Boston vann á flautukörfu - Lakers vinnur enn 13. nóvember 2008 09:11 Paul Pierce fagnar sigurkörfu sinni gegn Atlanta í nótt NordicPhotos/GettyImages Það var mikið fjör í NBA deildinni í nótt eins og endranær. Boston lagði Atlanta í hörkuleik og Lakers vann sjöunda leikinn í röð með sterkum sigri á New Orleans á útivelli. Boston og Atlanta áttust við í æsispennandi sjö leikja einvígi í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vor og leikur liðanna í nótt var eins og framhald af því. Paul Pierce tryggði Boston sigur 103-102 með körfu þegar hálf sekúnda lifði leiks og færði Atlanta þar með fyrsta tapið í vetur. Pierce skoraði 34 stig fyrir Boston og Kevin Garnett var með 25 stig og 12 fráköst. Joe Johnson skoraði 28 stig fyrir Atlanta. LA Lakers vann mjög góðan útisigur á New Orleans Hornets 93-86. Gestirnir voru yfir frá fyrstu mínútu til enda en Hornets minnkaði öruggt forskot Lakers á lokasprettinum á bak við 16 stig Chris Paul í fjórða leikhluta. Kobe Bryant skoraði þrist í lokin sem tryggði sigurinn. Paul skoraði 30 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Hornets en Kobe Bryant og Derek Fisher voru með 20 stig hvor hjá Lakers. Philadelphia lagði Toronto 106-96 á útivelli. Chris Bosh var með 30 stig og 12 fráköst hjá Toronto, en Elton Brand skoraði 25 fyrir Philadelphia og Andre Iguodala skoraði 18 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 9 fráköst. Indiana skellti New Jersey 98-87 á útivelli. Vince Carter skoraði 28 stig fyrir New Jersey en TJ Ford skoraði 18 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Indiana. Tröllaþrenna hjá Howard Orlando lagði Oklahoma 109-92 á útivelli þar sem Dwight Howard átti stórleik með 30 stigum, 19 fráköstum og 10 vörðum skotum. Hann er fyrsti maðurinn annar en Hakeem Olajuwon til að ná þrennu á borð við þessa á síðustu 20 árum í deildinni. Jeff Green skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Oklahoma. Portland lagði Miami 104-96 á útivelli. Dwyane Wade skoraði 36 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Miami en Rudy Fernandez skoraði megnið af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta fyrir Portland. Nýliðinn Greg Oden spilaði með liðinu á ný eftir meiðsli. Milwaukee lagði San Antonio 82-78. Tim Duncan skoraði 24 stig fyrir San Antonio en Richard Jefferson 19 fyrir Milwaukee. Washington vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu með því að leggja Utah 95-87. Caron Butler skoraði 27 stig fyrir Washington en Carlos Boozer 20 fyrir Utah. New York burstaði Memphis úti 132-103. Wilson Chandler skoraði 27 stig fyrir New York en Rudy Gay 20 fyrir Memphis. Sacramento lagði LA Clippers 103-98 á bak við 30 stig frá Beno Udrih. Al Thornton skoraði 20 stig fyrir Clippers. Loks vann Houston góðan útisigur á Phoenix 94-82. Tracy McGrady skoraði 27 stig fyrir Houston en Shaquille O´Neal var með 18 stig og 13 fráköst hjá Phoenix. NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Það var mikið fjör í NBA deildinni í nótt eins og endranær. Boston lagði Atlanta í hörkuleik og Lakers vann sjöunda leikinn í röð með sterkum sigri á New Orleans á útivelli. Boston og Atlanta áttust við í æsispennandi sjö leikja einvígi í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í vor og leikur liðanna í nótt var eins og framhald af því. Paul Pierce tryggði Boston sigur 103-102 með körfu þegar hálf sekúnda lifði leiks og færði Atlanta þar með fyrsta tapið í vetur. Pierce skoraði 34 stig fyrir Boston og Kevin Garnett var með 25 stig og 12 fráköst. Joe Johnson skoraði 28 stig fyrir Atlanta. LA Lakers vann mjög góðan útisigur á New Orleans Hornets 93-86. Gestirnir voru yfir frá fyrstu mínútu til enda en Hornets minnkaði öruggt forskot Lakers á lokasprettinum á bak við 16 stig Chris Paul í fjórða leikhluta. Kobe Bryant skoraði þrist í lokin sem tryggði sigurinn. Paul skoraði 30 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Hornets en Kobe Bryant og Derek Fisher voru með 20 stig hvor hjá Lakers. Philadelphia lagði Toronto 106-96 á útivelli. Chris Bosh var með 30 stig og 12 fráköst hjá Toronto, en Elton Brand skoraði 25 fyrir Philadelphia og Andre Iguodala skoraði 18 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 9 fráköst. Indiana skellti New Jersey 98-87 á útivelli. Vince Carter skoraði 28 stig fyrir New Jersey en TJ Ford skoraði 18 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Indiana. Tröllaþrenna hjá Howard Orlando lagði Oklahoma 109-92 á útivelli þar sem Dwight Howard átti stórleik með 30 stigum, 19 fráköstum og 10 vörðum skotum. Hann er fyrsti maðurinn annar en Hakeem Olajuwon til að ná þrennu á borð við þessa á síðustu 20 árum í deildinni. Jeff Green skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Oklahoma. Portland lagði Miami 104-96 á útivelli. Dwyane Wade skoraði 36 stig og gaf 8 stoðsendingar hjá Miami en Rudy Fernandez skoraði megnið af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta fyrir Portland. Nýliðinn Greg Oden spilaði með liðinu á ný eftir meiðsli. Milwaukee lagði San Antonio 82-78. Tim Duncan skoraði 24 stig fyrir San Antonio en Richard Jefferson 19 fyrir Milwaukee. Washington vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu með því að leggja Utah 95-87. Caron Butler skoraði 27 stig fyrir Washington en Carlos Boozer 20 fyrir Utah. New York burstaði Memphis úti 132-103. Wilson Chandler skoraði 27 stig fyrir New York en Rudy Gay 20 fyrir Memphis. Sacramento lagði LA Clippers 103-98 á bak við 30 stig frá Beno Udrih. Al Thornton skoraði 20 stig fyrir Clippers. Loks vann Houston góðan útisigur á Phoenix 94-82. Tracy McGrady skoraði 27 stig fyrir Houston en Shaquille O´Neal var með 18 stig og 13 fráköst hjá Phoenix.
NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira