Þeir sem slasast í þýsku borginni Stuttgart mega búast við að verða fluttir hratt og þægilega á sjúkrahús í framtíðinni.
Slökkviliðið þar í borg hefur tekið tvo Porsche Cayenne jeppa til sjúkraflutninga í flota sinn.
Talsmaður Porsche sagði að þetta hefði verið töluvert mál, því það hefði þurft að gerbreyta öllum innréttingum jeppanna.
Á þá var svo sett ný tegund sírenu sem er sögð heyrast betur í umferðinni en aðrar sírenur.
Talsmaðurinn sagði að þetta væri þó ekki markaður sem þeir hyggðust leggja mikla áherslu á.
Eina borgin sem hefur Porsche sjúkrajeppa í þjónustu sinni fyrir utan Stuttgart er Moskva.