Handbolti

Ótrúleg óheppni: Sleit hásin daginn fyrir HM í Kína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lærke Møller í leik með danska landsliðinu.
Lærke Møller í leik með danska landsliðinu. Mynd/AFP

Lærke Møller, leikstjórnandi danska kvennalandsliðsins í handbolta, verður ekki með liðinu á HM í Kína, eftir að hún varð fyrir því óláni að slíta hásin á æfingu daginn fyrir HM í Kína. Møller er aðeins tvítug og spilar með danska liðinu Midtjylland.

„Þetta er mikið áfall og allt liðið er í sjokki. Við finnum mikið til með Lærke, við vissum að hún átti í vandræðum með hásinina sína en við bjuggumst aldrei við einhverju eins og þessu," sagði Jan Pytlick, þjálfari danska landsliðsins.

„Lærke er algjörlega niðurbrotin því hún hafði hlakkað mikið til að keppa á HM. Hún var í besta formi lífsins og ætlaði sér stóra hluti með danska liðinu. Þetta er fyrstu stóru meiðslin hennar en hún reynir að líta á björtu hliðarnar," sagði Karsten Winther, faðir Lærke.

Lærke Møller missir ekki bara af HM því hún verður líklega frá í níu til tólf mánuði og á því líka á hættu að missa af næstu EM sem fer fram í Danmörku og Noregi eftir ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×