Harry prins kominn heim frá Afganistan Óli Tynes skrifar 1. mars 2008 12:07 Harry Bretaprins er kominn til Bretlands eftir rúmlegja tveggja mánaða dvöl í Afghanistan þar sem hann sinnti herþjónustu. Prinsinn var þegar í gær sendur frá vígstöðvunum í Helmand héraði til Kandahar, þar sem hann tók flugvél heim til Bretlands. Hann lenti á Brize Norton herstöðinni laust fyrir hádegi. Harry er sagður vera bæði sár og reiður yfir því að fjölmiðlar komu upp um veru hans í Afganistan. Hann hefur undanfarnar tíu vikur verið í fremstu víglínu í Helmand héraði, sem er róstusamasta hérað í landinu. Breska herstjórnin vildi í upphafi hvorki senda Harry til Íraks né Afganistan. Ástæður herstjórnarinnar voru þær að það myndi skapa mikla hættu bæði fyrir Harry sjálfan og félaga hans að hann væri sendur á átakasvæði. Telja mætti nokkuð víst að óvinirnir myndu gera allt sem þeir gætu til þess að ræna honum eða drepa. Harry hótaði þá að segja sig úr hernum, þar sem hann taldi ekkert gagn af því að vera þar ef hann fengi ekki að fylgja félögum sínum á vígvöllinn. Þá var gripið til þess ráðs að senda hann með mikilli leynd til Afganistans. Gerðir voru samningar við breska fjölmiðla um að segja ekki frá því, gegn því að þeir fengju að fylgjast með honum og mynda hann á vígvellinum. Ástralskt kvennablað sagði frá veru hans í Afganistans fyrir einhverjum vikum, en ekki var tekið neitt mark á því. Í gær birtist hinsvegar frétt um málið í Drudge report og þá var ekki aftur snúið. Þrátt fyrir að prinsinn sé nú farinn frá Afganistan hafa talibanar hótað hefndum fyrir dvöl hans í landinu. Erlent Tengdar fréttir Harry prins nú helsta skotmark hryðjuverkamanna Róttækur klerkur í Líbanon segir að Harry Bretaprins sé nú helsta skotmark hryðjuverkamanna eftir að hann sinnti herþjónustu í Afganistan á laun. 1. mars 2008 12:40 Karl Bretaprins: Mikill léttir að fá Harry heim Karl Bretaprins og Vilhjálmur sonur hans fögnuðu Harry prins þegar hann sneri aftur frá Afghanistan í dag. Harry hafði sinnt herskyldu í Helmand frá því í desember. Fréttir í fjölmiðlum urðu þess valdandi að hann var sendur í skyndingu til Bretlands fjórum vikum áður en áætlað hafði verið. 1. mars 2008 17:01 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Harry Bretaprins er kominn til Bretlands eftir rúmlegja tveggja mánaða dvöl í Afghanistan þar sem hann sinnti herþjónustu. Prinsinn var þegar í gær sendur frá vígstöðvunum í Helmand héraði til Kandahar, þar sem hann tók flugvél heim til Bretlands. Hann lenti á Brize Norton herstöðinni laust fyrir hádegi. Harry er sagður vera bæði sár og reiður yfir því að fjölmiðlar komu upp um veru hans í Afganistan. Hann hefur undanfarnar tíu vikur verið í fremstu víglínu í Helmand héraði, sem er róstusamasta hérað í landinu. Breska herstjórnin vildi í upphafi hvorki senda Harry til Íraks né Afganistan. Ástæður herstjórnarinnar voru þær að það myndi skapa mikla hættu bæði fyrir Harry sjálfan og félaga hans að hann væri sendur á átakasvæði. Telja mætti nokkuð víst að óvinirnir myndu gera allt sem þeir gætu til þess að ræna honum eða drepa. Harry hótaði þá að segja sig úr hernum, þar sem hann taldi ekkert gagn af því að vera þar ef hann fengi ekki að fylgja félögum sínum á vígvöllinn. Þá var gripið til þess ráðs að senda hann með mikilli leynd til Afganistans. Gerðir voru samningar við breska fjölmiðla um að segja ekki frá því, gegn því að þeir fengju að fylgjast með honum og mynda hann á vígvellinum. Ástralskt kvennablað sagði frá veru hans í Afganistans fyrir einhverjum vikum, en ekki var tekið neitt mark á því. Í gær birtist hinsvegar frétt um málið í Drudge report og þá var ekki aftur snúið. Þrátt fyrir að prinsinn sé nú farinn frá Afganistan hafa talibanar hótað hefndum fyrir dvöl hans í landinu.
Erlent Tengdar fréttir Harry prins nú helsta skotmark hryðjuverkamanna Róttækur klerkur í Líbanon segir að Harry Bretaprins sé nú helsta skotmark hryðjuverkamanna eftir að hann sinnti herþjónustu í Afganistan á laun. 1. mars 2008 12:40 Karl Bretaprins: Mikill léttir að fá Harry heim Karl Bretaprins og Vilhjálmur sonur hans fögnuðu Harry prins þegar hann sneri aftur frá Afghanistan í dag. Harry hafði sinnt herskyldu í Helmand frá því í desember. Fréttir í fjölmiðlum urðu þess valdandi að hann var sendur í skyndingu til Bretlands fjórum vikum áður en áætlað hafði verið. 1. mars 2008 17:01 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Harry prins nú helsta skotmark hryðjuverkamanna Róttækur klerkur í Líbanon segir að Harry Bretaprins sé nú helsta skotmark hryðjuverkamanna eftir að hann sinnti herþjónustu í Afganistan á laun. 1. mars 2008 12:40
Karl Bretaprins: Mikill léttir að fá Harry heim Karl Bretaprins og Vilhjálmur sonur hans fögnuðu Harry prins þegar hann sneri aftur frá Afghanistan í dag. Harry hafði sinnt herskyldu í Helmand frá því í desember. Fréttir í fjölmiðlum urðu þess valdandi að hann var sendur í skyndingu til Bretlands fjórum vikum áður en áætlað hafði verið. 1. mars 2008 17:01