Paul Pierce náði merkum áfanga í nótt þegar hann skoraði 16 stig fyrir Boston í tapi liðsins gegn Orlando í NBA deildinni.
Pierce varð þriðji stigahæsti leikmaður í sögu Boston þegar hann setti niður tvö víti í fjórða leikhlutanum. Hann tók fram úr "Höfðingjanum" Robert Parish sem skoraði 18,245 stig fyrir Boston á sínum tíma, en Pierce er nú kominn með 18,248 stig.
Aðeins John Havlicek og Larry Bird hafa skorað fleiri stig en Pierce í sögu þessa sigursælasta félags NBA deildarinnar og því er Pierce kominn í sannkallaðan úrvalshóp.
Pierce varð NBA meistari með Boston í fyrsta sinn á ferlinum síðasta sumar, en ef það hefði ekki tekist, væri hann eini leikmaðurinn á lista tíu stigahæstu leikmanna í sögu Boston sem ekki hefði unnið titil með liðinu.
Boston vann sautjánda meistaratitilinn í sögu félagsins í fyrra.
Stigahæstu leikmenn í sögu Boston Celtics:
1. John Havlicek - 26,395 stig
2. Larry Bird - 21,791
3. Paul Pierce - 18,248
4. Robert Parish - 18,245
5. Kevin McHale - 17,335
6. Bob Cousy - 16,955
7. Sam Jones - 15,411
8. Paul Pierce -15,375
9. Bill Russell -14,522
10. Dave Cowens - 13,192