: Pálmar Pétursson 25/3 (24/4, 51%) Hraðaupphlaup: 2 (Örn Ingi, Ólafur Gústafsson)Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi, Ólafur Gústafsson)Utan vallar: 8 mínúturMörk Fram (skot): Halldór Jóhann Sigfússon 10/4 (16/6), Magnús Stefánsson 6 (9), Jóhann Karl Reynisson 2 (3), Stefán Baldvin Stefánsson 2 (5), Arnar Birki Hálfdansson 2 (7/1), Andri Berg Haraldsson 2 (12).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 23/1 (25/1, 48%)Hraðaupphlaup: 4 (Stefán Baldvin 2, Magnús, Arnar Birkir)Fiskuð víti: 7 (Stefán Baldvin 3, Halldór Jóhann 2, Magnús 2)Utan vallar: 18 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Sjá meira