Sextán liða úrslit Subway-bikarsins í karla- og kvennaflokki hefjast í kvöld. Í Grindavík er boðið upp á tvo leiki, kvennalið félagsins tekur á móti Val klukkan 19 og svo klukkan 21 verður innanfélagsslagur Grindavíkur og Grindavíkur B í karlaflokki.
Það er einnig boðið upp á tvíhöfða í DHL-höllinni í kvöld. KR tekur á móti Fjölni klukkan 19 og svo klukkan 21 mætast KR B og Haukar.
Í kvennaflokki tekur Snæfell á móti Keflavík, Njarðvík fær KR í heimsókn og Skallagrímur og Þór Akureyri eigast við í Borgarnesi. Allir þessir leikir hefjast klukkan 19:15.