Nýliði Golden State toppaði stórstjörnurnar 16. nóvember 2008 12:06 Stórleikur Anthony Morrow vakti verðskuldaða athygli í gærkvöld NordicPhotos/GettyImages Sannkallað öskubuskuævintýri átt sér stað í NBA deildinni í gærkvöldi þegar Golden State Warriors lagði LA Clippers á útivelli. Skotbakvörðurinn Anthony Morrow hjá Golden State stimplaði sig þá rækilega inn í sögubækurnar þegar hann hitti úr 15 af 20 skotum sínum, skoraði 37 stig og hirti 11 fráköst í sigri Warriors. Þetta var hæsta stigaskor nýliða sem ekki hefur verið tekinn í nýliðavalinu í nútíma sögu nýliðavalsins. Morrow þessi var þarna að spila sinn fjórða NBA leik á ferlinum og átti að baki 40 mínútur úr leikjunum þremur þar á undan. Don Nelson þjálfari Golden State ákvað mjög óvænt að setja hinn 23 ára gamla Morrow í byrjunarliðið í gær og árangurinn lét ekki á sér standa. "Þetta var bara eitt af þessum kvöldum," sagði Morrow rólegur í leikslok eftir þennan ævintýralega leik sinn. "Stráknarnir í liðinu hafa sagt mér alveg síðan í æfingabúðunum að fara bara út á völlinn og spila minn leik. Það var engin pressa á mér og mér fannst ég ekki hafa miklu að tapa þar sem ég er nýliði," sagði Morrow, sem kom úr Gorgia Tech háskólanum. Eins og nærri má geta er það ekki daglegt brauð að menn sem ekki eru teknir í 60 manna nýliðavali NBA deildarinnar slái í gegn með þessum hætti. Toppaði LeBron James og Kobe Bryant Vísir kannaði til gamans hvernig þremur þekktum stórstjörnum deildarinnar gekk að ná öðrum eins stórleik og Morrow náði í gær þegar þær voru að koma inn í deildina á sínum tíma. LeBron James hjá Cleveland kom inn í deildina árið 2003 með miklu fjaðrafoki en hann skoraði til að mynda aðeins sjö stig í sínum fjórða leik á nýliðaárinu. James tókst aðeins tvisvar á öllu nýliðaárinu að skora meira en Morrow skoraði í gær. Kobe Bryant stendur Morrow ansi langt að baki í þessum efnum. Hann kom inn í deildina árið 1996 og skoraði 10 stig í fjórða leik sínum á nýliðaárinu með LA Lakers. Bryant náði ekki að toppa stigaskor Morrow í gær fyrr en í mars á þriðja árinu sínu í deildinni. Michael Jordan jafnaði árangur Morrow í sínum þriðja NBA leik með Chicago árið 1984, en toppaði hann ekki fyrr en í sínum níunda leik. NBA Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Aron ekki skráður inn á HM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Sannkallað öskubuskuævintýri átt sér stað í NBA deildinni í gærkvöldi þegar Golden State Warriors lagði LA Clippers á útivelli. Skotbakvörðurinn Anthony Morrow hjá Golden State stimplaði sig þá rækilega inn í sögubækurnar þegar hann hitti úr 15 af 20 skotum sínum, skoraði 37 stig og hirti 11 fráköst í sigri Warriors. Þetta var hæsta stigaskor nýliða sem ekki hefur verið tekinn í nýliðavalinu í nútíma sögu nýliðavalsins. Morrow þessi var þarna að spila sinn fjórða NBA leik á ferlinum og átti að baki 40 mínútur úr leikjunum þremur þar á undan. Don Nelson þjálfari Golden State ákvað mjög óvænt að setja hinn 23 ára gamla Morrow í byrjunarliðið í gær og árangurinn lét ekki á sér standa. "Þetta var bara eitt af þessum kvöldum," sagði Morrow rólegur í leikslok eftir þennan ævintýralega leik sinn. "Stráknarnir í liðinu hafa sagt mér alveg síðan í æfingabúðunum að fara bara út á völlinn og spila minn leik. Það var engin pressa á mér og mér fannst ég ekki hafa miklu að tapa þar sem ég er nýliði," sagði Morrow, sem kom úr Gorgia Tech háskólanum. Eins og nærri má geta er það ekki daglegt brauð að menn sem ekki eru teknir í 60 manna nýliðavali NBA deildarinnar slái í gegn með þessum hætti. Toppaði LeBron James og Kobe Bryant Vísir kannaði til gamans hvernig þremur þekktum stórstjörnum deildarinnar gekk að ná öðrum eins stórleik og Morrow náði í gær þegar þær voru að koma inn í deildina á sínum tíma. LeBron James hjá Cleveland kom inn í deildina árið 2003 með miklu fjaðrafoki en hann skoraði til að mynda aðeins sjö stig í sínum fjórða leik á nýliðaárinu. James tókst aðeins tvisvar á öllu nýliðaárinu að skora meira en Morrow skoraði í gær. Kobe Bryant stendur Morrow ansi langt að baki í þessum efnum. Hann kom inn í deildina árið 1996 og skoraði 10 stig í fjórða leik sínum á nýliðaárinu með LA Lakers. Bryant náði ekki að toppa stigaskor Morrow í gær fyrr en í mars á þriðja árinu sínu í deildinni. Michael Jordan jafnaði árangur Morrow í sínum þriðja NBA leik með Chicago árið 1984, en toppaði hann ekki fyrr en í sínum níunda leik.
NBA Mest lesið Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Handbolti Aron ekki skráður inn á HM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira