Umboðsmaður hins 36 ára gamla Grant Hill hefur staðfest að leikmaðurinn verði áfram hjá Phoenix Suns þrátt fyrir áhuga liða á borð við Boston Celtics og New York Knicks en hann framlengir samning sinn um eitt ár.
Ferill Hill hin síðari ár hefur verið ein sorgarsaga út í gegn þar sem leikmaðurinn hefur þurft að glíma við meiðsli eftir meiðsli en hann vonast til þess að byggja ofan á síðasta tímabil með Suns þar sem hann lék alla 82 leiki liðsins í deildarkeppninni, en Suns komst ekki í úrslitakeppnina.
„Hill finnst hann eiga óklárað verk hjá Suns og hann vill þakka félaginu fyrir að hafa trú á sér," segir umboðsmaðurinn Lon Babby.