Hvað skiptir máli? Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 14. desember 2009 06:00 Starfs- og launaumhverfi borgarfulltrúa er með þeim hætti að draga má í efa að þunginn í starfi borgarfulltrúa sé í eðlilegu samhengi við það sem þeir eru kjörnir til að gera. Í hnotskurn helgast þetta af því að greiðslur fyrir setu í fagráðum, m.a. menntaráði eða velferðarráði, eru minni en greiðslur fyrir stjórnarsetu í fyrirtækjum borgarinnar. Í þessu felast alvarlegar brotalamir sem eiga rætur sínar að rekja til stjórnkerfisbreytinga R-listans sáluga og vekja spurningar um til hvaða verka borgarfulltrúar eru kjörnir, hvaða verkefnum þeir sinna og hvernig þeim eru greidd laun. Fimmtán borgarfulltrúar stýra borginni með setu í ráðum borgarinnar auk setu í stjórnum þeirra fyrirtækja og stofnana sem borgin ber ábyrgð á. Fagráðin eru tíu talsins og mynda kjarna um vinnu borgarfulltrúa, þ.e.a.s. þau verkefni sem flestir borgarbúar hafa í huga þegar þeir velja sér borgarfulltrúa í kosningum. Undir fagráðin falla umhverfis- og samgöngumál, skólamál, velferðarmál og fleira Sjálf borgarstjórn tekur lokaákvarðanir og þar ræða borgarfulltrúar ákvarðanir í ráðum og fylgja málum úr hlaði. Þessu til viðbótar sitja borgarfulltrúar í ýmsum stjórnum fyrirtækja og stofnana borgarinnar. Þær eru fjölmargar, m.a. stjórnir Orkuveitunnar, Faxaflóahafna, Strætó, hjúkrunarheimila og skíðasvæða. Helsti munurinn á fagráðum og stjórnum er sá að skatttekjur borgarinnar fara beint í rekstur sem fellur undir fagráðin en starfsemi sem fellur undir stjórnir á að standa að mestu leyti undir sér. Stjórnkerfi borgarinnar var umturnað 2005 undir forystu Dags B. Eggertssonar. Gamla skipulag borgarinnar var lagt af og heiti eins og borgarritari, borgarverkfræðingur og menningarstjóri voru aflögð. Á móti urðu til svið og sviðsstjórar sem mynda núverandi skipulag. Breytingin fól í sér að fjölga í fagráðum úr 3-5 fulltrúum í 7 fulltrúa. Þetta þýðir að sjötíu kjörnir fulltrúar og sjötíu til vara eru kjörnir í fagráð en einnig sitja hvern fund starfsmenn og áheyrnarfulltrúar og sitja þar af leiðandi allt upp í tuttugu manns fundi. Þá eru ótaldir fulltrúar í stjórnum. Tilgangur breytinganna var meðal annars betri nýting fjármuna og jafnari laun borgarfulltrúa. Því átti að ná fram með því að setja þak á fjölda fagráða sem borgarfulltrúi gat fengið greitt fyrir. Reglan er sú að borgarfulltrúar eiga að sitja í tveimur fagráðum til að halda fullum launum og hækka ekki ef þeir setjast í fleiri fagráð (til dæmis í það þriðja). Eins er aðeins greitt álag fyrir formennsku í einu ráði. Þetta átti að tryggja að einstakir borgarfulltrúar gætu ekki raðað á sig nefndum og fengið greitt meira en aðrir. Reynslan sýnir að vandamálið hvarf ekki heldur færðist til. Í flestum stjórnum utan fagráða er nefnilega greitt sérstaklega fyrir stjórnarsetu og er í sumum tilfellum um umtalsverðar upphæðir að ræða. Breytingarnar hafa því haft þau áhrif að stjórnkerfið hvetur borgarfulltrúa til að sinna verkefnum að lágmarki í fagráðum en sækja viðbótarlaun í stjórnum utan ráðhússins. Annað markmið með stjórnkerfisbreytingunum var að auka lýðræðislega stjórnunarhætti. Af framansögðu má ráða að þessu markmiði hafi heldur ekki verið náð. Þróunin hefur þau áhrif að inni í borgarstjórn eru afar fáir fulltrúar til að tala máli fagráða borgarinnar. Kjörnum fulltrúum í fagráðum hefur fækkað mjög hlutfallslega enda erfitt að raða fimmtán manna borgarstjórn í sjötíu sæti fagráða. Til dæmis var ég sem formaður í umhverfis- og samgönguráði eini borgarfulltrúinn í ráðinu. Þetta á við um fleiri fagráð. Í stjórn Faxaflóahafna eru hins vegar fjórir af fimm stjórnarmönnum borgarfulltrúar. Staðan er því sú að fagráðin, sem eru grunnhluti þeirrar vinnu sem borgarfulltrúar eiga að inna af hendi, líða fyrir skipulagið. Þetta er afleitt og er ekki til að auka lýðræðislega umræðu eins og var markmiðið. Það er mikilvægt að ræða ókosti stjórnkerfisbreytinga borgarinnar út frá siðferðislegu og fjárhagslegu sjónarmiði. Í núverandi fyrirkomulagi felst óhagræði sem verður að laga þar sem það getur ekki verið borgarbúum í hag að borgarfulltrúar hafi sterka fjárhagslega hagsmuni af því að leita í önnur verkefni en þau sem koma borgarbúum mest við. Núverandi fyrirkomulag leiðir til þess að margir borgarfulltrúar hafa of mikið af verkefnum á sinni könnu sem tengjast ekki fagráðunum og þeim verkefnum sem þeir voru kosnir til að sinna. Umræðan um fjölgun borgarfulltrúa er vissulega þörf í þessu samhengi en ekki fyrr en búið er að vinna markvisst að breytingum á núverandi stjórnkerfi þar sem lagt er upp með að kjörnir fulltrúar sinni sem best forgangsverkefnum borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Starfs- og launaumhverfi borgarfulltrúa er með þeim hætti að draga má í efa að þunginn í starfi borgarfulltrúa sé í eðlilegu samhengi við það sem þeir eru kjörnir til að gera. Í hnotskurn helgast þetta af því að greiðslur fyrir setu í fagráðum, m.a. menntaráði eða velferðarráði, eru minni en greiðslur fyrir stjórnarsetu í fyrirtækjum borgarinnar. Í þessu felast alvarlegar brotalamir sem eiga rætur sínar að rekja til stjórnkerfisbreytinga R-listans sáluga og vekja spurningar um til hvaða verka borgarfulltrúar eru kjörnir, hvaða verkefnum þeir sinna og hvernig þeim eru greidd laun. Fimmtán borgarfulltrúar stýra borginni með setu í ráðum borgarinnar auk setu í stjórnum þeirra fyrirtækja og stofnana sem borgin ber ábyrgð á. Fagráðin eru tíu talsins og mynda kjarna um vinnu borgarfulltrúa, þ.e.a.s. þau verkefni sem flestir borgarbúar hafa í huga þegar þeir velja sér borgarfulltrúa í kosningum. Undir fagráðin falla umhverfis- og samgöngumál, skólamál, velferðarmál og fleira Sjálf borgarstjórn tekur lokaákvarðanir og þar ræða borgarfulltrúar ákvarðanir í ráðum og fylgja málum úr hlaði. Þessu til viðbótar sitja borgarfulltrúar í ýmsum stjórnum fyrirtækja og stofnana borgarinnar. Þær eru fjölmargar, m.a. stjórnir Orkuveitunnar, Faxaflóahafna, Strætó, hjúkrunarheimila og skíðasvæða. Helsti munurinn á fagráðum og stjórnum er sá að skatttekjur borgarinnar fara beint í rekstur sem fellur undir fagráðin en starfsemi sem fellur undir stjórnir á að standa að mestu leyti undir sér. Stjórnkerfi borgarinnar var umturnað 2005 undir forystu Dags B. Eggertssonar. Gamla skipulag borgarinnar var lagt af og heiti eins og borgarritari, borgarverkfræðingur og menningarstjóri voru aflögð. Á móti urðu til svið og sviðsstjórar sem mynda núverandi skipulag. Breytingin fól í sér að fjölga í fagráðum úr 3-5 fulltrúum í 7 fulltrúa. Þetta þýðir að sjötíu kjörnir fulltrúar og sjötíu til vara eru kjörnir í fagráð en einnig sitja hvern fund starfsmenn og áheyrnarfulltrúar og sitja þar af leiðandi allt upp í tuttugu manns fundi. Þá eru ótaldir fulltrúar í stjórnum. Tilgangur breytinganna var meðal annars betri nýting fjármuna og jafnari laun borgarfulltrúa. Því átti að ná fram með því að setja þak á fjölda fagráða sem borgarfulltrúi gat fengið greitt fyrir. Reglan er sú að borgarfulltrúar eiga að sitja í tveimur fagráðum til að halda fullum launum og hækka ekki ef þeir setjast í fleiri fagráð (til dæmis í það þriðja). Eins er aðeins greitt álag fyrir formennsku í einu ráði. Þetta átti að tryggja að einstakir borgarfulltrúar gætu ekki raðað á sig nefndum og fengið greitt meira en aðrir. Reynslan sýnir að vandamálið hvarf ekki heldur færðist til. Í flestum stjórnum utan fagráða er nefnilega greitt sérstaklega fyrir stjórnarsetu og er í sumum tilfellum um umtalsverðar upphæðir að ræða. Breytingarnar hafa því haft þau áhrif að stjórnkerfið hvetur borgarfulltrúa til að sinna verkefnum að lágmarki í fagráðum en sækja viðbótarlaun í stjórnum utan ráðhússins. Annað markmið með stjórnkerfisbreytingunum var að auka lýðræðislega stjórnunarhætti. Af framansögðu má ráða að þessu markmiði hafi heldur ekki verið náð. Þróunin hefur þau áhrif að inni í borgarstjórn eru afar fáir fulltrúar til að tala máli fagráða borgarinnar. Kjörnum fulltrúum í fagráðum hefur fækkað mjög hlutfallslega enda erfitt að raða fimmtán manna borgarstjórn í sjötíu sæti fagráða. Til dæmis var ég sem formaður í umhverfis- og samgönguráði eini borgarfulltrúinn í ráðinu. Þetta á við um fleiri fagráð. Í stjórn Faxaflóahafna eru hins vegar fjórir af fimm stjórnarmönnum borgarfulltrúar. Staðan er því sú að fagráðin, sem eru grunnhluti þeirrar vinnu sem borgarfulltrúar eiga að inna af hendi, líða fyrir skipulagið. Þetta er afleitt og er ekki til að auka lýðræðislega umræðu eins og var markmiðið. Það er mikilvægt að ræða ókosti stjórnkerfisbreytinga borgarinnar út frá siðferðislegu og fjárhagslegu sjónarmiði. Í núverandi fyrirkomulagi felst óhagræði sem verður að laga þar sem það getur ekki verið borgarbúum í hag að borgarfulltrúar hafi sterka fjárhagslega hagsmuni af því að leita í önnur verkefni en þau sem koma borgarbúum mest við. Núverandi fyrirkomulag leiðir til þess að margir borgarfulltrúar hafa of mikið af verkefnum á sinni könnu sem tengjast ekki fagráðunum og þeim verkefnum sem þeir voru kosnir til að sinna. Umræðan um fjölgun borgarfulltrúa er vissulega þörf í þessu samhengi en ekki fyrr en búið er að vinna markvisst að breytingum á núverandi stjórnkerfi þar sem lagt er upp með að kjörnir fulltrúar sinni sem best forgangsverkefnum borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun