KR aftur á beinu brautina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2009 21:00 Helgi Már Magnússon og Jason Dourisseau voru stigahæstir hjá KR í kvöld. Mynd/Vilhelm KR hefndi í kvöld ófaranna frá bikarúrslitaleiknum er liðið lagði Stjörnunna í Iceland Express deild karla, 116-87. KR hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum fyrir leikinn í kvöld. Fyrst tapaði KR fyrir Grindavík á útivelli í deildinni og svo fyrir Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Fram að því hafði KR unnið alla sína leiki á tímabilinu. Tveir aðrir leikir fóru fram í deildinni í kvöld. Skallagrímur vann sinn annan leik á tímabilinu er liðið lagði Tindastól, 85-81. Þá vann Njarðvík sigur á Þór á Akureyri, 84-79. Eftir nokkuð jafnan fyrsta leikhluta tóku KR-ingar öll völd í leiknum. Staðan í hálfleik var 59-37 fyrir KR og svo 89-54 eftir þriðja leikhluta. Jason Dourisseau og Helgi Már Magnússon skoruðu sextán stig hvor en Dourisseau tók tíu fráköst þar að auki. JKón Arnór Stefánsson skoraði fjórtán stig en sjö KR-ingar skoruðu meira en tíu stig í leiknum. Justin Shouse skoraði 20 stig fyrir Stjörnuna og gaf tíu stoðsendingar. Jovan Zdravevski var þó stigahæstur með 30 stig og níu fráköst. Það var mikið jafnræði með liðunum í Borgarnesi í kvöld en staðan í hálfleik var 41-39, Tindastóli í vil. Staðan var jöfn, 79-79, þegar skammt var til leiksloka en Skallagrímur komst í fjögurra stiga forystu er Sigurður Þórarinsson skoraði svokallaða Alley-oop körfu eftir sendingu frá Landon Quick. Þá voru átta sekúndur til leiksloka og sigurinn tryggður. S Davíðsson skoraði 26 stig fyrir Skallagrím og þeir Landon Quick, Igor Beljanski og Sigurður Þórarinsson nítján hver. Þráinn Ásbjörnsson skoraði svo tvö stig fyrir Skallagrím og eru þá stig Borgnesinga upptalin. Hjá Tindastóli var Friðrik Hreinsson stigahæstur með 20 stig og Svavar Atli Birgisson kom næstur með nítján. Þórsarar voru með þrettán stiga forystu í hálfleik gegn Njarðvík, 50-37, en skoruðu svo ekki nema níu stig í þriðja leikhlutanum. Njarðvík náði þá að jafna metin og tryggja sér nokkuð öruggan sigur í fjórða leikhluta. Heath Sitton skoraði 25 stig og tók tíu fráköst fyrir Njarðvík. Magnús Þór Gunnarsson kom næstur með 20. Hjá Þór var Konrad Tota stigahæstur með 21 stig og tíu fráköst. Jón Orri Kristjánsson skoraði átján stig og tók einnig tíu fráköst. KR er sem fyrr á toppi deildarinnar með 34 stig, fjórum meira en Grindavík sem á leik til góða. Njarðvík er í fimmta sæti með 20 stig og Stjarnan í því sjötta með sextán. Tindastóll er í níunda stæi með tólf stig og Skallagrímur á botninum með fjögur. Dominos-deild karla Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Sjá meira
KR hefndi í kvöld ófaranna frá bikarúrslitaleiknum er liðið lagði Stjörnunna í Iceland Express deild karla, 116-87. KR hafði tapað síðustu tveimur leikjum sínum fyrir leikinn í kvöld. Fyrst tapaði KR fyrir Grindavík á útivelli í deildinni og svo fyrir Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum. Fram að því hafði KR unnið alla sína leiki á tímabilinu. Tveir aðrir leikir fóru fram í deildinni í kvöld. Skallagrímur vann sinn annan leik á tímabilinu er liðið lagði Tindastól, 85-81. Þá vann Njarðvík sigur á Þór á Akureyri, 84-79. Eftir nokkuð jafnan fyrsta leikhluta tóku KR-ingar öll völd í leiknum. Staðan í hálfleik var 59-37 fyrir KR og svo 89-54 eftir þriðja leikhluta. Jason Dourisseau og Helgi Már Magnússon skoruðu sextán stig hvor en Dourisseau tók tíu fráköst þar að auki. JKón Arnór Stefánsson skoraði fjórtán stig en sjö KR-ingar skoruðu meira en tíu stig í leiknum. Justin Shouse skoraði 20 stig fyrir Stjörnuna og gaf tíu stoðsendingar. Jovan Zdravevski var þó stigahæstur með 30 stig og níu fráköst. Það var mikið jafnræði með liðunum í Borgarnesi í kvöld en staðan í hálfleik var 41-39, Tindastóli í vil. Staðan var jöfn, 79-79, þegar skammt var til leiksloka en Skallagrímur komst í fjögurra stiga forystu er Sigurður Þórarinsson skoraði svokallaða Alley-oop körfu eftir sendingu frá Landon Quick. Þá voru átta sekúndur til leiksloka og sigurinn tryggður. S Davíðsson skoraði 26 stig fyrir Skallagrím og þeir Landon Quick, Igor Beljanski og Sigurður Þórarinsson nítján hver. Þráinn Ásbjörnsson skoraði svo tvö stig fyrir Skallagrím og eru þá stig Borgnesinga upptalin. Hjá Tindastóli var Friðrik Hreinsson stigahæstur með 20 stig og Svavar Atli Birgisson kom næstur með nítján. Þórsarar voru með þrettán stiga forystu í hálfleik gegn Njarðvík, 50-37, en skoruðu svo ekki nema níu stig í þriðja leikhlutanum. Njarðvík náði þá að jafna metin og tryggja sér nokkuð öruggan sigur í fjórða leikhluta. Heath Sitton skoraði 25 stig og tók tíu fráköst fyrir Njarðvík. Magnús Þór Gunnarsson kom næstur með 20. Hjá Þór var Konrad Tota stigahæstur með 21 stig og tíu fráköst. Jón Orri Kristjánsson skoraði átján stig og tók einnig tíu fráköst. KR er sem fyrr á toppi deildarinnar með 34 stig, fjórum meira en Grindavík sem á leik til góða. Njarðvík er í fimmta sæti með 20 stig og Stjarnan í því sjötta með sextán. Tindastóll er í níunda stæi með tólf stig og Skallagrímur á botninum með fjögur.
Dominos-deild karla Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Sjá meira