Saksóknari vill Einar Jökul í 12 ára fangelsi Andri Ólafsson skrifar 31. janúar 2008 16:02 Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari Fram kom í máli Kolbrúnar Sævarsdóttur saksóknara í Fáskrúðsfjarðarmálinu í dag að ákæruvaldið fer fram á að héraðsdómur dæmi Einar Jökul Einarsson, skipuleggjanda smyglsins, í 12 ára fangelsi. Það er hámarksrefsing fyrir fíkniefnabrot. Það hefur aðeins einu sinni áður gerst að maður fái hámarksrefsingu en það var þegar Þjóðverjinn Kurt Wellner var dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir innflutning á um 40 þúsund e-töflum. Sá dómur var reyndar lækkaður í hæstarétti. Allir verjendur sexmenninganna í Fáskrúðsfjarðarmálinu, fyrir utan einn, krefjast þess að skjólstæðingar þeirra verði dæmdir til vægustu refsingar sem lög leyfa. Nokkrir þeirra gagnrýndu harða dóma í fíkniefnamálum undanfarin ár og vöruðu Guðjón St. Marteinsson við því að sprengja rammann og dæma sakborninganna til hámarksrefsingar. "Hvað eigum við að gera ef einhver næst með 100 kíló, eða 200? Það hlýtur að koma að því. Hversu þunga dóma eiga þeir menn að fá," spurði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Einars Jökuls. Hún sagði enga skynsemi í því að þeir sem flytja inn eiturlyf svipað háa dóma og þeir sem dæmdir eru fyrir mannsdráp. Og miklu hærri dóma en þeir fremja kynferðisbrot. Því til stuðnings benti Guðrún Sesselja á nýlegan fimm ára fangelsisdóm yfir tveimur Litháum sem gerðust sekir um hrottalega nauðgunartilraun í húsasundi við Laugaveg. Sá dómur hefði verið talinn til marks um að dómar í kynferðisbrotum væri að þyngjast, en dómurinn beinlínis bliknar í samanburði við þau tólf ár sem saksóknari krefst í Fáskrúðsfjarðarmálinu. Pólstjörnumálið Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Fram kom í máli Kolbrúnar Sævarsdóttur saksóknara í Fáskrúðsfjarðarmálinu í dag að ákæruvaldið fer fram á að héraðsdómur dæmi Einar Jökul Einarsson, skipuleggjanda smyglsins, í 12 ára fangelsi. Það er hámarksrefsing fyrir fíkniefnabrot. Það hefur aðeins einu sinni áður gerst að maður fái hámarksrefsingu en það var þegar Þjóðverjinn Kurt Wellner var dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir innflutning á um 40 þúsund e-töflum. Sá dómur var reyndar lækkaður í hæstarétti. Allir verjendur sexmenninganna í Fáskrúðsfjarðarmálinu, fyrir utan einn, krefjast þess að skjólstæðingar þeirra verði dæmdir til vægustu refsingar sem lög leyfa. Nokkrir þeirra gagnrýndu harða dóma í fíkniefnamálum undanfarin ár og vöruðu Guðjón St. Marteinsson við því að sprengja rammann og dæma sakborninganna til hámarksrefsingar. "Hvað eigum við að gera ef einhver næst með 100 kíló, eða 200? Það hlýtur að koma að því. Hversu þunga dóma eiga þeir menn að fá," spurði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Einars Jökuls. Hún sagði enga skynsemi í því að þeir sem flytja inn eiturlyf svipað háa dóma og þeir sem dæmdir eru fyrir mannsdráp. Og miklu hærri dóma en þeir fremja kynferðisbrot. Því til stuðnings benti Guðrún Sesselja á nýlegan fimm ára fangelsisdóm yfir tveimur Litháum sem gerðust sekir um hrottalega nauðgunartilraun í húsasundi við Laugaveg. Sá dómur hefði verið talinn til marks um að dómar í kynferðisbrotum væri að þyngjast, en dómurinn beinlínis bliknar í samanburði við þau tólf ár sem saksóknari krefst í Fáskrúðsfjarðarmálinu.
Pólstjörnumálið Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira