Fórnarlambið? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 10. október 2008 07:00 Niðurstaðan af eintali Davíðs Oddssonar við sjálfan sig í Kastljósi RÚV sl. þriðjudagskvöld 8. okt. vakti óskipta samúð hlustenda með örlögum þessa mæðumanns. Davíð hefur, að eigin sögn, verið saklaust fórnarlamb óreiðumanna og brennuvarga (hans eigin orð) sem á undanförnum árum hafa vaðið uppi í þjóðfélaginu og farið sínu fram, þrátt fyrir fyrirbænir og varnaðarorð hins áhrifalausa seðlabankastjóra. Sjálfur var Davíð á móti útrásinni og segist reyndar aldrei hafa skilið hana. Hann segist ítrekað hafa varað við allri þessari sláttumennsku óreiðumannanna í útlöndum, en það hafi bara enginn hlustað á sig. Hann segist hafa beðið hina einkavæddu bankastjóra að gæta hófs en þeir skelltu við skollaeyrum. Hann segist hafa beðið þá í ríkisstjórninni - eftirmenn sína - um að stöðva feigðarflanið, en meira að segja þeir hlustuðu ekki á hann. Bæði forsætis- og fjármálaráðherrann, þessir fyrrverandi undirsátar hans, daufheyrðust við fyrirbænum og bænakvaki hins áhrifalausa seðlabankastjóra. Það er alveg sama við hvern hann talaði: Enginn tók mark á orðum hans. Er nema von að honum finnist ósanngjarnt að skella skuldinni af þjóðargjaldþrotinu á hann? Samt segir hann að menn megi svo sem sín vegna gera sig að píslarvætti, ef þeim líði eitthvað betur við það. Þetta er alveg nýr Davíð sem þarna birtist þjóð sinni. Lítillátur maður, að vísu vel meinandi en atkvæðalítill og pasturslaus. En fyrst og síðast misskilinn, vanræktur og gersamlega áhrifalaus. Og meira en það. Hann var öll þessi ár þar sem hann birtist þjóð sinni sem höstugur valdsmaður, sem aðrir lutu af ótta og lotningu, í raun og veru saklaust fórnarlamb myrkraafla, sem léku sér á kaldrifjaðan hátt að fjöreggi þjóðarinnar, meðan vörslumaður þess, Davíð Oddsson, sætti ofsóknum og var lagður í einelti, einangraður og áhrifalaus hornreka. Svona getur spegilmynd samtímans orðið skrítin þegar fjölmiðlar í lýðræðisþjóðfélagi - í þessu tilviki Kastljósdrengirnir - valda ekki verkefnum sínum. Hvernig hefði alvörufjölmiðill í lýðræðisþjóðfélagi farið að í svona tilfelli? Er trúlegt að seðlabankastjóra - sem hefur „presiderað" yfir hruni lánastofnana og greiðsluþroti þjóðarbúsins, eftir að hafa mistekist í sjö ár samfellt að ná yfirlýstum markmiðum peningastefnunnar - hefði verið boðið í drottningarviðtal, sem þjónaði þeim tilgangi að upphefja hans persónu í stað þess að láta hann standa fyrir máli sínu? Með öðrum þjóðum hefði fjölmiðillinn hvatt til óháða sérfræðinga á sviði fjármála og viðskipta. Þá hefðu þeir ekki látið seðlabankastjórann komast upp með að þvo hendur sínar af eigin gerðum né heldur að leika saklaust fórnarlamb. Veruleikinn er nefnilega allur annar en leikritið sem var uppfært í Kastljósi gefur til kynna. En þá hefði seðlabankastjórinn sennilega ekki mætt í Kastljós því að hann hefur á löngum valdaferli vanið fjölmiðla við það, að hann tali bara í drottningarviðtölum. Birtingarform ritskoðunarinnar eru margvísleg, víðar en í landi Pútíns. Höfundur var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar 1991-95. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Niðurstaðan af eintali Davíðs Oddssonar við sjálfan sig í Kastljósi RÚV sl. þriðjudagskvöld 8. okt. vakti óskipta samúð hlustenda með örlögum þessa mæðumanns. Davíð hefur, að eigin sögn, verið saklaust fórnarlamb óreiðumanna og brennuvarga (hans eigin orð) sem á undanförnum árum hafa vaðið uppi í þjóðfélaginu og farið sínu fram, þrátt fyrir fyrirbænir og varnaðarorð hins áhrifalausa seðlabankastjóra. Sjálfur var Davíð á móti útrásinni og segist reyndar aldrei hafa skilið hana. Hann segist ítrekað hafa varað við allri þessari sláttumennsku óreiðumannanna í útlöndum, en það hafi bara enginn hlustað á sig. Hann segist hafa beðið hina einkavæddu bankastjóra að gæta hófs en þeir skelltu við skollaeyrum. Hann segist hafa beðið þá í ríkisstjórninni - eftirmenn sína - um að stöðva feigðarflanið, en meira að segja þeir hlustuðu ekki á hann. Bæði forsætis- og fjármálaráðherrann, þessir fyrrverandi undirsátar hans, daufheyrðust við fyrirbænum og bænakvaki hins áhrifalausa seðlabankastjóra. Það er alveg sama við hvern hann talaði: Enginn tók mark á orðum hans. Er nema von að honum finnist ósanngjarnt að skella skuldinni af þjóðargjaldþrotinu á hann? Samt segir hann að menn megi svo sem sín vegna gera sig að píslarvætti, ef þeim líði eitthvað betur við það. Þetta er alveg nýr Davíð sem þarna birtist þjóð sinni. Lítillátur maður, að vísu vel meinandi en atkvæðalítill og pasturslaus. En fyrst og síðast misskilinn, vanræktur og gersamlega áhrifalaus. Og meira en það. Hann var öll þessi ár þar sem hann birtist þjóð sinni sem höstugur valdsmaður, sem aðrir lutu af ótta og lotningu, í raun og veru saklaust fórnarlamb myrkraafla, sem léku sér á kaldrifjaðan hátt að fjöreggi þjóðarinnar, meðan vörslumaður þess, Davíð Oddsson, sætti ofsóknum og var lagður í einelti, einangraður og áhrifalaus hornreka. Svona getur spegilmynd samtímans orðið skrítin þegar fjölmiðlar í lýðræðisþjóðfélagi - í þessu tilviki Kastljósdrengirnir - valda ekki verkefnum sínum. Hvernig hefði alvörufjölmiðill í lýðræðisþjóðfélagi farið að í svona tilfelli? Er trúlegt að seðlabankastjóra - sem hefur „presiderað" yfir hruni lánastofnana og greiðsluþroti þjóðarbúsins, eftir að hafa mistekist í sjö ár samfellt að ná yfirlýstum markmiðum peningastefnunnar - hefði verið boðið í drottningarviðtal, sem þjónaði þeim tilgangi að upphefja hans persónu í stað þess að láta hann standa fyrir máli sínu? Með öðrum þjóðum hefði fjölmiðillinn hvatt til óháða sérfræðinga á sviði fjármála og viðskipta. Þá hefðu þeir ekki látið seðlabankastjórann komast upp með að þvo hendur sínar af eigin gerðum né heldur að leika saklaust fórnarlamb. Veruleikinn er nefnilega allur annar en leikritið sem var uppfært í Kastljósi gefur til kynna. En þá hefði seðlabankastjórinn sennilega ekki mætt í Kastljós því að hann hefur á löngum valdaferli vanið fjölmiðla við það, að hann tali bara í drottningarviðtölum. Birtingarform ritskoðunarinnar eru margvísleg, víðar en í landi Pútíns. Höfundur var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar 1991-95.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun