Einar Jökull vill ekki segja frá höfuðpaurnum í Fáskrúðsfjarðarmálinu Andri Ólafsson skrifar 31. janúar 2008 12:05 Verjendur sakborninga við aðalmeðferð Pólstjörnumálsins í morgun. MYND/Stöð 2 Aðalmeðferð fór fram í Fáskrúðsfjarðarmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir var á staðnum og fylgdist með þegar skýrslur voru teknar af sexmenningunum sem ákærðir eru. Flestir fjölmiðlar landsins voru á staðnum og því skörtuðu sexmenningarnir lambhúshettum til þess að skýla andlitum sínum fyrir myndavélum. Það var þéttsetið í dómssal 101 þegar Guðjón St. Marteinsson dómari setti réttarhöldin. Auk frétta- og blaðamanna voru í salnum nokkrir aðstandendur sakborninganna. Fyrstur svaraði spurningum Einar Jökull Einarsson. Hann er ákærður fyrir að hafa skipulagt smyglið. Það var kæruleysislegt yfirbragð yfir Einari þegar hann fór yfir málið í dómssalnum í dag. Áður en hann hóf yfirferð sína um tildrög þess að hann skipulagði stærsta dópsmygl Íslandssögunnar vinkaði hann nokkrum af aðstandendum sínum sem staddir voru í salnum. Hann skýrði því næst frá því að maður sem hann vildi ekki nefna á nafn hefði falið honum það verkefni að skipuleggja innflutninginn. "Hann vildi athuga hvort ég gæti ekki græjað þetta," sagði Einar. Einar ákvað að taka að sér verkefnið. Hann sagðist eiga skútu í Noregi og fljótlega hafi sú hugmynd kviknað að nota hana til þess að flytja efnin til Íslands. Skútan sem Einar á við heitir Lucky Day en Vísir hefur greint frá því henni hafi verið siglt til Fáskrúðsfjarðar frá Noregi fyrir tveimur árum síðan. Einar Jökull sagði að hann hafi hafist handa við að finna menn til þess að aðstoða við smyglið. Þannig fékk hann til liðs við sig tvo menn til að sigla skútunni, einn til að taka á móti skútunni og annan til að fela efnin. Þetta tók nokkra mánuði og virðist Einar hafa skipulagt þessa þætti í þaula. Hann boðaði meðal annars mennina til sín á fund á Súfistanum í Hafnarfirði þar sem farið var yfir verkefni hvers og eins. Á þeim fundi var öllum samverkamönnum til að mynda úthlutað GSM símum sem þeir áttu að notast við í samskiptum þeirra á milli. Svo kom að því að setja atburðarrásina í gang. Einar Jökull fór til Danmerkur til þess að taka á móti efnunum sem honum hafði verið falið að koma hingað til lands. Hann segist þá hafa hitt Bjarna Hrafnkellsson fyrir tilviljun og beðið hann um að pakka efnunum þar sem þau voru í húsi í Kaupmannahöfn. Ástæðan fyrir því var sú að Einar var að falla á tíma þar sem hann þurfti að fara til Noregs og útvega skútu. Efnin áttu svo að vera frágengin í pakkningar þegar skútunni hefði verið siglt til Danmerkur. Þegar Einar Jökull var spurður í dag hvernig á því hafa staðið að hann hefði treyst Bjarna, manni sem hann hefði hitt fyrir tilviljun, til að pakka efnunum svaraði Einar: "Hann lá bara svo vel við höggi." Þegar efnin voru tilbúin til flutninga voru þau svo flutt um borð í skútu og siglt áleiðis yfir Atlantshafið, fyrst til Hjaltlandseyja, svo til Færeyja og loks til Fáskrúðsfjarðar. Dómarinn spurði Einar hvernig honum hefði dottið í hug að fá menn til þess að sigla lítilli seglskútu út á opið haf í miðjum september. Einar sagði að það væri ekki mikið mál. Hægt væri að sjá veður þrjá daga fram í tímann og að GPS tæki hefði verið notuð til að vísa veginn. Aðspurður hvort hann hafi treyst því að skútan kæmist heil á leiðarenda svaraði Einar: "Þetta þolir allan andskotann." Kolbrún Sævarsdóttir spurði Einar mikið út í það hvað hann hafi átt að fá fyrir sinn snúð fyrir allt ómakið. Einar svaraði: "Ég átti að fá prósentur. Það átti að vera mjög sanngjarnt." Næstur til þess að svara spurningum sækjanda var Bjarni Hrafnkelsson. Bjarni er elstur sexmenninganna. Hann mætti í salinn fúlskeggjaður og sagði frá því hvernig hann fyrir tilviljun hitti Einar Jökul í Kaupmannahöfn og og frá fundum þeirra á Hard Rock Café þar í borg. Hann hafi samþykkt að pakka efnunum sem Einar hugðist flytja til landsins í flotholt. Flotholtin voru svo fyllt af sandi til þess að hægt væri að sökkva þeim á skömmum tíma. Bjarni sagðist hafa verið í mikilli neyslu á þessum tíma og ætti í erfiðleikum með að muna allt sem þar fór fram. Hann sagðist ekki þekkja neinn meðákærðu fyrir utan Einar Jökul. Eftir að Bjarni lauk máli sínu komu þeir koll af kolli. Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson sem sigldu skútunni til Íslands, Marinó Einar Árnason sem taka átti á móti þeim, og svo Arnar Gústafsson sem fékk það verkefni að fela efnin. Allir játuðu þeir greiðlega sök og lýstu því hvernig Einar Jökull Einarsson réð þá til þess að vera hlekkir í þessu umfangsmikla smygli. Einar virðist hafa haldið á öllum þráðum málsins. Nema peningunum. Hann fullyrðir að hann hafi ekki fjármagnað, né keypt efnin sem átti að smygla. Það hafi annar maður gert. Höfuðpaurinn sjálfur var semsagt fjarri góðu gamni þegar réttarhöldin í þessu risastóra fíkniefnamáli fóru fram í dag. Eins og svo oft áður. Þegar Einar Jökull var beðinn um að nafngreina þennan höfuðpaur neitaði hann að svara. Það var reyndar eina spurningin sem Einar Jökull Einarsson neitaði að svara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Pólstjörnumálið Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í Fáskrúðsfjarðarmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir var á staðnum og fylgdist með þegar skýrslur voru teknar af sexmenningunum sem ákærðir eru. Flestir fjölmiðlar landsins voru á staðnum og því skörtuðu sexmenningarnir lambhúshettum til þess að skýla andlitum sínum fyrir myndavélum. Það var þéttsetið í dómssal 101 þegar Guðjón St. Marteinsson dómari setti réttarhöldin. Auk frétta- og blaðamanna voru í salnum nokkrir aðstandendur sakborninganna. Fyrstur svaraði spurningum Einar Jökull Einarsson. Hann er ákærður fyrir að hafa skipulagt smyglið. Það var kæruleysislegt yfirbragð yfir Einari þegar hann fór yfir málið í dómssalnum í dag. Áður en hann hóf yfirferð sína um tildrög þess að hann skipulagði stærsta dópsmygl Íslandssögunnar vinkaði hann nokkrum af aðstandendum sínum sem staddir voru í salnum. Hann skýrði því næst frá því að maður sem hann vildi ekki nefna á nafn hefði falið honum það verkefni að skipuleggja innflutninginn. "Hann vildi athuga hvort ég gæti ekki græjað þetta," sagði Einar. Einar ákvað að taka að sér verkefnið. Hann sagðist eiga skútu í Noregi og fljótlega hafi sú hugmynd kviknað að nota hana til þess að flytja efnin til Íslands. Skútan sem Einar á við heitir Lucky Day en Vísir hefur greint frá því henni hafi verið siglt til Fáskrúðsfjarðar frá Noregi fyrir tveimur árum síðan. Einar Jökull sagði að hann hafi hafist handa við að finna menn til þess að aðstoða við smyglið. Þannig fékk hann til liðs við sig tvo menn til að sigla skútunni, einn til að taka á móti skútunni og annan til að fela efnin. Þetta tók nokkra mánuði og virðist Einar hafa skipulagt þessa þætti í þaula. Hann boðaði meðal annars mennina til sín á fund á Súfistanum í Hafnarfirði þar sem farið var yfir verkefni hvers og eins. Á þeim fundi var öllum samverkamönnum til að mynda úthlutað GSM símum sem þeir áttu að notast við í samskiptum þeirra á milli. Svo kom að því að setja atburðarrásina í gang. Einar Jökull fór til Danmerkur til þess að taka á móti efnunum sem honum hafði verið falið að koma hingað til lands. Hann segist þá hafa hitt Bjarna Hrafnkellsson fyrir tilviljun og beðið hann um að pakka efnunum þar sem þau voru í húsi í Kaupmannahöfn. Ástæðan fyrir því var sú að Einar var að falla á tíma þar sem hann þurfti að fara til Noregs og útvega skútu. Efnin áttu svo að vera frágengin í pakkningar þegar skútunni hefði verið siglt til Danmerkur. Þegar Einar Jökull var spurður í dag hvernig á því hafa staðið að hann hefði treyst Bjarna, manni sem hann hefði hitt fyrir tilviljun, til að pakka efnunum svaraði Einar: "Hann lá bara svo vel við höggi." Þegar efnin voru tilbúin til flutninga voru þau svo flutt um borð í skútu og siglt áleiðis yfir Atlantshafið, fyrst til Hjaltlandseyja, svo til Færeyja og loks til Fáskrúðsfjarðar. Dómarinn spurði Einar hvernig honum hefði dottið í hug að fá menn til þess að sigla lítilli seglskútu út á opið haf í miðjum september. Einar sagði að það væri ekki mikið mál. Hægt væri að sjá veður þrjá daga fram í tímann og að GPS tæki hefði verið notuð til að vísa veginn. Aðspurður hvort hann hafi treyst því að skútan kæmist heil á leiðarenda svaraði Einar: "Þetta þolir allan andskotann." Kolbrún Sævarsdóttir spurði Einar mikið út í það hvað hann hafi átt að fá fyrir sinn snúð fyrir allt ómakið. Einar svaraði: "Ég átti að fá prósentur. Það átti að vera mjög sanngjarnt." Næstur til þess að svara spurningum sækjanda var Bjarni Hrafnkelsson. Bjarni er elstur sexmenninganna. Hann mætti í salinn fúlskeggjaður og sagði frá því hvernig hann fyrir tilviljun hitti Einar Jökul í Kaupmannahöfn og og frá fundum þeirra á Hard Rock Café þar í borg. Hann hafi samþykkt að pakka efnunum sem Einar hugðist flytja til landsins í flotholt. Flotholtin voru svo fyllt af sandi til þess að hægt væri að sökkva þeim á skömmum tíma. Bjarni sagðist hafa verið í mikilli neyslu á þessum tíma og ætti í erfiðleikum með að muna allt sem þar fór fram. Hann sagðist ekki þekkja neinn meðákærðu fyrir utan Einar Jökul. Eftir að Bjarni lauk máli sínu komu þeir koll af kolli. Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson sem sigldu skútunni til Íslands, Marinó Einar Árnason sem taka átti á móti þeim, og svo Arnar Gústafsson sem fékk það verkefni að fela efnin. Allir játuðu þeir greiðlega sök og lýstu því hvernig Einar Jökull Einarsson réð þá til þess að vera hlekkir í þessu umfangsmikla smygli. Einar virðist hafa haldið á öllum þráðum málsins. Nema peningunum. Hann fullyrðir að hann hafi ekki fjármagnað, né keypt efnin sem átti að smygla. Það hafi annar maður gert. Höfuðpaurinn sjálfur var semsagt fjarri góðu gamni þegar réttarhöldin í þessu risastóra fíkniefnamáli fóru fram í dag. Eins og svo oft áður. Þegar Einar Jökull var beðinn um að nafngreina þennan höfuðpaur neitaði hann að svara. Það var reyndar eina spurningin sem Einar Jökull Einarsson neitaði að svara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Pólstjörnumálið Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sjá meira