Körfubolti

Doug Collins tekur aftur við Chicago Bulls

Doug Collins þjálfaði Michael Jordan hjá Washington árið 2002
Doug Collins þjálfaði Michael Jordan hjá Washington árið 2002 NordcPhotos/GettyImages

Forráðamenn Chicago Bulls í NBA deildinni hafa gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara og réðu til sín gamlan kunningja, Doug Collins. Sá þjálfaði liðið á fyrstu árum Michael Jordan í deildinni fyrir 20 árum síðan.

Collins þjálfaði Michael Jordan líka þegar hann tók skóna fram að nýju árið 2002 með Washington Wizards, en hann þjálfaði líka Detroit Pistons um tíma.

Collins hefur starfað sem sjónvarpsmaður á TNT undanfarin ár og er einn allra besti leikrýnirinn í bransanum.

Þjálfaranum verður fengið að reisa lið Chicago við eftir dapurt gengi á síðustu leiktíð, en hann getur huggað sig við að liðið á fyrsta valrétt í nýliðavalinu í sumar.

Collins hefur hingað til náð að snúa við gengi liða sem hann hefur tekið við, en Chicago bætti sig um 10 sigurleiki árið eftir að hann tók við því á sínum tíma og bæði lið Detroit og Washington bættu sig um 18 sigurleiki þegar hann tók við.

Collins sagði fyrir skömmu að hann hefði engan áhuga á að þjálfa aftur, en gott samband hans við forseta og forráðamenn Bulls hefur væntanlega haft mikið að segja um ákvörðun hans að þessu sinni.

Hann þjálfaði Chicago á árunum 1986-89, en var rekinn þrátt fyrir að koma liðinu í úrslit Austurdeildarinnar. Það var svo Phil Jackson sem tók við af Collins hjá Chicago árið 1989 og hann stýrði liðinu til sex meistaratitla til ársins 1998. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×