Rökþrota Illugi Árni Finnsson skrifar 16. mars 2009 06:00 Árni Finnsson skrifar um loftslagsmál Rökþrota stjórnmálamenn vísa gjarnan í þjóðarhagsmuni – eins og rétt þjóðarinnar til að nýta eigin auðlindir – án frekari skýringa eða rökstuðnings; fyllast þjóðrembingi. Það gerði Illugi Gunnarsson í grein hér í Fréttablaðinu mánudaginn 9. mars. Til skamms tíma var Illugi helsti talsmaður efasemdarmanna um að loftslagsbreytingar væru raunverulegar – efaðist um að þær ættu sér stað og að kenningar þar að lútandi byggðu á traustum vísindum. Ásamt Hannesi Hólmsteini vísaði Illugi gjarnan í fullyrðingar þeirra „fræðimanna“ sem hafa verið á mála hjá kola- eða olíuiðnaðinum í Bandaríkjunum. Það þóttu honum traust vísindi. Umrædd grein Illuga er enn eitt dæmi um fávísi hans í umhverfismálum. Illugi ætti að vita að Ísland er aðili að EES-samningnum, að viðskiptakerfi ESB fyrir losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda er hluti þess samnings og að losun vegna álframleiðslu mun falla undir viðskiptakerfið frá og með 1. janúar 2013. Með öðrum orðum: Sértæk undanþága fyrir áliðnað á Íslandi jafngildir í raun kröfu um uppsögn EES-samningsins. Vill Illugi það? Kosningar nálgast og stjórnmálamenn freistast til þess að skruma fyrir lýðnum, gegn betri vitund. Nýlegt dæmi um það er stuðningur Framsóknarflokksins við hvalveiðar rúmri viku eftir að flokkurinn samþykkti að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Þingmenn þess flokks og formaður vita mæta vel að verði hvalveiðar stundaðar hér við land mun Evrópusambandið ekki fallast á samning um aðild Íslands. Illugi reynir líkt og hvalveiðisinnarnir að tengja málstað sinn fullveldisrétti landsins en á fölskum forsendum því innan EES-samningsins hefur Ísland tryggt fullveldi sitt með því að deila því með öðrum þjóðum. Honum væri nær að gera kjósendum sínum grein fyrir andstöðu sinni við EES-samninginn – ef það er málið. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Árni Finnsson skrifar um loftslagsmál Rökþrota stjórnmálamenn vísa gjarnan í þjóðarhagsmuni – eins og rétt þjóðarinnar til að nýta eigin auðlindir – án frekari skýringa eða rökstuðnings; fyllast þjóðrembingi. Það gerði Illugi Gunnarsson í grein hér í Fréttablaðinu mánudaginn 9. mars. Til skamms tíma var Illugi helsti talsmaður efasemdarmanna um að loftslagsbreytingar væru raunverulegar – efaðist um að þær ættu sér stað og að kenningar þar að lútandi byggðu á traustum vísindum. Ásamt Hannesi Hólmsteini vísaði Illugi gjarnan í fullyrðingar þeirra „fræðimanna“ sem hafa verið á mála hjá kola- eða olíuiðnaðinum í Bandaríkjunum. Það þóttu honum traust vísindi. Umrædd grein Illuga er enn eitt dæmi um fávísi hans í umhverfismálum. Illugi ætti að vita að Ísland er aðili að EES-samningnum, að viðskiptakerfi ESB fyrir losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda er hluti þess samnings og að losun vegna álframleiðslu mun falla undir viðskiptakerfið frá og með 1. janúar 2013. Með öðrum orðum: Sértæk undanþága fyrir áliðnað á Íslandi jafngildir í raun kröfu um uppsögn EES-samningsins. Vill Illugi það? Kosningar nálgast og stjórnmálamenn freistast til þess að skruma fyrir lýðnum, gegn betri vitund. Nýlegt dæmi um það er stuðningur Framsóknarflokksins við hvalveiðar rúmri viku eftir að flokkurinn samþykkti að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu. Þingmenn þess flokks og formaður vita mæta vel að verði hvalveiðar stundaðar hér við land mun Evrópusambandið ekki fallast á samning um aðild Íslands. Illugi reynir líkt og hvalveiðisinnarnir að tengja málstað sinn fullveldisrétti landsins en á fölskum forsendum því innan EES-samningsins hefur Ísland tryggt fullveldi sitt með því að deila því með öðrum þjóðum. Honum væri nær að gera kjósendum sínum grein fyrir andstöðu sinni við EES-samninginn – ef það er málið. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun