Bandaríska flugfélagið American Airlines ætlar minnka sætaframboð sitt í innanlandsflugi um 11 til 12 prósent á þessu ári vegna verðhækkana á eldsneyti.
Búist er við að farþegum fækki stórlega miðað við það sem gert var ráð fyrir í sumaráætlun félagsins.
Flugfélögin tala um að ekki hafi orðið annar eins samdráttur í flugi síðan farþegatölur hröpuðu fyrstu misserin eftir hryðjuverkaárásina 11. september árið 2001.