Síðari umferðin í Iceland Express deild karla í körfubolta fer af stað í kvöld með þremur leikjum og þá er einn leikur í kvennaflokki.
Lokaleikurinn í 12. umferð kvenna fer fram í Grafarvogi þar sem botnlið Fjölnis tekur á móti toppliði Hauka klukkan 19:15.
Í karlaflokki hefjast leikirnir einnig klukkan 19:15 en þar taka Þórsarar á móti Keflvíkingum á Akureyri, Skallagrímur fær Breiðablik í heimsókn og þá eigast við Stjarnan og Grindavík í Ásgarði í Garðabæ.