Fíkniefnafundur á Fáskrúðsfirði hefur lítil áhrif á verð 19. mars 2008 13:19 Fíkniefnafundurinn í Fáskrúðsfjarðarmálinu virðist hafa haft lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi til langs tíma ef marka má verð á fíkniefnum nú um stundir. Yfirlæknir á Vogi segir að þegar þrengt sé að einu efni sæki fíklar í annað. Lögregla kom í veg fyrir að yfir 40 kíló af fíkniefnum kæmust á markað hér á landi með því að gera þau upptæk í skútu sem kom að Fáskrúðsfirði í september í fyrra. Alls var um að ræða 23,5 kíló af amfetamíni, tæp 14 kíló af e-töflu dufti og hátt í 1800 e-töflur. SÁÁ tekur saman verð á ólöglegum fíkniefnum reglulega og ef marka má nýjustu tölur, sem eru síðan í febrúar, hefur verðið á helstu efnum á markaði lítið breyst frá því fyrir fíkniefnafundinn. Þannig kostaði grammið af hassi um 2200 krónur í ágúst 2007 en kostar nú um 2100 krónur. Amfetamín kostaði rúmlega 4300 krónur í ágúst en kostar nú um fjögur þúsund krónur og þá kostar e-pillan 2.300 en kostaði í ágúst 2.150. Kókaín kostar hins vegar 11.900 nú en kostaði um 13.500 í ágúst. Tekið skal fram að hér er um meðaltalstölur að ræða sem byggjast á upplýsingum hjá innrituðum sjúklingum hjá SÁÁ. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að fíkniefnamarkaðurinn sé fjölbreytilegur og fólki noti alls kyns vímuefni, bæði læknalyf og ólögleg fíkniefni. Ef þrengt sé að einhverju efni þá færist neysla manna hreinlega til. Þá bendir hann á að verð á fíkniefnum geti verið misjafnt eftir því hvenær dags það sé selt og hvar það sé selt.Neysla örvandi efna aldrei verið meiri Hann segir fíkniefnafund eins og í haust vissulega hafa þýðingu en erfitt sé að segja um áhrifin til langs tíma. „Tölurnar fyrir síðasta ár sýna að amfetamínið hefur aðeins gefið eftir en kókaín er að fylla skarð þess," segir Þórarinn og segir neyslu örvandi fíkniefna aldrei verið meiri en undanfarin tvö ár. „Það hefur verið hæg aukning frá árinu 2000 en hún er stöðug. Neytendur eru aðallega fólk á aldrinum 20-30 ára og þeir eru þungir, með miklar sýkingar og margir komnir með geðeinkenni vegna neyslunnar," segir Þórarinn. Um verðmyndun á fíkniefnamarkaði segir Þórarinn að honum sýnist sem hún fari eftir verði á hassi. Þannig breytist verð á kókaíni og amfetamíni í réttu hlutfalli við verð á hassi og e-pillu. Þeir sem noti dýrari og sterkari efni eins og kókaín og amfetamín þurfi að selja um tíu skammta af hassi eða e-pillu til þess að fjármagna neyslu sína. Pólstjörnumálið Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Fíkniefnafundurinn í Fáskrúðsfjarðarmálinu virðist hafa haft lítil áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi til langs tíma ef marka má verð á fíkniefnum nú um stundir. Yfirlæknir á Vogi segir að þegar þrengt sé að einu efni sæki fíklar í annað. Lögregla kom í veg fyrir að yfir 40 kíló af fíkniefnum kæmust á markað hér á landi með því að gera þau upptæk í skútu sem kom að Fáskrúðsfirði í september í fyrra. Alls var um að ræða 23,5 kíló af amfetamíni, tæp 14 kíló af e-töflu dufti og hátt í 1800 e-töflur. SÁÁ tekur saman verð á ólöglegum fíkniefnum reglulega og ef marka má nýjustu tölur, sem eru síðan í febrúar, hefur verðið á helstu efnum á markaði lítið breyst frá því fyrir fíkniefnafundinn. Þannig kostaði grammið af hassi um 2200 krónur í ágúst 2007 en kostar nú um 2100 krónur. Amfetamín kostaði rúmlega 4300 krónur í ágúst en kostar nú um fjögur þúsund krónur og þá kostar e-pillan 2.300 en kostaði í ágúst 2.150. Kókaín kostar hins vegar 11.900 nú en kostaði um 13.500 í ágúst. Tekið skal fram að hér er um meðaltalstölur að ræða sem byggjast á upplýsingum hjá innrituðum sjúklingum hjá SÁÁ. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að fíkniefnamarkaðurinn sé fjölbreytilegur og fólki noti alls kyns vímuefni, bæði læknalyf og ólögleg fíkniefni. Ef þrengt sé að einhverju efni þá færist neysla manna hreinlega til. Þá bendir hann á að verð á fíkniefnum geti verið misjafnt eftir því hvenær dags það sé selt og hvar það sé selt.Neysla örvandi efna aldrei verið meiri Hann segir fíkniefnafund eins og í haust vissulega hafa þýðingu en erfitt sé að segja um áhrifin til langs tíma. „Tölurnar fyrir síðasta ár sýna að amfetamínið hefur aðeins gefið eftir en kókaín er að fylla skarð þess," segir Þórarinn og segir neyslu örvandi fíkniefna aldrei verið meiri en undanfarin tvö ár. „Það hefur verið hæg aukning frá árinu 2000 en hún er stöðug. Neytendur eru aðallega fólk á aldrinum 20-30 ára og þeir eru þungir, með miklar sýkingar og margir komnir með geðeinkenni vegna neyslunnar," segir Þórarinn. Um verðmyndun á fíkniefnamarkaði segir Þórarinn að honum sýnist sem hún fari eftir verði á hassi. Þannig breytist verð á kókaíni og amfetamíni í réttu hlutfalli við verð á hassi og e-pillu. Þeir sem noti dýrari og sterkari efni eins og kókaín og amfetamín þurfi að selja um tíu skammta af hassi eða e-pillu til þess að fjármagna neyslu sína.
Pólstjörnumálið Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Eldur í Sorpu á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira