Á miðvikudag heldur íslenska körfuboltalandsliðið til Írlands og tekur þar þátt í Emerald Hoops æfingamótinu. Er það liður í undirbúningi fyrir leiki í undakeppni EM sem verða í sptember.
Fjögur lið taka þátt í æfingamótinu þar sem Ísland mætir Írlandi, Póllandi og Notre-Dame háskólaliðinu.
Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari, og Guðjón Skúlason aðstoðarmaður hans hafa gert nokkrar breytingar á liðinu sem lék tvo æfingaleiki gegn Litháen í júní. Jón Arnór Stefánsson, Friðrik Stefánsson og Fannar Ólafsson koma inn í stað þeirra Harðar Axels Vilhjálmssonar, Finns Magnússonar og Jóhanns Ólafssonar.
Liðið er þannig skipað:
Fannar Ólafsson
Friðrik Stefánsson
Sigurður Þorsteinsson
Helgi Magnússon
Hlynur Bæringsson
Sigurður Þorvaldsson
Logi Gunnarsson
Jón Arnór Stefánsson
Jakob Örn Sigurðarson
Páll Axel Vilbergsson
Magnús Þór Gunnarsson
Sveinbjörn Claessen