Fílar kunna vel við sig í vatni og börn elska að skoða fíla. Þetta tvennt fer vel saman í dýragarðinum í Leipzig í austur Þýskalandi.
Þar hefur verið gerð innisundlaug fyrir fílana og á sundlauginni er glerveggur. Þar gefur fólk safnast saman og horft á þessar mikilfenglegu skepnur baða sig og synda.
Dýragarðar njóta vaxandi vinsælda víða um heim og er það rakið til bjarndýrsins Knúts sem jók aðsóknina að dýragarðinum í Berlín um mörghundruð prósent.
Aðrir dýragarðar keppast nú við að skapa sér einhverja sérstöðu, til dæmis með glerveggjum á fílasundlaugum.