Umfjöllun: Dramatíkin alls ráðandi í Krikanum í kvöld Ómar Þorgeirsson skrifar 26. nóvember 2009 21:05 Bjarki Sigurðsson tryggði FH ótrúlegan 25-24 sigur gegn Fram í N1-deild karla í kvöld. Mynd/Vilhelm FH-ingar blönduðu sér í toppbaráttu N1-deildar karla af fullum þunga í kvöld eftir dramatískan 25-24 sigur gegn Frömurum í vægast sagt kaflaskiptum leik í Kaplakrika í kvöld en staðan var jöfn 14-14 í hálfleik. Heimamenn í FH byrjuðu leikinn af miklum krafti og útlit var fyrir að þeir myndu hreinlega keyra yfir Fram en staðan var orðin 9-3 eftir rúmar tíu mínútur og gestirnir í tómu tjóni. Þá urðu heimamenn hins vegar heldur til of værukærir bæði sóknarlega og varnarlega og héldu greinilega að þeir þyrftu ekki að hafa neitt fyrir hlutunum og gestirnir í Fram kunnu heldur betur að nýta sér það. Fram fór að spila með meira sjálfstrausti og festu en nokkru sinni til þessa í vetur og svaraði með því að skora níu mörk á móti einu marki hjá FH á rúmlega tíu mínútna leikkafla og breytti stöðunni í 10-12. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir FH-inga þá misstu þeir stórskyttuna Ólaf Guðmundsson meiddan að velli og útlitið var því ekki gott. FH náði hins vegar að bíta frá sér á lokamínútum hálfleiksins og staðan var jöfn, 14-14, þegar hálfleiksflautan gall. Sterkur varnarleikur var í fyrirrúmi hjá báðum liðum framan af seinni hálfleiknum og markvarsla öflug en minna fór fyrir sóknartilburðum. Framarar báru sig þó heldur betur að með þá Halldór Jóhann Sigfússon og Magnús Stefánsson í ágætis formi en sóknarleikur FH-inga var hreinlega í molum. Þegar tíu mínútur lifðu leiks var staðan orðin 18-22 Fram í vil og allt útlit fyrir að gestirnir myndu vinna frækinn sigur. En það reyndist heldur betur ekki verða raunin. Á ótrúlegum lokamínútum náði FH að snúa leiknum sér í vil og hirða bæði stigin sem í boði voru. Heimamenn gátu sér í lagi þakkað markverðinum Pálmari Péturssyni, sem varði 25 skot í leiknum, fyrir að stíga upp þegar mest á reyndi en hann varði meðal annars vítakast í stöðunni 23-24 og dauðafæri úr horninu í stöðunni 24-24 á lokamínútunni. Það var við hæfi að gamli refurinn Bjarki Sigurðsson innsiglaði sigurinn fyrir heimamenn úr vítakasti á lokasekúndinni en Bjarki skoraði sex mörk í leiknum og var markahæstur hjá FH ásamt Ólafi Gústafssyni. Sigurinn kom FH upp að hlið Hauka í öðru til þriðja sæti deildarinnar og gefur liðinu sjálfstraust upp á framhaldið að gera enda mikilvægt að hala inn stigin einnig þegar menn er ef til vill ekki að spila sinn besta leik. Hjá Fram var Halldór Jóhann Sigfússon markahæstur með tíu mörk en þrátt fyrir svekkjandi tap var greinilegt batamerki á leik liðsins og leikmenn voru nú að berjast hver fyrir annan. Liðið spilaði ágæta vörn lengst af í leiknum og Magnús Gunnar Erlendsson átti góðan leik í markinu og varði 23 skot.Tölfræðin:FH-Fram 25-24 (14-14) Mörk FH (skot): Bjarki Sigurðsson 6 (7/1), Ólafur Gústafsson 6 (15), Ólafur Guðmundsson 4 (7), Örn Ingi Bjarkason 3 (9), Ari Magnús Þorgeirsson 2 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Benedikt Kristinsson 1 (3), Hermann Björnsson 1 (3), Guðmundur Pedersen 1 (3/1), Pálmar Pétursson 0 (1).Varin skot: Pálmar Pétursson 25/3 (24/4, 51%) Hraðaupphlaup: 2 (Örn Ingi, Ólafur Gústafsson)Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi, Ólafur Gústafsson)Utan vallar: 8 mínúturMörk Fram (skot): Halldór Jóhann Sigfússon 10/4 (16/6), Magnús Stefánsson 6 (9), Jóhann Karl Reynisson 2 (3), Stefán Baldvin Stefánsson 2 (5), Arnar Birki Hálfdansson 2 (7/1), Andri Berg Haraldsson 2 (12).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 23/1 (25/1, 48%)Hraðaupphlaup: 4 (Stefán Baldvin 2, Magnús, Arnar Birkir)Fiskuð víti: 7 (Stefán Baldvin 3, Halldór Jóhann 2, Magnús 2)Utan vallar: 18 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
FH-ingar blönduðu sér í toppbaráttu N1-deildar karla af fullum þunga í kvöld eftir dramatískan 25-24 sigur gegn Frömurum í vægast sagt kaflaskiptum leik í Kaplakrika í kvöld en staðan var jöfn 14-14 í hálfleik. Heimamenn í FH byrjuðu leikinn af miklum krafti og útlit var fyrir að þeir myndu hreinlega keyra yfir Fram en staðan var orðin 9-3 eftir rúmar tíu mínútur og gestirnir í tómu tjóni. Þá urðu heimamenn hins vegar heldur til of værukærir bæði sóknarlega og varnarlega og héldu greinilega að þeir þyrftu ekki að hafa neitt fyrir hlutunum og gestirnir í Fram kunnu heldur betur að nýta sér það. Fram fór að spila með meira sjálfstrausti og festu en nokkru sinni til þessa í vetur og svaraði með því að skora níu mörk á móti einu marki hjá FH á rúmlega tíu mínútna leikkafla og breytti stöðunni í 10-12. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir FH-inga þá misstu þeir stórskyttuna Ólaf Guðmundsson meiddan að velli og útlitið var því ekki gott. FH náði hins vegar að bíta frá sér á lokamínútum hálfleiksins og staðan var jöfn, 14-14, þegar hálfleiksflautan gall. Sterkur varnarleikur var í fyrirrúmi hjá báðum liðum framan af seinni hálfleiknum og markvarsla öflug en minna fór fyrir sóknartilburðum. Framarar báru sig þó heldur betur að með þá Halldór Jóhann Sigfússon og Magnús Stefánsson í ágætis formi en sóknarleikur FH-inga var hreinlega í molum. Þegar tíu mínútur lifðu leiks var staðan orðin 18-22 Fram í vil og allt útlit fyrir að gestirnir myndu vinna frækinn sigur. En það reyndist heldur betur ekki verða raunin. Á ótrúlegum lokamínútum náði FH að snúa leiknum sér í vil og hirða bæði stigin sem í boði voru. Heimamenn gátu sér í lagi þakkað markverðinum Pálmari Péturssyni, sem varði 25 skot í leiknum, fyrir að stíga upp þegar mest á reyndi en hann varði meðal annars vítakast í stöðunni 23-24 og dauðafæri úr horninu í stöðunni 24-24 á lokamínútunni. Það var við hæfi að gamli refurinn Bjarki Sigurðsson innsiglaði sigurinn fyrir heimamenn úr vítakasti á lokasekúndinni en Bjarki skoraði sex mörk í leiknum og var markahæstur hjá FH ásamt Ólafi Gústafssyni. Sigurinn kom FH upp að hlið Hauka í öðru til þriðja sæti deildarinnar og gefur liðinu sjálfstraust upp á framhaldið að gera enda mikilvægt að hala inn stigin einnig þegar menn er ef til vill ekki að spila sinn besta leik. Hjá Fram var Halldór Jóhann Sigfússon markahæstur með tíu mörk en þrátt fyrir svekkjandi tap var greinilegt batamerki á leik liðsins og leikmenn voru nú að berjast hver fyrir annan. Liðið spilaði ágæta vörn lengst af í leiknum og Magnús Gunnar Erlendsson átti góðan leik í markinu og varði 23 skot.Tölfræðin:FH-Fram 25-24 (14-14) Mörk FH (skot): Bjarki Sigurðsson 6 (7/1), Ólafur Gústafsson 6 (15), Ólafur Guðmundsson 4 (7), Örn Ingi Bjarkason 3 (9), Ari Magnús Þorgeirsson 2 (5), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (1), Benedikt Kristinsson 1 (3), Hermann Björnsson 1 (3), Guðmundur Pedersen 1 (3/1), Pálmar Pétursson 0 (1).Varin skot: Pálmar Pétursson 25/3 (24/4, 51%) Hraðaupphlaup: 2 (Örn Ingi, Ólafur Gústafsson)Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi, Ólafur Gústafsson)Utan vallar: 8 mínúturMörk Fram (skot): Halldór Jóhann Sigfússon 10/4 (16/6), Magnús Stefánsson 6 (9), Jóhann Karl Reynisson 2 (3), Stefán Baldvin Stefánsson 2 (5), Arnar Birki Hálfdansson 2 (7/1), Andri Berg Haraldsson 2 (12).Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 23/1 (25/1, 48%)Hraðaupphlaup: 4 (Stefán Baldvin 2, Magnús, Arnar Birkir)Fiskuð víti: 7 (Stefán Baldvin 3, Halldór Jóhann 2, Magnús 2)Utan vallar: 18 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira