Sex karlmenn hafa verið ákærðir vegna innflutnings á tugum kílóa af fíkniefnum í smyglskútumálinu svokallaða. Lögreglan fann efnin í skútu sem tveir þeirra sigldu til landsins og kom til í Fáskrúðsfirði í haust. Mennirnir eru allir ákærðir fyrir mismunandi stóran hlut í málinu en fimm þeirra hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því þeir voru handteknir í haust.
Sex ákærðir í Pólstjörnumálinu
