Saksóknari vill Einar Jökul í 12 ára fangelsi Andri Ólafsson skrifar 31. janúar 2008 16:02 Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari Fram kom í máli Kolbrúnar Sævarsdóttur saksóknara í Fáskrúðsfjarðarmálinu í dag að ákæruvaldið fer fram á að héraðsdómur dæmi Einar Jökul Einarsson, skipuleggjanda smyglsins, í 12 ára fangelsi. Það er hámarksrefsing fyrir fíkniefnabrot. Það hefur aðeins einu sinni áður gerst að maður fái hámarksrefsingu en það var þegar Þjóðverjinn Kurt Wellner var dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir innflutning á um 40 þúsund e-töflum. Sá dómur var reyndar lækkaður í hæstarétti. Allir verjendur sexmenninganna í Fáskrúðsfjarðarmálinu, fyrir utan einn, krefjast þess að skjólstæðingar þeirra verði dæmdir til vægustu refsingar sem lög leyfa. Nokkrir þeirra gagnrýndu harða dóma í fíkniefnamálum undanfarin ár og vöruðu Guðjón St. Marteinsson við því að sprengja rammann og dæma sakborninganna til hámarksrefsingar. "Hvað eigum við að gera ef einhver næst með 100 kíló, eða 200? Það hlýtur að koma að því. Hversu þunga dóma eiga þeir menn að fá," spurði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Einars Jökuls. Hún sagði enga skynsemi í því að þeir sem flytja inn eiturlyf svipað háa dóma og þeir sem dæmdir eru fyrir mannsdráp. Og miklu hærri dóma en þeir fremja kynferðisbrot. Því til stuðnings benti Guðrún Sesselja á nýlegan fimm ára fangelsisdóm yfir tveimur Litháum sem gerðust sekir um hrottalega nauðgunartilraun í húsasundi við Laugaveg. Sá dómur hefði verið talinn til marks um að dómar í kynferðisbrotum væri að þyngjast, en dómurinn beinlínis bliknar í samanburði við þau tólf ár sem saksóknari krefst í Fáskrúðsfjarðarmálinu. Pólstjörnumálið Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Fram kom í máli Kolbrúnar Sævarsdóttur saksóknara í Fáskrúðsfjarðarmálinu í dag að ákæruvaldið fer fram á að héraðsdómur dæmi Einar Jökul Einarsson, skipuleggjanda smyglsins, í 12 ára fangelsi. Það er hámarksrefsing fyrir fíkniefnabrot. Það hefur aðeins einu sinni áður gerst að maður fái hámarksrefsingu en það var þegar Þjóðverjinn Kurt Wellner var dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir innflutning á um 40 þúsund e-töflum. Sá dómur var reyndar lækkaður í hæstarétti. Allir verjendur sexmenninganna í Fáskrúðsfjarðarmálinu, fyrir utan einn, krefjast þess að skjólstæðingar þeirra verði dæmdir til vægustu refsingar sem lög leyfa. Nokkrir þeirra gagnrýndu harða dóma í fíkniefnamálum undanfarin ár og vöruðu Guðjón St. Marteinsson við því að sprengja rammann og dæma sakborninganna til hámarksrefsingar. "Hvað eigum við að gera ef einhver næst með 100 kíló, eða 200? Það hlýtur að koma að því. Hversu þunga dóma eiga þeir menn að fá," spurði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Einars Jökuls. Hún sagði enga skynsemi í því að þeir sem flytja inn eiturlyf svipað háa dóma og þeir sem dæmdir eru fyrir mannsdráp. Og miklu hærri dóma en þeir fremja kynferðisbrot. Því til stuðnings benti Guðrún Sesselja á nýlegan fimm ára fangelsisdóm yfir tveimur Litháum sem gerðust sekir um hrottalega nauðgunartilraun í húsasundi við Laugaveg. Sá dómur hefði verið talinn til marks um að dómar í kynferðisbrotum væri að þyngjast, en dómurinn beinlínis bliknar í samanburði við þau tólf ár sem saksóknari krefst í Fáskrúðsfjarðarmálinu.
Pólstjörnumálið Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira