Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Cleveland vann sinn ellefta heimasigur í jafn mörgum leikjum með sigri á Indiana, 97-73.
LeBron James hafði hægt um sig og skoraði ekki nema ellefu stig í leiknum. Það kom þó ekki að sök. Anderson Varejao skoraði sautján stig í leiknum og klikkaði ekki á skoti í öllum fyrri hálfleik.
Cleveland hefur unnið fimmtán af síðustu sextán leikjum sínum eftir að hafa tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum tímabilsins. Liðið hefur nú unnið Indiana í níu skipti í röð.
Mo Williams og Zydrunas Ilgauskas voru með sautján stig rétt eins og Varejao.
Önnur úrslit í nótt:
Orlando Magic - Oklahoma City Thunder 98-89
Washington Wizards - LA Lakers 104-106
Atlanta Hawks - New York Knicks 98-95
New Jersey Nets - Minnesota Timberwolves 113-84
Boston Celtics - Portland Trail Blazers 93-78
Detroit Pistons - Philadelphia 76ers 91-96
Memphis Grizzlies - LA Clippers 93-81
Houston Rockets - Golden State Warriors 131-112
Milwaukee Bucks - Charlotte Bobcats 101-96
Utah Jazz - Toronto Raptors 114-87