Hélt dótturinni fanginni til að forða henni frá fíkniefnum 29. apríl 2008 15:18 Austurríkismaðurinn Josef Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í kjallara í 24 ár til þess að koma í veg fyrir að hún ánetjaðist fíkniefnum. Þannig hljómuðu skýringar Fritzl þegar hann var leiddur fyrir dómara í Austurríki í dag. Hann sagði enn fremur að það hefði verið hrein óhöpp að hann barnaði hana sex sinnum á þessum tíma en samtals eignaðist dóttir hans sjö börn. Eftir því sem austurríska blaði Kronen-Zeitung greinir frá viðurkenndi Fritzl fyrir dómara að hafa haft kynmök með dóttur sinni en hafnaði því að hafa lokkað hana niður í kjallara og haldið henni þar eins og skepnu. Sagði hann dótturina, Elisabeth, hafa verið baldið barn og hann óttast að hún yrði fíkniefnum að bráð. Þá kom fram í dómssal að Fritzl hefði ákveðið að ala upp þrjú af börnunum sex vegna þess að þau hefðu haft of mikinn hávaða í kjallaranum. Þess vegna skildi hann eftir miða fyrir utan húsið sem átti að vera frá Elisabeth þar sem foreldrarnir voru beðnir um að annast börnin. Með alvarlegar persónuleikaraskanir Fyrsta barnið var skilið eftir á tröppunum árið 1993 en hin tvö á árunum 1994 og 1996. Eins og fram hefur komið hefur DNA-rannsókn staðfest að hann sé faðir barnanna. Lögregla lýsir honum stjórnsömum manni með óvenju mikla kynhvöt og samkvæmt afbrotasérfræðingum glímir hann við alvarlegar persónuleikaraskanir. Fritzl var leiddur fyrir dómara þar sem fara átti fram á gæsluvarðhald yfir honum en yfirheyrslum lögreglu er langt því frá lokið. Meðal þess sem lögregla rannsakar frekar er hvernig eitt af börnunum sjö sem hann átti með dóttur sinni lést. Fritzel hefur viðurkennt að hafa brennt líkið og á hann hugsanlega yfir höfði sér dóm fyrir manndráp vegna þess að barnið fékk ekki nægilega umönnun eftir fæðingu. Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Austurríkismaðurinn Josef Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í kjallara í 24 ár til þess að koma í veg fyrir að hún ánetjaðist fíkniefnum. Þannig hljómuðu skýringar Fritzl þegar hann var leiddur fyrir dómara í Austurríki í dag. Hann sagði enn fremur að það hefði verið hrein óhöpp að hann barnaði hana sex sinnum á þessum tíma en samtals eignaðist dóttir hans sjö börn. Eftir því sem austurríska blaði Kronen-Zeitung greinir frá viðurkenndi Fritzl fyrir dómara að hafa haft kynmök með dóttur sinni en hafnaði því að hafa lokkað hana niður í kjallara og haldið henni þar eins og skepnu. Sagði hann dótturina, Elisabeth, hafa verið baldið barn og hann óttast að hún yrði fíkniefnum að bráð. Þá kom fram í dómssal að Fritzl hefði ákveðið að ala upp þrjú af börnunum sex vegna þess að þau hefðu haft of mikinn hávaða í kjallaranum. Þess vegna skildi hann eftir miða fyrir utan húsið sem átti að vera frá Elisabeth þar sem foreldrarnir voru beðnir um að annast börnin. Með alvarlegar persónuleikaraskanir Fyrsta barnið var skilið eftir á tröppunum árið 1993 en hin tvö á árunum 1994 og 1996. Eins og fram hefur komið hefur DNA-rannsókn staðfest að hann sé faðir barnanna. Lögregla lýsir honum stjórnsömum manni með óvenju mikla kynhvöt og samkvæmt afbrotasérfræðingum glímir hann við alvarlegar persónuleikaraskanir. Fritzl var leiddur fyrir dómara þar sem fara átti fram á gæsluvarðhald yfir honum en yfirheyrslum lögreglu er langt því frá lokið. Meðal þess sem lögregla rannsakar frekar er hvernig eitt af börnunum sjö sem hann átti með dóttur sinni lést. Fritzel hefur viðurkennt að hafa brennt líkið og á hann hugsanlega yfir höfði sér dóm fyrir manndráp vegna þess að barnið fékk ekki nægilega umönnun eftir fæðingu.
Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira