Kosið til þings í Austurríki og Hvíta-Rússlandi Guðjón Helgason skrifar 28. september 2008 12:10 Hinn umdeildi Jörg Haider, leiðtogi Bandalags um framtíð Austurríkis, greiddi atkvæði á kjörstað í Klagenfurt í morgun. MYND/AP Austurríkismenn og Hvít-rússar kjósa sér þing í dag. Í Austurríki er útlit fyrir að öfga hægriflokkar bæti við sig fylgi. Forseti Hvíta-Rússlands gerir sér vonir um að kosningarnar í heimalandi hans verði vesturveldunum þóknanlegar. Um snemmbúnar kosningar er að ræða í Austurríki eftir að samsteypustjórn Þjóðarflokksins og Sósíaldemókrata sprakk í sumar. Hún hafði aðeins starfað í eitt og hálft ár. Kannanir benda til að þessir tveir stærstu flokkar Austurríkis fái samanlagt innan við 60% atkvæða sem yrði verstu úrslit flokkanna í kosningum síðan frá lokum Seinni heimsstyrjaldar. Því er helst spáð að tveir öfga-hægri-flokkar, Frelsisflokkurinn og Bandalag um framtíð Austurríkis, flokkur hins umdeilda Jörgs Haiders, bæti við sig töluverðu fylgi. Kosningarnar í Austurríki í dag eru fyrir margt sögulegar. 10 flokkar eru í framboði sem er met í Austurríki. Annað sem vekur athygli er að samkvæmt nýjum kosningalögum verður þetta í fyrsta sinn í Evrópusambandslandi sem ungmenni á aldrinum 16 og 17 ára fá að kjósa. Í Hvíta-Rússlandi er kosið til neðri deildar þings. Þar sitja nú 110 þingmenn sem allir eru bandamenn Alexanders Lúkasjenkós, umdeilds forseta landsins síðustu 14 árin. Hann bindur vonir við að kosningarnar nú hljóti blessun vesturveldana og verði til að bæta samskipti hans við Bandaríkin og Evrópusambandið en ráðamenn í Washington hafa lýst Lúkasjenko sem síðasta einræðisherra Evrópu. Hann hefur verið sakaður um kosningasvik, ritskoðun og ofsóknir á hendur andstæðingum sínum. Stjórnarandstæðingar hafa sameinast í tveimur fylkingum fyrir kosningarnar í dag. Flestir þeirra sniðgengu kosningarnar 2000 en stjórnarandstöðuflokkar buðu fram til þings 2004, án árangurs. Erlent Fréttir Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Austurríkismenn og Hvít-rússar kjósa sér þing í dag. Í Austurríki er útlit fyrir að öfga hægriflokkar bæti við sig fylgi. Forseti Hvíta-Rússlands gerir sér vonir um að kosningarnar í heimalandi hans verði vesturveldunum þóknanlegar. Um snemmbúnar kosningar er að ræða í Austurríki eftir að samsteypustjórn Þjóðarflokksins og Sósíaldemókrata sprakk í sumar. Hún hafði aðeins starfað í eitt og hálft ár. Kannanir benda til að þessir tveir stærstu flokkar Austurríkis fái samanlagt innan við 60% atkvæða sem yrði verstu úrslit flokkanna í kosningum síðan frá lokum Seinni heimsstyrjaldar. Því er helst spáð að tveir öfga-hægri-flokkar, Frelsisflokkurinn og Bandalag um framtíð Austurríkis, flokkur hins umdeilda Jörgs Haiders, bæti við sig töluverðu fylgi. Kosningarnar í Austurríki í dag eru fyrir margt sögulegar. 10 flokkar eru í framboði sem er met í Austurríki. Annað sem vekur athygli er að samkvæmt nýjum kosningalögum verður þetta í fyrsta sinn í Evrópusambandslandi sem ungmenni á aldrinum 16 og 17 ára fá að kjósa. Í Hvíta-Rússlandi er kosið til neðri deildar þings. Þar sitja nú 110 þingmenn sem allir eru bandamenn Alexanders Lúkasjenkós, umdeilds forseta landsins síðustu 14 árin. Hann bindur vonir við að kosningarnar nú hljóti blessun vesturveldana og verði til að bæta samskipti hans við Bandaríkin og Evrópusambandið en ráðamenn í Washington hafa lýst Lúkasjenko sem síðasta einræðisherra Evrópu. Hann hefur verið sakaður um kosningasvik, ritskoðun og ofsóknir á hendur andstæðingum sínum. Stjórnarandstæðingar hafa sameinast í tveimur fylkingum fyrir kosningarnar í dag. Flestir þeirra sniðgengu kosningarnar 2000 en stjórnarandstöðuflokkar buðu fram til þings 2004, án árangurs.
Erlent Fréttir Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira