Jón Arnór Stefánsson verður ekkert með spænska liðinu CB Granada eftir að hafa meiðst illa á baki í æfingaleik á móti Kihmki frá Úkraínu í gærkvöldi.
Jón Arnór lenti illa og er óvíst hvort hryggjaliðir séu brákaðir en áætlað er að hann verði frá í 3-4 mánuði. Þetta kemur fram á heimasíðu KR-inga.
Læknir Granadaliðsins skoðaði Jón Arnór strax og sendi hann síðan í frekar rannsóknir og myndatöku á spítala.