Okkar stefna í framkvæmd: Að standa með fólkinu Svandís Svavarsdóttir skrifar 7. desember 2008 05:00 :Magnaðir eru tímarnir fyrir margra hluta sakir. Bankahrun og kollsteypur fjölskyldna og fyrirtækja. Við stjórnvölinn er svo ríkisstjórn sem hefur glatað öllu trausti kjósenda ef marka má skoðanakannanir. Stjórnarflokkarnir bera ábyrgðina, þeir báðir, ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn. Hvað hyggst ríkisstjórnin fyrir? Frést hefur af flötum niðurskurði, 10% á einum stað, 20% í utanríkisráðuneytinu þar sem Varnarmálastofnun er á sínum stað en skorin er niður þróunaraðstoð. Hver ákveður prósentin 10? Fjármálaráðherrann? Ráðuneytisstjórinn sem liggur undir ámæli fyrir að nýta sér innherjaupplýsingar í eigin þágu? Hvaðan kemur krafan? Frá fjárlaganefndinni, þinginu þar sem fjárveitingarvaldið er? Hver er stefnan? Á hverju eigum við von, þjóðin, sem er að reyna að botna í ástandinu? Þjóðin sem núna horfir á Egil, mætir á Austurvöll, hrópar úti, ber í borðið heima, fyllist reiði og vonleysi á víxl. Stundum meira að segja heift. Hver er meginstefna ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður? Reykjavíkurborg hefur sammælst, þverpólitískt, um aðgerðaáætlun þar sem þrjár meginreglur voru kynntar strax í byrjun október. 1. Við stöndum vörð um grunnþjónustuna. 2. Við hækkum ekki gjaldskrárnar. 3. Við verjum störfin. Þessar áherslur eru félagslegar, bera þess merki að vera lagðar fram í samstöðu, með aðild Vinstri grænna og Samfylkingar. Þetta eru félagslegar áherslur sem allir hafa fallist á. Þótt við séum í minnihluta. En framkvæmd stefnunnar væri að sjálfsögðu í öruggari í höndum meirihluta sem við ættum aðild að. En samt sýnir þessi niðurstaða árangur, mikilvægan árangur. Þessar áherslur snúast um að reyna að tryggja að borgaryfirvöld standi með borgarbúum. Aðgerðaráætlun borgarinnar snýst um hagstjórn, um að standa með borgarbúum, um að verjast atvinnuleysi eins og unnt er, um að standa með starfsfólkinu. Með hverjum stendur ríkisstjórn Íslands þegar enn einn blaðamannafundurinn er haldinn og nú um atvinnumál á sama tíma og verið er að reka fólk frá Ríkisútvarpinu og ríkisstarfsmenn bíða milli vonar og ótta? Þverpólitísk aðgerðaráætlun borgarstjórnar var hugsuð til þess að draga úr óvissu. Að starfsfólk borgarinnar vissi á hverju það ætti von en ekki síður borgarbúar allir. Grunnþjónustan verður varin, gjaldskrárnar ekki hækkaðar og starfsfólkið heldur störfunum. Á óvissutímum þarf að draga úr óvissu. Ríkisstjórn Íslands hefur brugðist á öllum sviðum og þar er einna alvarlegast að halda almenningi óupplýstum, hræddum og efins. Traustið er farið og verður ekki endurnýjað nema með kosningum og nýju umboði. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
:Magnaðir eru tímarnir fyrir margra hluta sakir. Bankahrun og kollsteypur fjölskyldna og fyrirtækja. Við stjórnvölinn er svo ríkisstjórn sem hefur glatað öllu trausti kjósenda ef marka má skoðanakannanir. Stjórnarflokkarnir bera ábyrgðina, þeir báðir, ekki bara Sjálfstæðisflokkurinn. Hvað hyggst ríkisstjórnin fyrir? Frést hefur af flötum niðurskurði, 10% á einum stað, 20% í utanríkisráðuneytinu þar sem Varnarmálastofnun er á sínum stað en skorin er niður þróunaraðstoð. Hver ákveður prósentin 10? Fjármálaráðherrann? Ráðuneytisstjórinn sem liggur undir ámæli fyrir að nýta sér innherjaupplýsingar í eigin þágu? Hvaðan kemur krafan? Frá fjárlaganefndinni, þinginu þar sem fjárveitingarvaldið er? Hver er stefnan? Á hverju eigum við von, þjóðin, sem er að reyna að botna í ástandinu? Þjóðin sem núna horfir á Egil, mætir á Austurvöll, hrópar úti, ber í borðið heima, fyllist reiði og vonleysi á víxl. Stundum meira að segja heift. Hver er meginstefna ríkisstjórnarinnar við þessar aðstæður? Reykjavíkurborg hefur sammælst, þverpólitískt, um aðgerðaáætlun þar sem þrjár meginreglur voru kynntar strax í byrjun október. 1. Við stöndum vörð um grunnþjónustuna. 2. Við hækkum ekki gjaldskrárnar. 3. Við verjum störfin. Þessar áherslur eru félagslegar, bera þess merki að vera lagðar fram í samstöðu, með aðild Vinstri grænna og Samfylkingar. Þetta eru félagslegar áherslur sem allir hafa fallist á. Þótt við séum í minnihluta. En framkvæmd stefnunnar væri að sjálfsögðu í öruggari í höndum meirihluta sem við ættum aðild að. En samt sýnir þessi niðurstaða árangur, mikilvægan árangur. Þessar áherslur snúast um að reyna að tryggja að borgaryfirvöld standi með borgarbúum. Aðgerðaráætlun borgarinnar snýst um hagstjórn, um að standa með borgarbúum, um að verjast atvinnuleysi eins og unnt er, um að standa með starfsfólkinu. Með hverjum stendur ríkisstjórn Íslands þegar enn einn blaðamannafundurinn er haldinn og nú um atvinnumál á sama tíma og verið er að reka fólk frá Ríkisútvarpinu og ríkisstarfsmenn bíða milli vonar og ótta? Þverpólitísk aðgerðaráætlun borgarstjórnar var hugsuð til þess að draga úr óvissu. Að starfsfólk borgarinnar vissi á hverju það ætti von en ekki síður borgarbúar allir. Grunnþjónustan verður varin, gjaldskrárnar ekki hækkaðar og starfsfólkið heldur störfunum. Á óvissutímum þarf að draga úr óvissu. Ríkisstjórn Íslands hefur brugðist á öllum sviðum og þar er einna alvarlegast að halda almenningi óupplýstum, hræddum og efins. Traustið er farið og verður ekki endurnýjað nema með kosningum og nýju umboði. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar