Í nótt klukkan hálfeitt verður bein útsending á NBA TV sjónvarpsstöðinni frá leik meistara Boston Celtics og Atlanta Hawks í NBA deildinni.
Þetta verður væntanlega hörkuleikur þar sem meistararnir hafa unnið sjö af átta fyrstu leikjum sínum í vetur en Atlanta hefur unnið sex fyrstu leiki sína - þar af alla fjóra útileiki sína.
Þessi lið mættust í fyrstu umferð úrslitakeppninnar síðastliðið vor og þar höfðu meistararnir naumlega betur í oddaleik í hörkueinvígi.