Viðskipti innlent

Nýsir selur Konditori

Höskuldur Ásgeirsson
Höskuldur Ásgeirsson

„Við erum að endurskipuleggja fyrirtækið og ætlum að einblína á kjarnastarfsemi sem snýr að rekstri og umsjón fasteigna. Veitingahúsarekstur var ekki hluti af kjarnastarfsemi,“ segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri fasteigna- og fjárfestingarfélagsins Nýsis.

Félagið seldi í byrjun mánaðar rekstrarfélagið Artes en það rekur kaffihús Café Konditori. Kaupverð er ekki gefið upp.

Höskuldur segir líklegt að félagið selji frá sér fleiri félög sem ekki samræmast breyttum áherslum á næstunni.

Óskar Óskarsson, annar tveggja kaupenda Artes, ásamt Arnari Snæ Rafnssyni, einum af bakarameisturum kaffihússins, segir þá hafa lengi skoðað kaup á kaffihúsi áður en þeim bauðst að kaupa Café Konditori.

Artes rekur tvö kaffihús í Reykjavík undir merkjum Café Konditori. Annað er á Suðurlandsbraut en hitt í Kringlunni. Því verður lokað nú um mánaðamótin og verður áherslan lögð á kaffihúsið á Suðurlandsbraut, að sögn Óskars. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×