Osama Bin Laden hótar Evrópuríkjum hörðum refsingum vegna birtingu fjölmiðla af teikningum af Múhameð spámanni.
Í fimm mínútna langri lesinni yfirlýsingu segir hryðjuverkaforinginn að myndbirtingarnar séu verri glæpir en árásir á borgir og bæi múslima.
Hann kallar þetta krossferð gegn Islam. Bin Laden segir ekki hvers eðlis þessar refsingar verða, eða hvenær. Né heldur nefnir hann ákveðin lönd á nafn.