Yfirvöld í Brasilíu hafa hætt leit að prestinum sem reyndi að setja met í flugi með helíumfylltum blöðrum.
Séra Adelir Antonio de Carli hengdi sig undir þúsundir af blöðrum til þess að safna fé fyrir nýrri kapellu. Hann ætlaði að yfirgefa blöðrurnar í fallhlíf, þegar þar að kæmi.Líklega hefði verið betra fyrir prestinn að hafa með sér björgunarvesti. Veðurguðirnir voru honum nefnilega ekki hliðhollir og vindurinn bar hann á haf út.
Nokkrum klukkustundum eftir flugtak hringdi hann úr farsíma sínum. Hann sagðist eiga í vandræðum með gps staðsetningartæki sitt og að hann væri að hrapa í sjóinn.
Mikil leit var gerð, bæði úr lofti og á sjó. Blöðrurnar fundust á floti í sjónum, en séra Adelir hefur ekki fundist.