Óeirðir vegna Tíbets breiðast út Óli Tynes skrifar 16. mars 2008 19:15 Tíbet naut í raun sjálfstæðis í marga áratugi þartil árið 1950 að Kínverjar sendu þangað her til að taka völdin. Árið 1959 gerðu Tíbetar uppreisn sem var barin niður með mikilli hörku. Það var sú uppreisn sem munkar voru að minnast síðastliðinn mánudag. Kínverjar brugðust aftur við af hörku og það leiddi til öldu mótmæla sem enn sér ekki fyrir endann á. Tíbetska útlagastjórnin í Indlandi segir að áttatíu manns hafi fallið í átökunum við kínversk stjórnvöld undanfarna daga og eru þeir þá ekki taldir með sem sagðir eru hafa fallið í dag. Lögreglan neitar því raunar að nokkur hafi verið skotinn til bana. Lhasa, höfuðborg Tíbet er nánast í herkví lögreglu- og hersveita. Íbúarnir hætta sér ekki út fyrir dyr. Í Kína sjálfu brutust hinsvegar út óeirðir. Lögreglan segir aðTíbetar hafi kastað bensínsprengjum og brennt niður lögreglustöð í Aba héraði sem á landamæri að Tíbet. Hermenn hafa verið sendir til þess að standa vörð um opinberar byggingar. Tíbet er stórt land, um hvær og hálf milljón ferkílómetrar. Það er ættjörð um sex milljóna Tíbeta. Þeir hafa sína eigin menningu sem er mjög ólík hinni kínversku. Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbets vill láta rannsaka hvort þar er verið að framja menningarlegt þjóðarmorð með því að flytja þangað Kínverja í stórum stíl til þess að kæfa tíbetsku þjóðina. Margir frægir listamenn hafa tekið Tíbet upp á sína arma. Meðal þeirra er leikarinn Richard Gere, sem er góðvinur Dalais Lama. Björk Guðmundsdóttir olli líka talsverðu uppnámi í Kína þegar hún á dögunum tileinkaði Tíbet lag sitt Declare Independence. Erlent Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Tíbet naut í raun sjálfstæðis í marga áratugi þartil árið 1950 að Kínverjar sendu þangað her til að taka völdin. Árið 1959 gerðu Tíbetar uppreisn sem var barin niður með mikilli hörku. Það var sú uppreisn sem munkar voru að minnast síðastliðinn mánudag. Kínverjar brugðust aftur við af hörku og það leiddi til öldu mótmæla sem enn sér ekki fyrir endann á. Tíbetska útlagastjórnin í Indlandi segir að áttatíu manns hafi fallið í átökunum við kínversk stjórnvöld undanfarna daga og eru þeir þá ekki taldir með sem sagðir eru hafa fallið í dag. Lögreglan neitar því raunar að nokkur hafi verið skotinn til bana. Lhasa, höfuðborg Tíbet er nánast í herkví lögreglu- og hersveita. Íbúarnir hætta sér ekki út fyrir dyr. Í Kína sjálfu brutust hinsvegar út óeirðir. Lögreglan segir aðTíbetar hafi kastað bensínsprengjum og brennt niður lögreglustöð í Aba héraði sem á landamæri að Tíbet. Hermenn hafa verið sendir til þess að standa vörð um opinberar byggingar. Tíbet er stórt land, um hvær og hálf milljón ferkílómetrar. Það er ættjörð um sex milljóna Tíbeta. Þeir hafa sína eigin menningu sem er mjög ólík hinni kínversku. Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbets vill láta rannsaka hvort þar er verið að framja menningarlegt þjóðarmorð með því að flytja þangað Kínverja í stórum stíl til þess að kæfa tíbetsku þjóðina. Margir frægir listamenn hafa tekið Tíbet upp á sína arma. Meðal þeirra er leikarinn Richard Gere, sem er góðvinur Dalais Lama. Björk Guðmundsdóttir olli líka talsverðu uppnámi í Kína þegar hún á dögunum tileinkaði Tíbet lag sitt Declare Independence.
Erlent Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira