Jafnréttissjónarmið réðu ákvörðun Hildar 27. febrúar 2008 10:00 Hildur Petersen. Mynd/E.Ól Hildur Petersen, fráfarandi stjórnarformaður SPRON, segir jafnréttissjónarmið hafa ráðið því að hún ákvað að gefa ekki kost á sér í stjórn SPRON á ný. Kosið verður um nýja stjórn á aðalfundi sparisjóðsins í dag. Hildur segir að í þau sextán ár sem hún hafi setið í stjórn SPRON hafi hún verið ötull talsmaður þess að reynt væri að laða að konur til stjórnarsetu í sparisjóðnum. Hafi hún því fyrr í mánuðinum haft fullan hug á að gefa kost á sér á ný. „Ég lít ekki sem svo á að hér sé eingöngu um jafnréttismál að ræða heldur líka hreina viðskiptahagsmuni, því konur og upplýstir karlmenn beina viðskiptum sínum í auknu mæli til þeirra fyrirtækja sem sýna jafnrétti í verki," segir hún. Hildur segir að skömmu eftir að hún hafi ákveðið þetta hafi tvær af reyndustu konum í íslensku viðskiptalífi, þær Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, og Rannveig Rist, forstjóri Alcan, verið tilbúnar að gefa kost á sér í stjórnina. „Þar með var ljóst að jafnréttis væri gætt í stjórninni," segir Hildur. „Ég tók því þá ákvörðun þrátt fyrir fyrri ummæli. Eftir að hafa setið samtals 16 ár í stjórn SPRON á tveimur tímabilum gæti ég gengið stolt frá þessu starfi og gefið öðrum tækifæri á að spreyta sig." Gunnar Þór Gíslason, stjórnarmaður í SPRON, hefur sömuleiðis ákveðið að gefa ekki kost á sér, að því er fram kemur á heimasíðu sparisjóðsins. Þeir Ari Bergmann Einarsson, Ásgeir Baldurs og Erlendur Hjaltason gefa hins vegar áfram kost á sér í stjórnina auk þeirra Margrétar Guðmundsdóttur og Rannveigar Rist. Stjórn SPRON hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að birta ekki upplýsingar um sölu stjórnarmanna á hlutum í félaginu áður en það fór á markað. Hafa Samtök fjárfesta gagnrýnt svör fyrirtækisins vegna þess. Þar hefur komið fram að SPRON hafi ekki verið heimilt að birta opinberlega upplýsingar um viðskipti stjórnarmanna. Hildur var í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þann 5. febrúar síðastliðinn. Þar var hún spurð um orðróm þess efnis að hún væri á leið úr sæti stjórnarformanns. Þá sagðist Hildur ekki hafa heyrt hann en að hún myndi bjóða sig fram aftur á aðalfundi 27. febrúar. Það væri svo hluthafa að taka ákvörðun um það. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Hildur Petersen, fráfarandi stjórnarformaður SPRON, segir jafnréttissjónarmið hafa ráðið því að hún ákvað að gefa ekki kost á sér í stjórn SPRON á ný. Kosið verður um nýja stjórn á aðalfundi sparisjóðsins í dag. Hildur segir að í þau sextán ár sem hún hafi setið í stjórn SPRON hafi hún verið ötull talsmaður þess að reynt væri að laða að konur til stjórnarsetu í sparisjóðnum. Hafi hún því fyrr í mánuðinum haft fullan hug á að gefa kost á sér á ný. „Ég lít ekki sem svo á að hér sé eingöngu um jafnréttismál að ræða heldur líka hreina viðskiptahagsmuni, því konur og upplýstir karlmenn beina viðskiptum sínum í auknu mæli til þeirra fyrirtækja sem sýna jafnrétti í verki," segir hún. Hildur segir að skömmu eftir að hún hafi ákveðið þetta hafi tvær af reyndustu konum í íslensku viðskiptalífi, þær Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, og Rannveig Rist, forstjóri Alcan, verið tilbúnar að gefa kost á sér í stjórnina. „Þar með var ljóst að jafnréttis væri gætt í stjórninni," segir Hildur. „Ég tók því þá ákvörðun þrátt fyrir fyrri ummæli. Eftir að hafa setið samtals 16 ár í stjórn SPRON á tveimur tímabilum gæti ég gengið stolt frá þessu starfi og gefið öðrum tækifæri á að spreyta sig." Gunnar Þór Gíslason, stjórnarmaður í SPRON, hefur sömuleiðis ákveðið að gefa ekki kost á sér, að því er fram kemur á heimasíðu sparisjóðsins. Þeir Ari Bergmann Einarsson, Ásgeir Baldurs og Erlendur Hjaltason gefa hins vegar áfram kost á sér í stjórnina auk þeirra Margrétar Guðmundsdóttur og Rannveigar Rist. Stjórn SPRON hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að birta ekki upplýsingar um sölu stjórnarmanna á hlutum í félaginu áður en það fór á markað. Hafa Samtök fjárfesta gagnrýnt svör fyrirtækisins vegna þess. Þar hefur komið fram að SPRON hafi ekki verið heimilt að birta opinberlega upplýsingar um viðskipti stjórnarmanna. Hildur var í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þann 5. febrúar síðastliðinn. Þar var hún spurð um orðróm þess efnis að hún væri á leið úr sæti stjórnarformanns. Þá sagðist Hildur ekki hafa heyrt hann en að hún myndi bjóða sig fram aftur á aðalfundi 27. febrúar. Það væri svo hluthafa að taka ákvörðun um það.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira