Haukar tryggðu sér í sæti í úrslitum Lýsingabikarkeppni kvenna með sigri á Fjölni í undanúrslitum, 82-63.
Sigur Hauka var sannfærandi en staðan í hálfleik var 40-24, Haukum í vil.
Kiera Hardy skoraði 23 stig fyrir Hauka og Kristrún Sigurjónsdóttir átti enn einn stórleikinn er hún skoraði 21 stig, tók sex fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal fimm boltum.
Hjá Fjölni var Slavica Dimovska stigahæst með nítján stig en Gréta María Grétarsdóttir kom næst með fimmtán stig auk þess sem hún tók ellefu fráköst.
Haukar í bikarúrslitin
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn





Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn


Fleiri fréttir
