Umfjöllun: Dramatíkin alls ráðandi í Krikanum í kvöld Ómar Þorgeirsson skrifar 26. nóvember 2009 21:05 Bjarki Sigurðsson tryggði FH ótrúlegan 25-24 sigur gegn Fram í N1-deild karla í kvöld. Mynd/Vilhelm FH-ingar blönduðu sér í toppbaráttu N1-deildar karla af fullum þunga í kvöld eftir dramatískan 25-24 sigur gegn Frömurum í vægast sagt kaflaskiptum leik í Kaplakrika í kvöld en staðan var jöfn 14-14 í hálfleik. Heimamenn í FH byrjuðu leikinn af miklum krafti og útlit var fyrir að þeir myndu hreinlega keyra yfir Fram en staðan var orðin 9-3 eftir rúmar tíu mínútur og gestirnir í tómu tjóni. Þá urðu heimamenn hins vegar heldur til of værukærir bæði sóknarlega og varnarlega og héldu greinilega að þeir þyrftu ekki að hafa neitt fyrir hlutunum og gestirnir í Fram kunnu heldur betur að nýta sér það. Fram fór að spila með meira sjálfstrausti og festu en nokkru sinni til þessa í vetur og svaraði með því að skora níu mörk á móti einu marki hjá FH á rúmlega tíu mínútna leikkafla og breytti stöðunni í 10-12. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir FH-inga þá misstu þeir stórskyttuna Ólaf Guðmundsson meiddan að velli og útlitið var því ekki gott. FH náði hins vegar að bíta frá sér á lokamínútum hálfleiksins og staðan var jöfn, 14-14, þegar hálfleiksflautan gall. Sterkur varnarleikur var í fyrirrúmi hjá báðum liðum framan af seinni hálfleiknum og markvarsla öflug en minna fór fyrir sóknartilburðum. Framarar báru sig þó heldur betur að með þá Halldór Jóhann Sigfússon og Magnús Stefánsson í ágætis formi en sóknarleikur FH-inga var hreinlega í molum. Þegar tíu mínútur lifðu leiks var staðan orðin 18-22 Fram í vil og allt útlit fyrir að gestirnir myndu vinna frækinn sigur. En það reyndist heldur betur ekki verða raunin. Á ótrúlegum lokamínútum náði FH að snúa leiknum sér í vil og hirða bæði stigin sem í boði voru. Heimamenn gátu sér í lagi þakkað markverðinum Pálmari Péturssyni, sem varði 25 skot í leiknum, fyrir að stíga upp þegar mest á reyndi en hann varði meðal annars vítakast í stöðunni 23-24 og dauðafæri úr horninu í stöðunni 24-24 á lokamínútunni. Það var við hæfi að gamli refurinn Bjarki Sigurðsson innsiglaði sigurinn fyrir heimamenn úr vítakasti á lokasekúndinni en Bjarki skoraði sex mörk í leiknum og var markahæstur hjá FH ásamt Ólafi Gústafssyni. Sigurinn kom FH upp að hlið Hauka í öðru til þriðja sæti deildarinnar og gefur liðinu sjálfstraust upp á framhaldið að gera enda mikilvægt að hala inn stigin einnig þegar menn er ef til vill ekki að spila sinn besta leik. Hjá Fram var Halldór Jóhann Sigfússon markahæstur með tíu mörk en þrátt fyrir svekkjandi tap var greinilegt batamerki á leik liðsins og leikmenn voru nú að berjast hver fyrir annan. Liðið spilaði ágæta vörn lengst af í leiknum og Magnús Gunnar Erlendsson átti góðan leik í markinu og varði 23 skot.Tölfræðin:FH-Fram 25-24 (14-14) Mörk FH (skot): Bjarki Sigurðsson 6 (7/1), Ólafur Gústafsson 6 (15), Ólafur Guðmundsson 4 (7), Örn Ingi Bjarkason 3 (9), Ari Magnús Þorgeirsson 2 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Benedikt Kristinsson 1 (3), Hermann Björnsson 1 (3), Guðmundur Pedersen 1 (3/1), Pálmar Pétursson 0 (1).Varin skot: Pálmar Pétursson 25/3 (24/4, 51%) Hraðaupphlaup: 2 (Örn Ingi, Ólafur Gústafsson)Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi, Ólafur Gústafsson)Utan vallar: 8 mínúturMörk Fram (skot): Halldór Jóhann Sigfússon 10/4 (16/6), Magnús Stefánsson 6 (9), Jóhann Karl Reynisson 2 (3), Stefán Baldvin Stefánsson 2 (5), Arnar Birki Hálfdansson 2 (7/1), Andri Berg Haraldsson 2 (12).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 23/1 (25/1, 48%)Hraðaupphlaup: 4 (Stefán Baldvin 2, Magnús, Arnar Birkir)Fiskuð víti: 7 (Stefán Baldvin 3, Halldór Jóhann 2, Magnús 2)Utan vallar: 18 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Sjá meira
