Villi naglbítur: Framúrstefnuleg hugmynd var samþykkt Gunnar Lárus Hjálmarsson skrifar 29. júní 2008 10:00 Guðni Hjörvar Jónsson reddaði Kópaskeri mörkum. MYND/Arnþór Veturinn 2004 sá Villi Naglbítur um bingóþátt á Skjá einum. Auk þess að spila bingó í beinni bauð Villi upp á þann möguleika að fólk gæti valið sér dót og fengið það ef það húðflúraði mynd af því á sig. Mörg hundruð manns sóttu um en aðeins fáir komust að í þáttunum sem voru gerðir. „Þetta var fyrsta tattúið mitt og kom eiginlega af stað hálfgerðri fíkn hjá mér,“ segir Ingi Einar Jóhannesson. „Ég hef fengið mér tattú árlega í afmælisgjöf síðan.“ Ingi lét flúra forláta Guild Bluesbird gítar á úlnliðinn á sér. „Síðan hef ég fengið mér tvo gítara í viðbót og látið flúra myndir af þeim báðum megin við fyrsta gítarinn. Ég vildi ekki skilja hina gítarana útundan, enda eru þeir miklar tilfinningaverur þessir gítarar. Á hinum úlnliðum eru svo komnir upphafsstafir fjölskyldumeðlima svo ég gleymi ekki hvað þeir heita.“ Sambýlingarnir Þórður Sigmundsson og Birna Baldursdóttir sem búa á Akureyri mættu hvort í sinn þáttinn og fengu tattú á ökklann. Þórður fékk sófa en Birna sjónvarp. „Þetta er ótrúlega fínn sófi og það er alls engin eftirsjá. Þetta er besta tímakaup sem ég hef haft,“ segir Þórður.þrír gítarar Inga Einari Jóhannessyni þykir vænt um fjalirnar sínar.Fréttablaðið/Vilhelm„Sjónvarpið er reyndar farið að láta á sjá og við erum alltaf á leiðinni með að láta fjarlægja tattúið af Birnu. Ég er alltaf í sokkum svo þetta böggar okkur ekkert en svona lagað gengur ekki á kvenfólki. Við vorum búin að panta tíma í Domus Medica til að láta fjarlægja sjónvarpið með leysimeðferð en komumst svo ekki suður.“ Umsjónarmaðurinn Villi segir að eitt fallegasta augnablikið í sögu þáttanna hafi verið þegar Guðni Hjörvar Jónsson, þá leikmaður hjá Snerti á Kópaskeri, lét húðflúra á sig fótboltamark til að fá mörk á völlinn norður á Kópaskeri. „Ég fékk eitt mark á hægri kálfann en fékk sem betur fer tvö alvöru mörk norður enda hefðum við lítið haft að gera með bara eitt mark,“ segir Guðni. „Mörkin eru ennþá á vellinum eftir því sem ég best veit en sjálfur er ég fluttur suður. Snörtur er ekki að spila í neinni deild, en menn eru eitthvað að leika sér samt. Markið minnir mig á góða tíma á Kópaskeri og það er gott til þess að vita að mörkin séu til staðar fyrir krakkana.“ „Hugmyndin kom nú upp úr algjörum misskilningi af því að ég er svo lélegur í dönsku,“ segir Villi. Hann fékk þessa framúrstefnulegu hugmynd eftir að hafa horft á danskan bingóþátt. „Þar var einhver sem vann sófa og var að fá sér tattú á sama tíma, en ég tengdi þetta svona saman. Það hristu allir hausinn yfir hugmyndinni fyrst en svo var hún bara samþykkt. Mér skilst að það þyki töff í dag að vera með svona skrítin tattú í staðinn fyrir eitthvað træbal-rugl. Sjálfur er ég ekki með neitt tattú.“ Húðflúr Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Veturinn 2004 sá Villi Naglbítur um bingóþátt á Skjá einum. Auk þess að spila bingó í beinni bauð Villi upp á þann möguleika að fólk gæti valið sér dót og fengið það ef það húðflúraði mynd af því á sig. Mörg hundruð manns sóttu um en aðeins fáir komust að í þáttunum sem voru gerðir. „Þetta var fyrsta tattúið mitt og kom eiginlega af stað hálfgerðri fíkn hjá mér,“ segir Ingi Einar Jóhannesson. „Ég hef fengið mér tattú árlega í afmælisgjöf síðan.“ Ingi lét flúra forláta Guild Bluesbird gítar á úlnliðinn á sér. „Síðan hef ég fengið mér tvo gítara í viðbót og látið flúra myndir af þeim báðum megin við fyrsta gítarinn. Ég vildi ekki skilja hina gítarana útundan, enda eru þeir miklar tilfinningaverur þessir gítarar. Á hinum úlnliðum eru svo komnir upphafsstafir fjölskyldumeðlima svo ég gleymi ekki hvað þeir heita.“ Sambýlingarnir Þórður Sigmundsson og Birna Baldursdóttir sem búa á Akureyri mættu hvort í sinn þáttinn og fengu tattú á ökklann. Þórður fékk sófa en Birna sjónvarp. „Þetta er ótrúlega fínn sófi og það er alls engin eftirsjá. Þetta er besta tímakaup sem ég hef haft,“ segir Þórður.þrír gítarar Inga Einari Jóhannessyni þykir vænt um fjalirnar sínar.Fréttablaðið/Vilhelm„Sjónvarpið er reyndar farið að láta á sjá og við erum alltaf á leiðinni með að láta fjarlægja tattúið af Birnu. Ég er alltaf í sokkum svo þetta böggar okkur ekkert en svona lagað gengur ekki á kvenfólki. Við vorum búin að panta tíma í Domus Medica til að láta fjarlægja sjónvarpið með leysimeðferð en komumst svo ekki suður.“ Umsjónarmaðurinn Villi segir að eitt fallegasta augnablikið í sögu þáttanna hafi verið þegar Guðni Hjörvar Jónsson, þá leikmaður hjá Snerti á Kópaskeri, lét húðflúra á sig fótboltamark til að fá mörk á völlinn norður á Kópaskeri. „Ég fékk eitt mark á hægri kálfann en fékk sem betur fer tvö alvöru mörk norður enda hefðum við lítið haft að gera með bara eitt mark,“ segir Guðni. „Mörkin eru ennþá á vellinum eftir því sem ég best veit en sjálfur er ég fluttur suður. Snörtur er ekki að spila í neinni deild, en menn eru eitthvað að leika sér samt. Markið minnir mig á góða tíma á Kópaskeri og það er gott til þess að vita að mörkin séu til staðar fyrir krakkana.“ „Hugmyndin kom nú upp úr algjörum misskilningi af því að ég er svo lélegur í dönsku,“ segir Villi. Hann fékk þessa framúrstefnulegu hugmynd eftir að hafa horft á danskan bingóþátt. „Þar var einhver sem vann sófa og var að fá sér tattú á sama tíma, en ég tengdi þetta svona saman. Það hristu allir hausinn yfir hugmyndinni fyrst en svo var hún bara samþykkt. Mér skilst að það þyki töff í dag að vera með svona skrítin tattú í staðinn fyrir eitthvað træbal-rugl. Sjálfur er ég ekki með neitt tattú.“
Húðflúr Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira