Úrbæturnar hrökkva skammt Valur Þráinsson skrifar 30. nóvember 2008 06:00 Þann 30.10.2008 samþykkti menntamálaráðherra tillögur stjórnar LÍN er snúa að sveigjanlegri reglum til að koma til móts við nema erlendis sem verða fyrir barðinu á þeirri banka- og gjaldeyriskreppu sem ríður yfir Ísland þessa dagana. Samþykktar voru breytingar í sex liðum og snertir liður fjögur skiptinema erlendis beint. Sú breyting hljóðar svo: „Í stað þess að útreikningur vegna námslána skiptinema skólaárið 2008-2009 miðist við gengið 1. júní 2008 verður útreikningurinn miðaður við gengi 26. september 2008. Að öðru óbreyttu þýðir þetta um 23% hækkun framfærslulána til þessa hóps miðað við fyrri áætlun." Rétt er það að þessi breyting þýðir um 23% hækkun framfærslulána að öðru óbreyttu. Hins vegar má spyrja sig hvort stjórnarmenn LÍN hafi ekki gert sér grein fyrir því þann 31.10.2008 þegar þessi breyting var samþykkt að hún mundi ekki duga til? Gengi íslensku krónunnar hafði þá þegar veikst um 11,4% frá þeirri dagsetningu sem útreikningur lána erlendra skiptinema á að miða við. Gengi krónunnar hefur verið í stöðugu veikingarferli undanfarna mánuði. Því er það staðreynd að frá 26.09.2008 hafa framfærslulán erlendra skiptinema í þeirri mynt sem þeir notast við verið að rýrna. Íslenska krónan hefur veikst um 23,2% frá 26.09.2008 til og með 25.11.2008, sé miðað við gengisvísitölu Seðlabanka Íslands. Þar af leiðandi hafa íslenskir skiptinemar erlendis þurft að draga saman eyðslu sína um samsvarandi hlutfall til þess að námslánin sem þeir fá greidd út í janúar, í íslenskum krónum, dugi fyrir áætlaðri framfærslu. Ekki þýðir fyrir skiptinema að koma með þessi rök þegar þeir borga leiguna eða fara út í búð að kaupa í matinn. Þegar gengi krónunnar veikist, breytist kostnaður skiptinema erlendis ekkert, í erlendri mynt. En eykst í krónum talið. Því er það eina sem skiptinemar geta gert ef þeir ætla að lifa á þeirri lágmarksframfærslu sem þeir eiga að fá, að draga saman neyslu sína, eða fá yfirdrátt hjá bankanum, og koma heim úr skiptinámi, ekki bara með námslán, heldur vænan yfirdrátt í þokkabót. Mikil óvissa ríkir um íslensku krónuna og illmögulegt er að spá fyrir um það hvort hún muni veikjast eða styrkjast fram að áramótum, þótt frekar megi reikna með veikingu miðað við þróun undanfarna mánuði. Veldur þetta skiptinemum sem og nemum erlendis miklum vandræðum, þar sem öll áætlanagerð verður erfið. Þess má geta að hjá íslenskum nemum í föstu námi erlendis, þ.e. ekki skiptinemum, miðast útgreiðsla hjá LÍN við gengi á útborgunardegi. Veldur þetta því að jafnræði er ekki gætt meðal íslenskra nema í föstu námi erlendis og íslenskra skiptinema. M.ö.o. fá skiptinemar minna en útreiknaða framfærslu í erlendri mynt útborgaða eftir haustönnina, ef krónan veikist yfir önnina, en meira ef krónan styrkist. Fyrir íslenska nemendur erlendis, aðra en skiptinema, snýst dæmið við. Þeir fá þá meira en áætlaða framfærslu ef krónan veikist yfir önnina, en minna ef hún styrkist. Sem dæmi má nefna tvo nema í Danmörku. Annar er skiptinemi en hinn er í föstu námi, þ.e. ekki skiptinemi. Þeir eru báðir í fullu námi og fá lánað fyrir grunnframfærslu. Ef námslánin hefðu verið greidd út þann 25.11.2008 og miðað við úthlutunarreglur LÍN hefði skiptineminn fengið greiddar 660.655 krónur en neminn í föstu námi 843.652 krónur. Munurinn er 182.997 krónur. Í ljósi núverandi aðstæðna leggur höfundur til að þegar lán fyrir íslenska nemendur erlendis, bæði skiptinema og fasta nema, verða greidd út í janúar 2009 verði miðað við meðaltalsgengi SÍ á námstímabilinu. Með þessu móti geta nemar, sem í flestum tilfellum eru með svipaða meðaleyðslu á mánuði, treyst því að námslánin sem þeir fá í janúar duga fyrir framfærslu í því landi sem viðkomandi nemi er í, með litlum vikmörkum. Hvorki meira né minna. Skora ég á menntamálaráðherra og stjórn LÍN að bregðast við þessari athugasemd því nemar erlendis eiga rétt á því að fá lánað fyrir grunnframfærslu í þeim gjaldmiðli sem notaður er í því landi sem neminn stundar nám í. Íslenskir nemar erlendis hafa allt annað við tíma sinn að gera heldur en að stunda happdrætti með íslensku krónuna! Höfundur er skiptinemi við hagfræðideild Kaupmannarhafnarháskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valur Þráinsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Þann 30.10.2008 samþykkti menntamálaráðherra tillögur stjórnar LÍN er snúa að sveigjanlegri reglum til að koma til móts við nema erlendis sem verða fyrir barðinu á þeirri banka- og gjaldeyriskreppu sem ríður yfir Ísland þessa dagana. Samþykktar voru breytingar í sex liðum og snertir liður fjögur skiptinema erlendis beint. Sú breyting hljóðar svo: „Í stað þess að útreikningur vegna námslána skiptinema skólaárið 2008-2009 miðist við gengið 1. júní 2008 verður útreikningurinn miðaður við gengi 26. september 2008. Að öðru óbreyttu þýðir þetta um 23% hækkun framfærslulána til þessa hóps miðað við fyrri áætlun." Rétt er það að þessi breyting þýðir um 23% hækkun framfærslulána að öðru óbreyttu. Hins vegar má spyrja sig hvort stjórnarmenn LÍN hafi ekki gert sér grein fyrir því þann 31.10.2008 þegar þessi breyting var samþykkt að hún mundi ekki duga til? Gengi íslensku krónunnar hafði þá þegar veikst um 11,4% frá þeirri dagsetningu sem útreikningur lána erlendra skiptinema á að miða við. Gengi krónunnar hefur verið í stöðugu veikingarferli undanfarna mánuði. Því er það staðreynd að frá 26.09.2008 hafa framfærslulán erlendra skiptinema í þeirri mynt sem þeir notast við verið að rýrna. Íslenska krónan hefur veikst um 23,2% frá 26.09.2008 til og með 25.11.2008, sé miðað við gengisvísitölu Seðlabanka Íslands. Þar af leiðandi hafa íslenskir skiptinemar erlendis þurft að draga saman eyðslu sína um samsvarandi hlutfall til þess að námslánin sem þeir fá greidd út í janúar, í íslenskum krónum, dugi fyrir áætlaðri framfærslu. Ekki þýðir fyrir skiptinema að koma með þessi rök þegar þeir borga leiguna eða fara út í búð að kaupa í matinn. Þegar gengi krónunnar veikist, breytist kostnaður skiptinema erlendis ekkert, í erlendri mynt. En eykst í krónum talið. Því er það eina sem skiptinemar geta gert ef þeir ætla að lifa á þeirri lágmarksframfærslu sem þeir eiga að fá, að draga saman neyslu sína, eða fá yfirdrátt hjá bankanum, og koma heim úr skiptinámi, ekki bara með námslán, heldur vænan yfirdrátt í þokkabót. Mikil óvissa ríkir um íslensku krónuna og illmögulegt er að spá fyrir um það hvort hún muni veikjast eða styrkjast fram að áramótum, þótt frekar megi reikna með veikingu miðað við þróun undanfarna mánuði. Veldur þetta skiptinemum sem og nemum erlendis miklum vandræðum, þar sem öll áætlanagerð verður erfið. Þess má geta að hjá íslenskum nemum í föstu námi erlendis, þ.e. ekki skiptinemum, miðast útgreiðsla hjá LÍN við gengi á útborgunardegi. Veldur þetta því að jafnræði er ekki gætt meðal íslenskra nema í föstu námi erlendis og íslenskra skiptinema. M.ö.o. fá skiptinemar minna en útreiknaða framfærslu í erlendri mynt útborgaða eftir haustönnina, ef krónan veikist yfir önnina, en meira ef krónan styrkist. Fyrir íslenska nemendur erlendis, aðra en skiptinema, snýst dæmið við. Þeir fá þá meira en áætlaða framfærslu ef krónan veikist yfir önnina, en minna ef hún styrkist. Sem dæmi má nefna tvo nema í Danmörku. Annar er skiptinemi en hinn er í föstu námi, þ.e. ekki skiptinemi. Þeir eru báðir í fullu námi og fá lánað fyrir grunnframfærslu. Ef námslánin hefðu verið greidd út þann 25.11.2008 og miðað við úthlutunarreglur LÍN hefði skiptineminn fengið greiddar 660.655 krónur en neminn í föstu námi 843.652 krónur. Munurinn er 182.997 krónur. Í ljósi núverandi aðstæðna leggur höfundur til að þegar lán fyrir íslenska nemendur erlendis, bæði skiptinema og fasta nema, verða greidd út í janúar 2009 verði miðað við meðaltalsgengi SÍ á námstímabilinu. Með þessu móti geta nemar, sem í flestum tilfellum eru með svipaða meðaleyðslu á mánuði, treyst því að námslánin sem þeir fá í janúar duga fyrir framfærslu í því landi sem viðkomandi nemi er í, með litlum vikmörkum. Hvorki meira né minna. Skora ég á menntamálaráðherra og stjórn LÍN að bregðast við þessari athugasemd því nemar erlendis eiga rétt á því að fá lánað fyrir grunnframfærslu í þeim gjaldmiðli sem notaður er í því landi sem neminn stundar nám í. Íslenskir nemar erlendis hafa allt annað við tíma sinn að gera heldur en að stunda happdrætti með íslensku krónuna! Höfundur er skiptinemi við hagfræðideild Kaupmannarhafnarháskóla
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun