Flokkshagsmunir gegn þjóðarhagsmunum 28. nóvember 2008 06:00 Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um Evrópumál Hvers vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn staðið þvert í vegi fyrir því að þjóðin gæti látið á það reyna, hvort brýnustu þjóðarhagsmunum væri betur borgið með aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru? Hvers vegna hafa forystumenn flokksins ekki viljað heyra á það minnst, jafnvel þótt meirihluti þjóðarinnar og meirihluti þeirra eigin kjósenda hafi löngum viljað láta á þetta reyna? Hvers vegna þverskallast forystumenn flokksins við öllum slíkum kröfum, þótt flestir forvígismenn íslensks atvinnu- og fjármálalífs, sem reyndar gera flokkinn út, hafi snúist á þá sveif með vaxandi þunga í seinni tíð? Er þetta ekki í ósamræmi við þá viðteknu kenningu (eða goðsögn) að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ævinlega haft forgöngu um nánara samstarf Íslendinga við aðrar þjóðir á sviði verslunar og viðskipta, þegar á hefur reynt? Eða er sú kenning bara bábilja sem stenst ekki nánari skoðun? Sjálfstæðisflokkurinn íslenski er eini hægri flokkurinn í gervallri Evrópu sem hefur forherst í andstöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu. Meira að segja breska íhaldinu dettur ekki í hug að segja Stóra-Bretland úr Evrópusambandinu, þótt þeir hafi einatt allt á hornum sér þar innan dyra. Til þess eru viðskiptahagsmunir Breta af Evrópusambandsaðild allt of ríkir. Hvað veldur þessari sérstöðu íslenska íhaldsflokksins í reynd? Sannleikurinn er sá að kenningin um forystuhlutverk Sjálfstæðisflokksins að því er varðar nánara samstarf við aðrar þjóðir á grundvelli fríverslunar stenst illa nánari skoðun. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft ótvíræða forystu um inngönguna í NATO og varnarsamstarfið við Bandaríkin á sínum tíma, gildir ekki það sama um frelsi í viðskiptum. Lengst af sögu sinnar hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið ríkisforsjár- og haftaflokkur, í helmingaskiptum við Framsóknarflokkinn. Valdakerfi flokksins var beinlínis byggt upp í kringum ríkisforsjá og pólitíska stjórnun á ríkisbönkum og sjóðum. Það borgaði sig fyrir atvinnurekendur að vera í Sjálfstæðisflokknum. Og það gat nálgast að vera refsivert athæfi að vera það ekki. Stóra undantekningin frá ríkisforsjárstefnu Sjálfstæðisflokksins var Viðreisnarstjórnin 1959-71. Hinn pólitíski frumkvöðull að auknu frjálsræði í viðskiptalífinu innan Viðreisnarstjórnarinnar var Gylfi Þ. Gíslason, formaður Alþýðuflokksins og viðskiptaráðherra Viðreisnar. Viðreisnarstjórnin afnam gjaldeyrishöft, skráði gengið rétt og jók frelsi í innflutningi. En því voru þröng takmörk sett sem Alþýðuflokkurinn gat tosað Sjálfstæðisflokknum í átt til aukins frjálsræðis. Það var einmitt á þessum árum sem landbúnaðurinn var í sívaxandi mæli gerður út á kostnað skattgreiðenda (útflutningsbætur). Ríkisvaldið ákvað fiskverð. Hvort tveggja gengi gjaldmiðilsins og vextir inn- og útlána var ákveðið af pólitíkusum. Útflutningurinn var háður pólitískum leyfisveitingum. Steingrímur Hermannsson segir frá því í ævisögu sinni að meðal verkefna í fyrstu samsteypustjórn sem hann tók þátt í hafi verið að ákveða verð á kók og prins póló. Helmingaskipti og ríkisforsjáAllt var þetta ríkisforsjárkerfi niðurnjörvað út í ystu æsar samkvæmt helmingaskiptareglu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar: Þetta handa okkur - hitt handa SÍS. Hlunnindum á vegum ríkisins var úthlutað eftir pólitískum verðleikum. Skjólstæðingar flokkanna höfðu forgang um lánveitingar úr bönkunum sem lutu stjórn pólitískra bankastjóra og bankaráða. Lánin voru óverðtryggð í 35-40% verðbólgu og því eftirsótt gæði; nánast pólitísk gjafavara. Þetta kerfi hélt velli og færðist raunar í aukana, eftir fall Viðreisnar 1971 og á framsóknaráratugunum sem tóku við. Það var ekki fyrr en verðtrygging fjárskuldbindinga og raunvextir komu til sögunnar og kollvörpuðu SÍS, sem hafði undir lokin lifað af nær eingöngu vegna pólitískrar fyrirgreiðslu, að helmingaskiptakerfi flokkanna skekktist á grunninum og hrundi loks saman. Það var reyndar í tíð vinstristjórnar Steingríms Hermannssonar (1988-91)sem fyrstu skrefin í frjálsræðisátt voru tekin á ný: Frelsi í útflutningi, afnám gjaldeyrishafta og takmarkað frelsi til fjármagnsflutninga milli landa; einkavæðing Útvegsbankans og sameining banka. Síðast en ekki síst EES-samningurinn sjálfur, sem breytti öllu efnahagsumhverfi á Íslandi í frjálsræðisátt. Stiklum á stóru um stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum á sl. tveimur áratugum. Segja má að Davíð Oddsson hafi hafið landsmálaferil sinn sem formaður aldamótanefndar Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann lagði eindregið til að Ísland stefndi að inngöngu í Evrópusambandið. Þrátt fyrir þetta vegarnesti Davíðs var Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu (1988-91), undir forystu Þorsteins Pálssonar, andvígur EES-samningnum. Í staðinn boðuðu sjálfstæðismenn tvíhliða fríverslunarsamning við Evrópusambandið um fisk, sem þeir vissu allan tímann að stóð ekki til boða. Þannig hikuðu þeir ekki við að láta ótvíræða þjóðarhagsmuni víkja fyrir meintum flokkshagsmunum. Þegar Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag hlupust undan ábyrgð á EES-samningnum fyrir kosningar 1991, átti ég ekki annarra kosta völ en að semja við Davíð Oddsson um stjórnarmyndun til að tryggja framgang EES-samningsins. Davíð tvínónaði ekki við að falla frá stefnu flokks síns í stjórnarandstöðu og styðja EES-samninginn, sem flokkurinn hafði áður lýst sig andvígan, til þess að komast í stjórn. Enn og aftur var það valdastaða flokksins sem skipti mestu máli. Sjálfstæðiflokkurinn hafði því ekkert frumkvæði að EES-samningnum og lét aldrei brjóta á sér í málinu. Þegar mestur styrr stóð um EES-samninginn fyrir kosningarnar 1991, fór Sjálfstæðisflokkurinn með löndum. Hann óttaðist klofning. Það var ekki að ástæðulausu. Það var hörð andstaða við samninginn í landsbyggðararmi Sjálfstæðisflokksins allan tímann þannig að það mátti vart tæpara standa að samningurinn hlyti meirihlutastuðning á þingi (33 atkvæði gegn 23, og 7 sátu hjá). LandráðabrigslÞað var ekki síst fyrir áhrif EES-samningsins sem Ísland náði sér aftur á skrið eftir lengsta samdráttarskeið á lýðveldistímanum (1988-94). EES-samingurinn er ekki bara venjulegur fríverslunarsamningur sem tryggir okkur nær ótakmarkaðan markaðsaðgang á stærsta fríverslunarsvæði heimsins. Vaxtarhömlur hins örfámenna heimamarkaðar hurfu á svipstundu. Íslenskum fyrirtækjum opnuðust ný tækifæri á þrjú hundruð milljóna manna heimamarkaði. Sömu reglur giltu á svæðinu öllu um vöruviðskipti, fjármálamarkaði og á vinnumarkaði, auk þess sem samkeppnisreglur færðust í svipað horf. Þetta skapaði forsendur fyrir nýju framfaraskeiði, sem ekki létu á sér standa. Af pólitískum ástæðum áttu aðstandendur EES-samningsins, sem fyrst og fremst var að finna meðal stuðningsfólks Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins, fullt í fangi með að tryggja honum framgang með þjóðinni og á Alþingi. Andstæðingar samningsins úthrópuðu hann sem landráðagerning; þeir sögðu hann tákna endalok sjálfstæðis og framsal fullveldis; þeir héldu því fram að útlendir veiðiflotar mundu leggja undir sig Íslandsmið, að náttúruperlur og laxveiðiár mundu færast í eigu útlendinga og að landið mundi fyllast af erlendu verkafólki.Ekkert af þessu átti þá við rök að styðjast. En það er hollt að minnast þessa málflutnings í aðdraganda næstu kosninga sem væntanlega munu snúast fyrst og fremst um eitt mál: Aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru.Það verður ekki allt í anda kristilegs bróðurþels sem þá verður látið flakka af hálfu þeirra sem þykjast bera íslenskt þjóðerni utan á sér umfram annað fólk. Minnumst hins fornkveðna að þjóðremban er ævinlega seinasta athvarf skúrksins í allri pólitík. Nú eru liðin fjórtán ár - þrjú og hálft kjörtímabil - frá því að EES-samningurinn gekk í gildi. Hingað til hefur það verið nær ágreiningslaust að samningurinn hafi reynst íslensku þjóðfélagi öflug lyftistöng til alhliða framfara. Meira að segja þeir sem voru harðir andstæðingar samningsins og fundu honum flest til foráttu hafa, eftir á að hyggja og að fenginni reynslu, sungið samningnum lof og prís. Helstu rök andstæðinga Evrópusambandsaðildar í öllum flokkum hafa reyndar verið þau að EES-samningurinn væri svo góður og tryggði svo vel hagsmuni Íslands í samskiptum við Evrópusambandið, að það væri óþarfi að stíga skrefið til fulls. Við nytum flestra þeirra réttinda sem Evrópusambandsaðild mundi veita okkur (aðild að innri markaði Evrópu á jafnréttisgrundvelli), án þess að þurfa að taka á okkur íþyngjandi skuldbindingar á móti. Pólitískt þrotabúAlþýðuflokkurinn tók af skarið þegar fyrir kosningar 1995 um það að Ísland ætti að semja um aðild að Evrópusambandinu og að taka upp evru í stað krónu um leið og við fullnægðum settum skilyrðum. Samfylkingin, sem var mynduð við samruna fólks, sem áður hafði fylgt þremur flokkum að málum, þ.e. Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Kvennalista, erfði Evrópustefnu Alþýðuflokksins og hefur fylgt henni síðan, þótt með hangandi hendi sé. Sjálfstæðisflokkurinn, undir forystu Davíðs Oddssonar og síðar Geirs Haarde, hefur hins vegar staðið þvert á móti. Vinstri græn eru samkvæmt stefnuskrá sinni andvíg Evrópusambandsaðild, þótt brátt kunni að renna á þau tvær grímur. Framsóknarflokkurinn hefur verið tvíátta. Undir forystu Halldórs Ágrímssonar daðraði flokksforystan dálítið við hugsanlega Evrópusambandsaðild, án þess þó að verulegur hugur fylgdi máli. Nú er hins vegar svo komið að Evrópusambandsandstaðan hefur orðið fv. formanni flokksins, Guðna Ágústssyni, að fótakefli. Hann er stokkinn frá borði en flokkurinn mun væntanlega taka stefnuna á Evróðusambandsaðild á flokksþingi í janúar nk. Frjálslyndi flokkurinn stendur nú fyrir skoðanakönnun meðal fylgismanna sinna, sem verður birt innan tíðar. Stærstu tíðindin eru hins vegar þau að nú er brostinn á flótti meðal andstæðinga Evrópusambandsaðildar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt skoðanakönnunum er flokkurinn að vísu rúinn trausti og fylgi. Forystumenn hans gera sér helst vonir um að þeir geti stöðvað fylgishrunið og endurheimt glatað fylgi með því að kúvenda enn einu sinni í Evrópumálum. Flestir spá því að á landsfundi flokksins í lok janúar á næsta ári verði stefnubreytingin formlega staðfest. Þar með hefði pólitísk arfleifð Davíðs Oddssonar beðið endanlegt skipbrot: Efnahagsstefnan leiddi til neyðarástands; peningamálastefnan leiddi til hruns fjármálakerfisins og falls gjaldmiðilsins; og andstaðan við Evrópusambandsaðild og upptöku evru hefur hingað til komið í veg fyrir fyrirbyggjandi björgunarráðstafanir. Þetta er trúlega stærsta pólitískt þrotabú Íslandssögunnar. Þessi dapurlega niðurstaða hefur ásamt öðru afsannað tvær lífseigar kenningar um íslensk stjórnmál: Sú fyrri er að sjálfstæðismönnum sé betur treystandi fyrir fjármálum ríkisins en öðrum af því að þeir hafi vit á peningum.Það þarf meira en meðalkokhreysti til þess að dirfast að halda fram slíkri firru upp í opið geðið á greiðsluþrota þjóð eftir sautján ára fjármálastjórn sjálfstæðismanna. Hin kenningin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn taki ævinlega forystu fyrir þjóðinni þegar á það reynir að taka erfiðar ákvarðanir um nánara samstarf við aðrar þjóðir á sviði viðskipta og efnahagsmála. Sú kenning stenst reyndar ekki dóm staðreyndanna. Hringlandaháttur Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum hefur verið með endemum. Það er fjarstæða að kenna flokkinn við stefnufestu á því sviði. Staðreyndirnar tala sínu máli í þessu efni. Getuleysi forystu Sjálfstæðisflokksins til þess að taka vandasamar en erfiðar ákvarðanir um nánara samstarf við önnur lýðræðisríki í Evrópu á efnahagssviðinu hefur reynst þjóðinni dýrkeypt. Sú staðreynd að óttinn við klofning flokksins hefur ráðið meiru en skylduræknin við hagsmuni þjóðarinnar í þessu máli er þungur áfellisdómur yfir Sjálfstæðisflokknum, sem mun fylgja honum um ókomna framtíð. @Megin-Ol umraedugr 8,3p 1.m : Höfundur var formaður Alþýðuflokksins 1984-96, sem fyrstur flokka boðaði inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru, þegar fyrir kosningar 1995. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um Evrópumál Hvers vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn staðið þvert í vegi fyrir því að þjóðin gæti látið á það reyna, hvort brýnustu þjóðarhagsmunum væri betur borgið með aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru? Hvers vegna hafa forystumenn flokksins ekki viljað heyra á það minnst, jafnvel þótt meirihluti þjóðarinnar og meirihluti þeirra eigin kjósenda hafi löngum viljað láta á þetta reyna? Hvers vegna þverskallast forystumenn flokksins við öllum slíkum kröfum, þótt flestir forvígismenn íslensks atvinnu- og fjármálalífs, sem reyndar gera flokkinn út, hafi snúist á þá sveif með vaxandi þunga í seinni tíð? Er þetta ekki í ósamræmi við þá viðteknu kenningu (eða goðsögn) að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ævinlega haft forgöngu um nánara samstarf Íslendinga við aðrar þjóðir á sviði verslunar og viðskipta, þegar á hefur reynt? Eða er sú kenning bara bábilja sem stenst ekki nánari skoðun? Sjálfstæðisflokkurinn íslenski er eini hægri flokkurinn í gervallri Evrópu sem hefur forherst í andstöðu sinni við aðild að Evrópusambandinu. Meira að segja breska íhaldinu dettur ekki í hug að segja Stóra-Bretland úr Evrópusambandinu, þótt þeir hafi einatt allt á hornum sér þar innan dyra. Til þess eru viðskiptahagsmunir Breta af Evrópusambandsaðild allt of ríkir. Hvað veldur þessari sérstöðu íslenska íhaldsflokksins í reynd? Sannleikurinn er sá að kenningin um forystuhlutverk Sjálfstæðisflokksins að því er varðar nánara samstarf við aðrar þjóðir á grundvelli fríverslunar stenst illa nánari skoðun. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi haft ótvíræða forystu um inngönguna í NATO og varnarsamstarfið við Bandaríkin á sínum tíma, gildir ekki það sama um frelsi í viðskiptum. Lengst af sögu sinnar hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið ríkisforsjár- og haftaflokkur, í helmingaskiptum við Framsóknarflokkinn. Valdakerfi flokksins var beinlínis byggt upp í kringum ríkisforsjá og pólitíska stjórnun á ríkisbönkum og sjóðum. Það borgaði sig fyrir atvinnurekendur að vera í Sjálfstæðisflokknum. Og það gat nálgast að vera refsivert athæfi að vera það ekki. Stóra undantekningin frá ríkisforsjárstefnu Sjálfstæðisflokksins var Viðreisnarstjórnin 1959-71. Hinn pólitíski frumkvöðull að auknu frjálsræði í viðskiptalífinu innan Viðreisnarstjórnarinnar var Gylfi Þ. Gíslason, formaður Alþýðuflokksins og viðskiptaráðherra Viðreisnar. Viðreisnarstjórnin afnam gjaldeyrishöft, skráði gengið rétt og jók frelsi í innflutningi. En því voru þröng takmörk sett sem Alþýðuflokkurinn gat tosað Sjálfstæðisflokknum í átt til aukins frjálsræðis. Það var einmitt á þessum árum sem landbúnaðurinn var í sívaxandi mæli gerður út á kostnað skattgreiðenda (útflutningsbætur). Ríkisvaldið ákvað fiskverð. Hvort tveggja gengi gjaldmiðilsins og vextir inn- og útlána var ákveðið af pólitíkusum. Útflutningurinn var háður pólitískum leyfisveitingum. Steingrímur Hermannsson segir frá því í ævisögu sinni að meðal verkefna í fyrstu samsteypustjórn sem hann tók þátt í hafi verið að ákveða verð á kók og prins póló. Helmingaskipti og ríkisforsjáAllt var þetta ríkisforsjárkerfi niðurnjörvað út í ystu æsar samkvæmt helmingaskiptareglu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar: Þetta handa okkur - hitt handa SÍS. Hlunnindum á vegum ríkisins var úthlutað eftir pólitískum verðleikum. Skjólstæðingar flokkanna höfðu forgang um lánveitingar úr bönkunum sem lutu stjórn pólitískra bankastjóra og bankaráða. Lánin voru óverðtryggð í 35-40% verðbólgu og því eftirsótt gæði; nánast pólitísk gjafavara. Þetta kerfi hélt velli og færðist raunar í aukana, eftir fall Viðreisnar 1971 og á framsóknaráratugunum sem tóku við. Það var ekki fyrr en verðtrygging fjárskuldbindinga og raunvextir komu til sögunnar og kollvörpuðu SÍS, sem hafði undir lokin lifað af nær eingöngu vegna pólitískrar fyrirgreiðslu, að helmingaskiptakerfi flokkanna skekktist á grunninum og hrundi loks saman. Það var reyndar í tíð vinstristjórnar Steingríms Hermannssonar (1988-91)sem fyrstu skrefin í frjálsræðisátt voru tekin á ný: Frelsi í útflutningi, afnám gjaldeyrishafta og takmarkað frelsi til fjármagnsflutninga milli landa; einkavæðing Útvegsbankans og sameining banka. Síðast en ekki síst EES-samningurinn sjálfur, sem breytti öllu efnahagsumhverfi á Íslandi í frjálsræðisátt. Stiklum á stóru um stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum á sl. tveimur áratugum. Segja má að Davíð Oddsson hafi hafið landsmálaferil sinn sem formaður aldamótanefndar Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann lagði eindregið til að Ísland stefndi að inngöngu í Evrópusambandið. Þrátt fyrir þetta vegarnesti Davíðs var Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu (1988-91), undir forystu Þorsteins Pálssonar, andvígur EES-samningnum. Í staðinn boðuðu sjálfstæðismenn tvíhliða fríverslunarsamning við Evrópusambandið um fisk, sem þeir vissu allan tímann að stóð ekki til boða. Þannig hikuðu þeir ekki við að láta ótvíræða þjóðarhagsmuni víkja fyrir meintum flokkshagsmunum. Þegar Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag hlupust undan ábyrgð á EES-samningnum fyrir kosningar 1991, átti ég ekki annarra kosta völ en að semja við Davíð Oddsson um stjórnarmyndun til að tryggja framgang EES-samningsins. Davíð tvínónaði ekki við að falla frá stefnu flokks síns í stjórnarandstöðu og styðja EES-samninginn, sem flokkurinn hafði áður lýst sig andvígan, til þess að komast í stjórn. Enn og aftur var það valdastaða flokksins sem skipti mestu máli. Sjálfstæðiflokkurinn hafði því ekkert frumkvæði að EES-samningnum og lét aldrei brjóta á sér í málinu. Þegar mestur styrr stóð um EES-samninginn fyrir kosningarnar 1991, fór Sjálfstæðisflokkurinn með löndum. Hann óttaðist klofning. Það var ekki að ástæðulausu. Það var hörð andstaða við samninginn í landsbyggðararmi Sjálfstæðisflokksins allan tímann þannig að það mátti vart tæpara standa að samningurinn hlyti meirihlutastuðning á þingi (33 atkvæði gegn 23, og 7 sátu hjá). LandráðabrigslÞað var ekki síst fyrir áhrif EES-samningsins sem Ísland náði sér aftur á skrið eftir lengsta samdráttarskeið á lýðveldistímanum (1988-94). EES-samingurinn er ekki bara venjulegur fríverslunarsamningur sem tryggir okkur nær ótakmarkaðan markaðsaðgang á stærsta fríverslunarsvæði heimsins. Vaxtarhömlur hins örfámenna heimamarkaðar hurfu á svipstundu. Íslenskum fyrirtækjum opnuðust ný tækifæri á þrjú hundruð milljóna manna heimamarkaði. Sömu reglur giltu á svæðinu öllu um vöruviðskipti, fjármálamarkaði og á vinnumarkaði, auk þess sem samkeppnisreglur færðust í svipað horf. Þetta skapaði forsendur fyrir nýju framfaraskeiði, sem ekki létu á sér standa. Af pólitískum ástæðum áttu aðstandendur EES-samningsins, sem fyrst og fremst var að finna meðal stuðningsfólks Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins, fullt í fangi með að tryggja honum framgang með þjóðinni og á Alþingi. Andstæðingar samningsins úthrópuðu hann sem landráðagerning; þeir sögðu hann tákna endalok sjálfstæðis og framsal fullveldis; þeir héldu því fram að útlendir veiðiflotar mundu leggja undir sig Íslandsmið, að náttúruperlur og laxveiðiár mundu færast í eigu útlendinga og að landið mundi fyllast af erlendu verkafólki.Ekkert af þessu átti þá við rök að styðjast. En það er hollt að minnast þessa málflutnings í aðdraganda næstu kosninga sem væntanlega munu snúast fyrst og fremst um eitt mál: Aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru.Það verður ekki allt í anda kristilegs bróðurþels sem þá verður látið flakka af hálfu þeirra sem þykjast bera íslenskt þjóðerni utan á sér umfram annað fólk. Minnumst hins fornkveðna að þjóðremban er ævinlega seinasta athvarf skúrksins í allri pólitík. Nú eru liðin fjórtán ár - þrjú og hálft kjörtímabil - frá því að EES-samningurinn gekk í gildi. Hingað til hefur það verið nær ágreiningslaust að samningurinn hafi reynst íslensku þjóðfélagi öflug lyftistöng til alhliða framfara. Meira að segja þeir sem voru harðir andstæðingar samningsins og fundu honum flest til foráttu hafa, eftir á að hyggja og að fenginni reynslu, sungið samningnum lof og prís. Helstu rök andstæðinga Evrópusambandsaðildar í öllum flokkum hafa reyndar verið þau að EES-samningurinn væri svo góður og tryggði svo vel hagsmuni Íslands í samskiptum við Evrópusambandið, að það væri óþarfi að stíga skrefið til fulls. Við nytum flestra þeirra réttinda sem Evrópusambandsaðild mundi veita okkur (aðild að innri markaði Evrópu á jafnréttisgrundvelli), án þess að þurfa að taka á okkur íþyngjandi skuldbindingar á móti. Pólitískt þrotabúAlþýðuflokkurinn tók af skarið þegar fyrir kosningar 1995 um það að Ísland ætti að semja um aðild að Evrópusambandinu og að taka upp evru í stað krónu um leið og við fullnægðum settum skilyrðum. Samfylkingin, sem var mynduð við samruna fólks, sem áður hafði fylgt þremur flokkum að málum, þ.e. Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Kvennalista, erfði Evrópustefnu Alþýðuflokksins og hefur fylgt henni síðan, þótt með hangandi hendi sé. Sjálfstæðisflokkurinn, undir forystu Davíðs Oddssonar og síðar Geirs Haarde, hefur hins vegar staðið þvert á móti. Vinstri græn eru samkvæmt stefnuskrá sinni andvíg Evrópusambandsaðild, þótt brátt kunni að renna á þau tvær grímur. Framsóknarflokkurinn hefur verið tvíátta. Undir forystu Halldórs Ágrímssonar daðraði flokksforystan dálítið við hugsanlega Evrópusambandsaðild, án þess þó að verulegur hugur fylgdi máli. Nú er hins vegar svo komið að Evrópusambandsandstaðan hefur orðið fv. formanni flokksins, Guðna Ágústssyni, að fótakefli. Hann er stokkinn frá borði en flokkurinn mun væntanlega taka stefnuna á Evróðusambandsaðild á flokksþingi í janúar nk. Frjálslyndi flokkurinn stendur nú fyrir skoðanakönnun meðal fylgismanna sinna, sem verður birt innan tíðar. Stærstu tíðindin eru hins vegar þau að nú er brostinn á flótti meðal andstæðinga Evrópusambandsaðildar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt skoðanakönnunum er flokkurinn að vísu rúinn trausti og fylgi. Forystumenn hans gera sér helst vonir um að þeir geti stöðvað fylgishrunið og endurheimt glatað fylgi með því að kúvenda enn einu sinni í Evrópumálum. Flestir spá því að á landsfundi flokksins í lok janúar á næsta ári verði stefnubreytingin formlega staðfest. Þar með hefði pólitísk arfleifð Davíðs Oddssonar beðið endanlegt skipbrot: Efnahagsstefnan leiddi til neyðarástands; peningamálastefnan leiddi til hruns fjármálakerfisins og falls gjaldmiðilsins; og andstaðan við Evrópusambandsaðild og upptöku evru hefur hingað til komið í veg fyrir fyrirbyggjandi björgunarráðstafanir. Þetta er trúlega stærsta pólitískt þrotabú Íslandssögunnar. Þessi dapurlega niðurstaða hefur ásamt öðru afsannað tvær lífseigar kenningar um íslensk stjórnmál: Sú fyrri er að sjálfstæðismönnum sé betur treystandi fyrir fjármálum ríkisins en öðrum af því að þeir hafi vit á peningum.Það þarf meira en meðalkokhreysti til þess að dirfast að halda fram slíkri firru upp í opið geðið á greiðsluþrota þjóð eftir sautján ára fjármálastjórn sjálfstæðismanna. Hin kenningin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn taki ævinlega forystu fyrir þjóðinni þegar á það reynir að taka erfiðar ákvarðanir um nánara samstarf við aðrar þjóðir á sviði viðskipta og efnahagsmála. Sú kenning stenst reyndar ekki dóm staðreyndanna. Hringlandaháttur Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum hefur verið með endemum. Það er fjarstæða að kenna flokkinn við stefnufestu á því sviði. Staðreyndirnar tala sínu máli í þessu efni. Getuleysi forystu Sjálfstæðisflokksins til þess að taka vandasamar en erfiðar ákvarðanir um nánara samstarf við önnur lýðræðisríki í Evrópu á efnahagssviðinu hefur reynst þjóðinni dýrkeypt. Sú staðreynd að óttinn við klofning flokksins hefur ráðið meiru en skylduræknin við hagsmuni þjóðarinnar í þessu máli er þungur áfellisdómur yfir Sjálfstæðisflokknum, sem mun fylgja honum um ókomna framtíð. @Megin-Ol umraedugr 8,3p 1.m : Höfundur var formaður Alþýðuflokksins 1984-96, sem fyrstur flokka boðaði inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru, þegar fyrir kosningar 1995.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar