Flugþjónninn kveikti í vélinni Óli Tynes skrifar 16. maí 2008 15:14 Nítján ára bandarískur flugþjónn var svo reiður yfir flugleiðinni sem hann var settur á að hann kveikti í klósetti flugvélarinnar. Eder Rojas vinnur....eða öllu heldur vann hjá Compass Airlines sem er dótturfélag Northwest Airlines. Hann var á flugleið frá Minneapolis til Regina í Kanada, með millilendingu í hinum fræga bíóbæ Fargo. Við það var hann vægast sagt ósáttur. Og fékk útrás fyrir gremju sína með því að kveikja í pappírshandþurrkum á klósettinu. Vélin var búin að vera á flugi í 35 mínútur þegar ljós kviknaði í stjórnklefanum sem varaði við reyk á klósettinu. Rojas og annar flugþjónn voru beðnir um að kanna málið. Og mikið rétt, handþurrkurnar stóðu í björtu báli. Rojas, hinn flugþjónninn og farþegi fengu lof fyrir að slökkva eldinn með handslökkvitæki. Vélin lenti heilu og höldnu í Fargo. Sjötíu og tveir farþegar voru um borð og engan þeirra sakaði. Það var semsagt allt í góðu þartil FBI komst í málið. Lögreglumennirnir fundu kveikjara í farangursrýminu sem er fyrir ofan sætin. Og á kveikjaranum fundu þeir fingraför Rojas. Hann á yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi. Erlent Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Sjá meira
Nítján ára bandarískur flugþjónn var svo reiður yfir flugleiðinni sem hann var settur á að hann kveikti í klósetti flugvélarinnar. Eder Rojas vinnur....eða öllu heldur vann hjá Compass Airlines sem er dótturfélag Northwest Airlines. Hann var á flugleið frá Minneapolis til Regina í Kanada, með millilendingu í hinum fræga bíóbæ Fargo. Við það var hann vægast sagt ósáttur. Og fékk útrás fyrir gremju sína með því að kveikja í pappírshandþurrkum á klósettinu. Vélin var búin að vera á flugi í 35 mínútur þegar ljós kviknaði í stjórnklefanum sem varaði við reyk á klósettinu. Rojas og annar flugþjónn voru beðnir um að kanna málið. Og mikið rétt, handþurrkurnar stóðu í björtu báli. Rojas, hinn flugþjónninn og farþegi fengu lof fyrir að slökkva eldinn með handslökkvitæki. Vélin lenti heilu og höldnu í Fargo. Sjötíu og tveir farþegar voru um borð og engan þeirra sakaði. Það var semsagt allt í góðu þartil FBI komst í málið. Lögreglumennirnir fundu kveikjara í farangursrýminu sem er fyrir ofan sætin. Og á kveikjaranum fundu þeir fingraför Rojas. Hann á yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi.
Erlent Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Sjá meira