San Antonio Spurs gekk í gær frá félagsskiptum Antonio McDyess frá Detroit Pistons á frjálsri sölu en hann er annar leikmaðurinn á skömmum tíma til þess að yfirgefa Pistons þar sem Rasheed Wallace fór á dögunum til Boston Celtics.
Þrátt fyrir að vera 34 ára gamall var McDyess einn eftirsóttasti leikmaðurinn sem var fáanlegur á sumar og Spurs því sáttir með að fá sinn mann en félagið reyndi líka að fá Wallace en varð að láta í minni pokann fyrir Celtics.
McDyess er ætlað að styðja við bakið á stjörnumiðherjanum Tim Duncan hjá Spurs en félagið hefur unnið fjóra NBA titla með Duncan í aðalhlutverki.