Ólöf María Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, komst auðveldlega í gegnum niðurskurð í gær á Opna ítalska BMW-mótinu sem fram fer í Toskana héraði á Ítalíu þessa dagana.
Ólöf María lék fyrsta hringinn í fyrradag á 73 höggum en bætti um betur í gær þegar hún lék á 72 höggum og er sem stendur í 21.-25. sæti þegar keppnin á mótinu er hálfnuð.
Mótið er liður í Evrópumótaröðinni og þar er Ólöf María í 130. sæti á peningalistanum en hún þarf að vera í einu að 90 efstu sætunum á þeim lista til þess að halda keppnisréttinum á næsta tímabili Evrópumótaraðarinnar.
Ólöf komst í gegnum niðurskurð

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti


Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar
Körfubolti



Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn

