Pólstjörnusmyglarar segja manninn í Færeyjum saklausan Óli Tynes skrifar 6. apríl 2008 19:15 Umræddur maður er 25 ára gamall. Hann er stúdent og búinn með eitt og hálft ár í viðskiptafræði við háskólann við Bifröst. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. Heimildir fréttastofunnar herma að íslensk yfirvöld telji hann hafa flækst inn í málið af tilviljun og fyrir kjánaskap. Maðurinn á færeyskan afa sem hann heimsækir oft. Hann á einnig færeyska kærustu. Hann var staddur þar í heimsókn þegar Pólstjörnusmyglararnir hringdu í hann. Einn smyglaranna er æskuvinur hans. Þeir sögðu honum að þeir ættu í vandræðum vegna bilunar og hvort þeir fengju að gista hjá honum. Hann leyfði þeim það. Karen Kjartansdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu tók ítarlegt viðtal við Pólstjörnusmyglarana, þar sem þeir lýsa því margsinnis yfir að það sem þeir harmi mest er að æskuvinurinn í Færeyjum skyldi flækjast inn í málið. Hann hafi ekki átt neinn þátt í smyglinu og aðeins verið að gera vini sínum greiða með því að geyma fyrir hann pakka. Samt hafi hann fengið langverstu meðferðina. Meðal annars hafi hann verið hafður í einangrunarvist í tæpa sex mánuði. Það er lengra en þeir sátu í einangrun allir til samans. Og enn er hann geymdur í einangrun í Færeyjum löngu eftir að búið er að rétta yfir og dæma alla sem tengdust málinu hér á landi. Viðtal Karenar má sjá á vísir.is Yfirvöld í Færeyjum hafa tekið hart á málinu. Eiginlega er réttara að tala þar um dönsk yfirvöld. Þótt Færeyingar hafi sjálfstjórn fara Danir með dóms- og lögreglumál. Saksóknarinn er dönsk kona og lögreglustjórinn sömu leiðis. Saksóknarinn segir að hún muni krefjast þyngstu mögulegu refsingar yfir manninum og hún muni ekki sætta sig við minna en tíu til fjórtán ár. Pólstjörnumálið Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Umræddur maður er 25 ára gamall. Hann er stúdent og búinn með eitt og hálft ár í viðskiptafræði við háskólann við Bifröst. Hann hefur ekki áður komið við sögu lögreglunnar. Heimildir fréttastofunnar herma að íslensk yfirvöld telji hann hafa flækst inn í málið af tilviljun og fyrir kjánaskap. Maðurinn á færeyskan afa sem hann heimsækir oft. Hann á einnig færeyska kærustu. Hann var staddur þar í heimsókn þegar Pólstjörnusmyglararnir hringdu í hann. Einn smyglaranna er æskuvinur hans. Þeir sögðu honum að þeir ættu í vandræðum vegna bilunar og hvort þeir fengju að gista hjá honum. Hann leyfði þeim það. Karen Kjartansdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu tók ítarlegt viðtal við Pólstjörnusmyglarana, þar sem þeir lýsa því margsinnis yfir að það sem þeir harmi mest er að æskuvinurinn í Færeyjum skyldi flækjast inn í málið. Hann hafi ekki átt neinn þátt í smyglinu og aðeins verið að gera vini sínum greiða með því að geyma fyrir hann pakka. Samt hafi hann fengið langverstu meðferðina. Meðal annars hafi hann verið hafður í einangrunarvist í tæpa sex mánuði. Það er lengra en þeir sátu í einangrun allir til samans. Og enn er hann geymdur í einangrun í Færeyjum löngu eftir að búið er að rétta yfir og dæma alla sem tengdust málinu hér á landi. Viðtal Karenar má sjá á vísir.is Yfirvöld í Færeyjum hafa tekið hart á málinu. Eiginlega er réttara að tala þar um dönsk yfirvöld. Þótt Færeyingar hafi sjálfstjórn fara Danir með dóms- og lögreglumál. Saksóknarinn er dönsk kona og lögreglustjórinn sömu leiðis. Saksóknarinn segir að hún muni krefjast þyngstu mögulegu refsingar yfir manninum og hún muni ekki sætta sig við minna en tíu til fjórtán ár.
Pólstjörnumálið Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira