Sex sakborningar ákærðir í Fáskrúðsfjarðarmálinu 15. janúar 2008 13:07 Efnin voru flutt til Fáskrúðsfjarðar. Alvar Óskarsson, Arnar Gústafsson, Bjarni Hrafnkelsson, Einar Jökull Einarsson, Guðbjarni Traustason og Marínó Einar Árnason hafa allir verið ákærðir fyrir aðild að Fáskrúðsfjarðarmálinu. Ákæran hefur verið birt sakborningum. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa staðið saman að innflutningi á samtals 23,5 kg af amfetamíni, 13,9 kg af e-töflu dufti og 1746 e- töflum til Íslands, ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Fíkniefnin voru flutt inn með skútu sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Lögregla fann fíkniefnin við leit í skútunni og haldlagði þau sama dag. Einar Jökull er sakaður um að hafa skipulagt innflutning fíkniefnanna og skipt verkum með meðákærðu. Hann hafi fengið þá til að taka að sér að búa um efnin, sem og flutning, móttöku og vörslur þeirra. Hann er sagður hafa afhent þeim Alvari og Guðbjarna fíkniefnin í Hanstholm, Danmörku í byrjun september, í því skyni að þeir flyttu þau til Fáskrúðsfjarðar með skútunni sem hann hafði tekið á leigu í Noregi. Bjarni er sagður hafa búið um fíkniefnin, hinn 20. ágúst í íbúð í Kaupmannahöfn til að hægt væri að flytja þau til Íslands. Hann er sagður hafa keypt í byggingavöruverslun ytra, vörur sem notaðar hafi verið til verksins. Alvar og Guðbjarni eru sakaðir um að hafa tekið við fíkniefnunum í Hanstholm í byrjun september frá Einari Jökli, sett þau um borð í skútuna og siglt henni til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu á Hjaltlandseyjum og Færeyjum. Þar hafi þeir ætlað að afhenda Marínó Einari fíkniefnin. Marínó er sakaður um að hafa tekið að sér að veita fíkniefnunum móttöku á Fáskrúðsfirði frá Alvari og Guðbjarna og afhent Arnari þau til vörslu. Þá hafi ákærði ætlað að afhenda Guðbjarna og Alvari vistir og olíu til þess að þeir gætu siglt skútunni frá Íslandi að lokinni afhendingu efnanna. Marínó var með efnin í bifreið sinni er hann var handtekinn á Fáskrúðsfirði. Arnar er sakaður um að hafa tekið að sér að taka á móti fíkniefnunum frá Marínó Einari til vörslu. Hann er sagður hafa ætlað sér að fela þau í sumarbústaðarlandi í Rangárvallarsýslu. Málið verður þingfest á föstudaginn. Pólstjörnumálið Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Alvar Óskarsson, Arnar Gústafsson, Bjarni Hrafnkelsson, Einar Jökull Einarsson, Guðbjarni Traustason og Marínó Einar Árnason hafa allir verið ákærðir fyrir aðild að Fáskrúðsfjarðarmálinu. Ákæran hefur verið birt sakborningum. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa staðið saman að innflutningi á samtals 23,5 kg af amfetamíni, 13,9 kg af e-töflu dufti og 1746 e- töflum til Íslands, ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Fíkniefnin voru flutt inn með skútu sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Lögregla fann fíkniefnin við leit í skútunni og haldlagði þau sama dag. Einar Jökull er sakaður um að hafa skipulagt innflutning fíkniefnanna og skipt verkum með meðákærðu. Hann hafi fengið þá til að taka að sér að búa um efnin, sem og flutning, móttöku og vörslur þeirra. Hann er sagður hafa afhent þeim Alvari og Guðbjarna fíkniefnin í Hanstholm, Danmörku í byrjun september, í því skyni að þeir flyttu þau til Fáskrúðsfjarðar með skútunni sem hann hafði tekið á leigu í Noregi. Bjarni er sagður hafa búið um fíkniefnin, hinn 20. ágúst í íbúð í Kaupmannahöfn til að hægt væri að flytja þau til Íslands. Hann er sagður hafa keypt í byggingavöruverslun ytra, vörur sem notaðar hafi verið til verksins. Alvar og Guðbjarni eru sakaðir um að hafa tekið við fíkniefnunum í Hanstholm í byrjun september frá Einari Jökli, sett þau um borð í skútuna og siglt henni til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu á Hjaltlandseyjum og Færeyjum. Þar hafi þeir ætlað að afhenda Marínó Einari fíkniefnin. Marínó er sakaður um að hafa tekið að sér að veita fíkniefnunum móttöku á Fáskrúðsfirði frá Alvari og Guðbjarna og afhent Arnari þau til vörslu. Þá hafi ákærði ætlað að afhenda Guðbjarna og Alvari vistir og olíu til þess að þeir gætu siglt skútunni frá Íslandi að lokinni afhendingu efnanna. Marínó var með efnin í bifreið sinni er hann var handtekinn á Fáskrúðsfirði. Arnar er sakaður um að hafa tekið að sér að taka á móti fíkniefnunum frá Marínó Einari til vörslu. Hann er sagður hafa ætlað sér að fela þau í sumarbústaðarlandi í Rangárvallarsýslu. Málið verður þingfest á föstudaginn.
Pólstjörnumálið Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira