Flugræningi í vinnu hjá British Airways Óli Tynes skrifar 16. maí 2008 14:03 British Airways, með flugræningja í vinnu. Lögreglumenn á Heathrow flugvelli urðu meira en lítið undrandi þegar ökumaður bifreiðar sem þeir stöðvuðu reyndist vera starfsmaður hjá British Airways, og fyrrverandi flugræningi. Nazamuddin Mohammiddy er einn átta Afgana sem rændu þotu í innanlandsflugi í Afganistan fyrir átta árum. Þeir voru vopnaðir byssum og handsprengjum. Þeir skipuðu áhöfninni að fljúga til Bretlands. Þar hófst fjögurra daga umsátur á Stansted flugvelli, þar sem ræningjarnir hótuðu margsinnis að sprengja vélina í loft upp með 173 farþegum og áhöfn ef þeir fengju ekki hæli sem pólitískir flóttamenn. Þeir gáfust loks upp og voru dregnir fyrir dóm. Þar var Mohammiddy og félagar dæmdir í þrjátíu mánaða fangelsi. Þeim dómi var hinsvegar snúið á þeim forsendum að þeir hefðu verið að flýja ógnarstjórn Talibana. Þeim var svo veitt landvistarleyfi í Bretlandi ásamt fjölskyldum þeirra. Það vakti mikla reiði almennings í Bretlandi. Þegar lögreglumennirnir sem stöðvuðu Mohamiddy höfðu samband við höfuðstöðvar sínar kom í ljós að hann hafði rofið skilorð. Hann hafði komið fyrir rétt fyrir að berja leigusala sinn og þá gefið upp rangt heimilisfang. Hann var því handtekinn aftur, en dómari veitti honum aftur skilorð þannig að hann gengur nú laus. Þegar hann sótti um vinnu sína við hreingerningar mun hann ekki hafa nefnt flugránið á umsóknareyðublaðinu þar sem spurt var um reynslu og fyrri störf. Óljóst er hvort hann heldur vinnunni. Erlent Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Sjá meira
Lögreglumenn á Heathrow flugvelli urðu meira en lítið undrandi þegar ökumaður bifreiðar sem þeir stöðvuðu reyndist vera starfsmaður hjá British Airways, og fyrrverandi flugræningi. Nazamuddin Mohammiddy er einn átta Afgana sem rændu þotu í innanlandsflugi í Afganistan fyrir átta árum. Þeir voru vopnaðir byssum og handsprengjum. Þeir skipuðu áhöfninni að fljúga til Bretlands. Þar hófst fjögurra daga umsátur á Stansted flugvelli, þar sem ræningjarnir hótuðu margsinnis að sprengja vélina í loft upp með 173 farþegum og áhöfn ef þeir fengju ekki hæli sem pólitískir flóttamenn. Þeir gáfust loks upp og voru dregnir fyrir dóm. Þar var Mohammiddy og félagar dæmdir í þrjátíu mánaða fangelsi. Þeim dómi var hinsvegar snúið á þeim forsendum að þeir hefðu verið að flýja ógnarstjórn Talibana. Þeim var svo veitt landvistarleyfi í Bretlandi ásamt fjölskyldum þeirra. Það vakti mikla reiði almennings í Bretlandi. Þegar lögreglumennirnir sem stöðvuðu Mohamiddy höfðu samband við höfuðstöðvar sínar kom í ljós að hann hafði rofið skilorð. Hann hafði komið fyrir rétt fyrir að berja leigusala sinn og þá gefið upp rangt heimilisfang. Hann var því handtekinn aftur, en dómari veitti honum aftur skilorð þannig að hann gengur nú laus. Þegar hann sótti um vinnu sína við hreingerningar mun hann ekki hafa nefnt flugránið á umsóknareyðublaðinu þar sem spurt var um reynslu og fyrri störf. Óljóst er hvort hann heldur vinnunni.
Erlent Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Sjá meira