FH-ingar blönduðu sér í toppbaráttu N1-deildar karla af fullum þunga í kvöld eftir dramatískan 25-24 sigur gegn Frömurum í vægast sagt kaflaskiptum leik í Kaplakrika í kvöld en staðan var jöfn 14-14 í hálfleik. Heimamenn í FH byrjuðu leikinn af miklum krafti og útlit var fyrir að þeir myndu hreinlega keyra yfir Fram en staðan var orðin 9-3 eftir rúmar tíu mínútur og gestirnir í tómu tjóni. Þá urðu heimamenn hins vegar heldur til of værukærir bæði sóknarlega og varnarlega og héldu greinilega að þeir þyrftu ekki að hafa neitt fyrir hlutunum og gestirnir í Fram kunnu heldur betur að nýta sér það. Fram fór að spila með meira sjálfstrausti og festu en nokkru sinni til þessa í vetur og svaraði með því að skora níu mörk á móti einu marki hjá FH á rúmlega tíu mínútna leikkafla og breytti stöðunni í 10-12. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir FH-inga þá misstu þeir stórskyttuna Ólaf Guðmundsson meiddan að velli og útlitið var því ekki gott. FH náði hins vegar að bíta frá sér á lokamínútum hálfleiksins og staðan var jöfn, 14-14, þegar hálfleiksflautan gall. Sterkur varnarleikur var í fyrirrúmi hjá báðum liðum framan af seinni hálfleiknum og markvarsla öflug en minna fór fyrir sóknartilburðum. Framarar báru sig þó heldur betur að með þá Halldór Jóhann Sigfússon og Magnús Stefánsson í ágætis formi en sóknarleikur FH-inga var hreinlega í molum. Þegar tíu mínútur lifðu leiks var staðan orðin 18-22 Fram í vil og allt útlit fyrir að gestirnir myndu vinna frækinn sigur. En það reyndist heldur betur ekki verða raunin. Á ótrúlegum lokamínútum náði FH að snúa leiknum sér í vil og hirða bæði stigin sem í boði voru. Heimamenn gátu sér í lagi þakkað markverðinum Pálmari Péturssyni, sem varði 25 skot í leiknum, fyrir að stíga upp þegar mest á reyndi en hann varði meðal annars vítakast í stöðunni 23-24 og dauðafæri úr horninu í stöðunni 24-24 á lokamínútunni. Það var við hæfi að gamli refurinn Bjarki Sigurðsson innsiglaði sigurinn fyrir heimamenn úr vítakasti á lokasekúndinni en Bjarki skoraði sex mörk í leiknum og var markahæstur hjá FH ásamt Ólafi Gústafssyni. Sigurinn kom FH upp að hlið Hauka í öðru til þriðja sæti deildarinnar og gefur liðinu sjálfstraust upp á framhaldið að gera enda mikilvægt að hala inn stigin einnig þegar menn er ef til vill ekki að spila sinn besta leik. Hjá Fram var Halldór Jóhann Sigfússon markahæstur með tíu mörk en þrátt fyrir svekkjandi tap var greinilegt batamerki á leik liðsins og leikmenn voru nú að berjast hver fyrir annan. Liðið spilaði ágæta vörn lengst af í leiknum og Magnús Gunnar Erlendsson átti góðan leik í markinu og varði 23 skot.Tölfræðin:FH-Fram 25-24 (14-14) Mörk FH (skot): Bjarki Sigurðsson 6 (7/1), Ólafur Gústafsson 6 (15), Ólafur Guðmundsson 4 (7), Örn Ingi Bjarkason 3 (9), Ari Magnús Þorgeirsson 2 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Benedikt Kristinsson 1 (3), Hermann Björnsson 1 (3), Guðmundur Pedersen 1 (3/1), Pálmar Pétursson 0 (1).Varin skot: Pálmar Pétursson 25/3 (24/4, 51%) Hraðaupphlaup: 2 (Örn Ingi, Ólafur Gústafsson)Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi, Ólafur Gústafsson)Utan vallar: 8 mínúturMörk Fram (skot): Halldór Jóhann Sigfússon 10/4 (16/6), Magnús Stefánsson 6 (9), Jóhann Karl Reynisson 2 (3), Stefán Baldvin Stefánsson 2 (5), Arnar Birki Hálfdansson 2 (7/1), Andri Berg Haraldsson 2 (12).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 23/1 (25/1, 48%)Hraðaupphlaup: 4 (Stefán Baldvin 2, Magnús, Arnar Birkir)Fiskuð víti: 7 (Stefán Baldvin 3, Halldór Jóhann 2, Magnús 2)Utan vallar: 18 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Sjá meira