KR komst í úrslit Powerade-bikarkeppni kvenna í kvöld eftir sigur á Grindavík í undanúrslitum, 69-60. KR mætir Keflavík í úrslitunum um helgina.
Grindavík hafði eins stigs forystu í hálfleik, 33-32, en KR-ingar náði góðum tökum á leiknum í þriðja leikhluta sem þeir unnu með fimmtán stiga mun. Grindavík náði að minnka muninn aftur í fjórða leikhluta en það reyndist ekki nóg.
Sigrún Sjöfn Ámundardóttir skoraði nítján stig fyrir KR í kvöld og Hildur Sigurðardóttir fimmtán.
Tiffany Roberson skoraði nítján fyrir Grindavík og Petrúnella Skúladóttir fimmtán.